Sonurinn sagður vera goðumlíkur leiðtogi 21. desember 2011 09:00 Sárafátt er vitað um Kim Jong Un, sem nú tekur við sem ríkisleiðtogi í Norður-Kóreu. Í gær vottaði hann föður sínum virðingu, þar sem lík hins látna var til sýnis í glerkistu. nordicphotos/AFP Kim Jong-un tekur við einu einangraðasta og fátækasta ríki heims af föður sínum. Her landsins er hins vegar fjölmennur og Norður-Kórea telst formlega vera kjarnorkuveldi, þótt lítið sé vitað um raunverulega getu landsins í hernaði. Ríkisfjölmiðlarnir í Norður-Kóreu fóru strax í gær á fullt við að búa til goðumlíka mynd af Kim Jong-un, hinum 27 eða 28 ára gamla syni Kim Jong-il, sem nú er tekinn við af föður sínum sem leiðtogi í landinu. Honum er lýst sem mikilmenni, sagður „fæddur af sól“ og fullyrt að hann verði „andlegur máttarstólpi og vonarviti“ bæði þjóðar og hers. Ungmenni landsins eru sögð „brennandi í trú og vilja til að sýna Kim Jong-un hollustu“. Fátt er samt vitað um raunverulega stöðu hans meðal gömlu valdaklíkunnar og æðstu yfirmanna hersins, sem gætu hugsanlega vantreyst þessum unga manni sem gerður var að háttsettum herforingja án minnstu reynslu. Herinn er í senn valdamesta stofnun landsins og stærsti atvinnurekandi landsins. Um fjórðungur þjóðarinnar er í vinnu hjá hernum og 40 prósent af þjóðarútgjöldum fara í herinn. Þetta er fjórði fjölmennasti her heims og þótt herbúnaðurinn sé kominn töluvert til ára sinna telst Norður-Kórea núorðið til kjarnorkuvelda. Það gerðist árið 2006 þegar Norður-Kóreumenn sprengdu fyrst kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Þeir gerðu síðan aðra tilraun árið 2009, en fátt er vitað um raunverulega getu þeirra til að smíða kjarnorkuvopn. Þó er talið að Norður-Kóreumenn eigi nú nóg af geislavirku efni til að nota í sex eða sjö kjarnorkusprengjur. Þeir hafa einnig gert tilraunir með flugskeyti sem hægt væri að nota til að skjóta kjarnorkusprengjum til Suður-Kóreu eða Japans. Íbúum þessara nágrannaríkja er því engan veginn rótt, nú þegar leiðtogaskiptin fara fram. Samt eru ónotin engan veginn jafn mikil nú og árið 1994 þegar Kim Jong-il tók við af föður sínum, Kim Il-sung. Fólk virðist treysta því að Norður-Kóreumenn hafi ekki áhuga á kostnaðarsömu stríði, sem myndi bitna illa á þjóðinni, sem er ein fátækasta þjóð heims. „Það er ólíklegt að Norður-Kórea vilji fara út í algert stríð,“ segir Kim Jung Yeun, starfsmaður á ferðaskrifstofu í Suður-Kóreu. Bandarískir ráðamenn vilja að kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna fái sem fyrst heimild til að fara til Norður-Kóreu í von um að geta aðstoðað hinn nýja leiðtoga við að losa sig við kjarnorkuvopnin. „Við munum halda áfram að þrýsta á þá um að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ sagði Jay Carney, talsmaður Bandaríkjaforseta. „Við munum dæma Norður-Kóreustjórn á sama hátt og við höfum ævinlega gert: af verkum hennar.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Kim Jong-un tekur við einu einangraðasta og fátækasta ríki heims af föður sínum. Her landsins er hins vegar fjölmennur og Norður-Kórea telst formlega vera kjarnorkuveldi, þótt lítið sé vitað um raunverulega getu landsins í hernaði. Ríkisfjölmiðlarnir í Norður-Kóreu fóru strax í gær á fullt við að búa til goðumlíka mynd af Kim Jong-un, hinum 27 eða 28 ára gamla syni Kim Jong-il, sem nú er tekinn við af föður sínum sem leiðtogi í landinu. Honum er lýst sem mikilmenni, sagður „fæddur af sól“ og fullyrt að hann verði „andlegur máttarstólpi og vonarviti“ bæði þjóðar og hers. Ungmenni landsins eru sögð „brennandi í trú og vilja til að sýna Kim Jong-un hollustu“. Fátt er samt vitað um raunverulega stöðu hans meðal gömlu valdaklíkunnar og æðstu yfirmanna hersins, sem gætu hugsanlega vantreyst þessum unga manni sem gerður var að háttsettum herforingja án minnstu reynslu. Herinn er í senn valdamesta stofnun landsins og stærsti atvinnurekandi landsins. Um fjórðungur þjóðarinnar er í vinnu hjá hernum og 40 prósent af þjóðarútgjöldum fara í herinn. Þetta er fjórði fjölmennasti her heims og þótt herbúnaðurinn sé kominn töluvert til ára sinna telst Norður-Kórea núorðið til kjarnorkuvelda. Það gerðist árið 2006 þegar Norður-Kóreumenn sprengdu fyrst kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Þeir gerðu síðan aðra tilraun árið 2009, en fátt er vitað um raunverulega getu þeirra til að smíða kjarnorkuvopn. Þó er talið að Norður-Kóreumenn eigi nú nóg af geislavirku efni til að nota í sex eða sjö kjarnorkusprengjur. Þeir hafa einnig gert tilraunir með flugskeyti sem hægt væri að nota til að skjóta kjarnorkusprengjum til Suður-Kóreu eða Japans. Íbúum þessara nágrannaríkja er því engan veginn rótt, nú þegar leiðtogaskiptin fara fram. Samt eru ónotin engan veginn jafn mikil nú og árið 1994 þegar Kim Jong-il tók við af föður sínum, Kim Il-sung. Fólk virðist treysta því að Norður-Kóreumenn hafi ekki áhuga á kostnaðarsömu stríði, sem myndi bitna illa á þjóðinni, sem er ein fátækasta þjóð heims. „Það er ólíklegt að Norður-Kórea vilji fara út í algert stríð,“ segir Kim Jung Yeun, starfsmaður á ferðaskrifstofu í Suður-Kóreu. Bandarískir ráðamenn vilja að kjarnorkueftirlit Sameinuðu þjóðanna fái sem fyrst heimild til að fara til Norður-Kóreu í von um að geta aðstoðað hinn nýja leiðtoga við að losa sig við kjarnorkuvopnin. „Við munum halda áfram að þrýsta á þá um að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ sagði Jay Carney, talsmaður Bandaríkjaforseta. „Við munum dæma Norður-Kóreustjórn á sama hátt og við höfum ævinlega gert: af verkum hennar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira