Heimilismatur í sparibúningi 23. september 2011 11:00 Andrea Norðfjörð er eigandi Kaffi Aroma. Fréttablaðið/Hag Nú er ár síðan nýir eigendur tóku við veitingahúsinu Café Aroma í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur það síðan tekið á sig æ heimilislegri brag. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga þar sem heimilismatur í girnilegum búningi er á boðstólum auk þess sem samlokur, hamborgarar og alls kyns salöt eru á sínum stað fram á kvöld. „Þá erum við með litlar kökur sem við bökum frá grunni, en ekki sneiðar eins og algengt er, og njóta þær sérstakra vinsælda,“ segir eigandinn Andrea Norðfjörð. Café Aroma var stofnað á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði árið 2002 en áður var Kaffi Hafnarfjörður þar til húsa. Útsýni er yfir höfnina og sjóinn og segir Andrea notalega kaffihúsastemningu ríkja sem æ fleiri Hafnfirðingar og nærsveitamenn sækja í. „Við leggjum líka upp úr því að hafa andrúmsloftið eins heimilislegt og mögulegt er og setjumst jafnvel niður með viðskiptavinum okkar og spjöllum um daginn og veginn,“ segir Andrea, en með henni vinna eiginmaður hennar, móðir og fleira gott fólk. „Ég hóf sjálf störf á gamla staðnum árið 2005 og móðir mín nokkrum árum seinna svo viðskiptavinirnir þekkja okkur vel.“ Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Fréttablaðið/Hag Nú er ár síðan nýir eigendur tóku við veitingahúsinu Café Aroma í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur það síðan tekið á sig æ heimilislegri brag. Boðið er upp á hádegisverðarhlaðborð alla virka daga þar sem heimilismatur í girnilegum búningi er á boðstólum auk þess sem samlokur, hamborgarar og alls kyns salöt eru á sínum stað fram á kvöld. „Þá erum við með litlar kökur sem við bökum frá grunni, en ekki sneiðar eins og algengt er, og njóta þær sérstakra vinsælda,“ segir eigandinn Andrea Norðfjörð. Café Aroma var stofnað á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði árið 2002 en áður var Kaffi Hafnarfjörður þar til húsa. Útsýni er yfir höfnina og sjóinn og segir Andrea notalega kaffihúsastemningu ríkja sem æ fleiri Hafnfirðingar og nærsveitamenn sækja í. „Við leggjum líka upp úr því að hafa andrúmsloftið eins heimilislegt og mögulegt er og setjumst jafnvel niður með viðskiptavinum okkar og spjöllum um daginn og veginn,“ segir Andrea, en með henni vinna eiginmaður hennar, móðir og fleira gott fólk. „Ég hóf sjálf störf á gamla staðnum árið 2005 og móðir mín nokkrum árum seinna svo viðskiptavinirnir þekkja okkur vel.“
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira