Innlendar vörur hefðu hækkað mikið 5. febrúar 2011 08:00 Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, vill vita hvort það sé afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar að rýra beri afkomu landbúnaðar til að bæta hag ferðaþjónustunnar. Fréttablaðið/hari „Það hefur fátt hjálpað íslenskum neytendum síðustu misseri eins og tollvernd,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna. Án tollverndar í landbúnaði, segir hann, er engin ástæða til að ætla annað en að bændur, aðrir framleiðendur og aðilar á markaði hefðu hækkað verð til neytenda um sextíu prósent í takt við þá hækkun sem varð á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008. Spurður um rök fyrir þessu segir Haraldur að áður hafi því verið haldið fram að hátt matarverð væri verndartollum að kenna. „Hvers vegna hækkar þá ekki íslenska búvaran jafnmikið núna, þegar innflutta varan hækkar svona mikið?“ spyr Haraldur. Haraldur bregst með þessu við orðum Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem lýsti í blaðinu í gær ákveðnum fyrirvörum gagnvart aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, þar sem stjórnvöld hefðu gefið ýmis fyrirheit um sérlausnir fyrir bændur. Ferðaþjónustan væri hins vegar langþreytt á háu matarverði vegna ofurtolla á landbúnaðarvörum. Haraldur segir að Erna geti „ekki bjargað afkomu ferðaþjónustunnar með því að afnema tollvernd í landbúnaði“. Spurður um tillögu Ernu, að í stað aðflutningsgjalda verði samkeppnishæfni bænda tryggð með því að gera rekstrarumhverfi þeirra betra, segist Haraldur ekki kunna leiðir til þess. „Nei, þetta er langskilvirkasta og gagnsæjasta leiðin.“ - kóþ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Það hefur fátt hjálpað íslenskum neytendum síðustu misseri eins og tollvernd,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna. Án tollverndar í landbúnaði, segir hann, er engin ástæða til að ætla annað en að bændur, aðrir framleiðendur og aðilar á markaði hefðu hækkað verð til neytenda um sextíu prósent í takt við þá hækkun sem varð á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008. Spurður um rök fyrir þessu segir Haraldur að áður hafi því verið haldið fram að hátt matarverð væri verndartollum að kenna. „Hvers vegna hækkar þá ekki íslenska búvaran jafnmikið núna, þegar innflutta varan hækkar svona mikið?“ spyr Haraldur. Haraldur bregst með þessu við orðum Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, sem lýsti í blaðinu í gær ákveðnum fyrirvörum gagnvart aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, þar sem stjórnvöld hefðu gefið ýmis fyrirheit um sérlausnir fyrir bændur. Ferðaþjónustan væri hins vegar langþreytt á háu matarverði vegna ofurtolla á landbúnaðarvörum. Haraldur segir að Erna geti „ekki bjargað afkomu ferðaþjónustunnar með því að afnema tollvernd í landbúnaði“. Spurður um tillögu Ernu, að í stað aðflutningsgjalda verði samkeppnishæfni bænda tryggð með því að gera rekstrarumhverfi þeirra betra, segist Haraldur ekki kunna leiðir til þess. „Nei, þetta er langskilvirkasta og gagnsæjasta leiðin.“ - kóþ
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira