Erlent

Tugir milljóna manna glíma við alvarleg fíkniefnavandamál

Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 15 og 39 milljónir manna í heiminum eigi við alvarleg vandamál að stríða vegna fíkniefnaneyslu. Milli þrjú og sex prósent af öllum jarðarbúum hafa neytt ólöglegra fíkniefna að minnst kosti einu sinni á þessu ári.

Bilið á milli þessara talna er svona mikið þar sem erfitt er að áætla umfang þess vandamáls með nákvæmni, m.a. vegna þess að engar tölulegur upplýsingar eru til frá Kína og Indlandi í þessum efnum.

Kannabis er langvinsælasta fíkniefnið meðal fíkniefnaneytenda. Þar á eftir koma amfetamín, alsæla, heróín og loks kókaín.

Ljósi punkturinn í ár er að verulega hefur dregið úr framboði á kókaíni og heróíni á stórum mörkuðum eins og Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×