Erlent

Halda gleðileg jól á sporbraut um jörðu

Með löngum lýsingartíma má sjá ferðalag Soyuz-eldflaugarinnar. Myndin var tekin við skotpallinn í Baikonur.
Með löngum lýsingartíma má sjá ferðalag Soyuz-eldflaugarinnar. Myndin var tekin við skotpallinn í Baikonur. mynd/AP
Eldflaug með þrjá geimfara var skotið á loft í Kasakstan í dag. Skotið heppnaðist afar vel og var flaugin komin á sporbraut um jörðu nokkrum mínútum seinna.

Þeir Don Pettit, Oleg Kononenko og Andre Kuipers munu stíga um borð í Alþjóðlegu geimstöðina (ISS) á morgun og bera jólakveðjur frá íbúum jarð til áhafnar geimstöðvarinnar. Einn Bandaríkjamaður og tveir Rússar hafa verið um borð í ISS síðustu vikur.

Sexmenningarnir munu halda upp á gleðileg jól saman í þyngdarleysi geimsins og vinna að lagfæringu ISS þangað til í mars á næsta ári.

Hægt er sjá myndband af geimskotinu á vefsíðu NASA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×