Erlent

Filipseyingar hefja enduruppbyggingu

Liðsmaður í sjóher Filippseyja undirbýr líkkistur til flutnings.
Liðsmaður í sjóher Filippseyja undirbýr líkkistur til flutnings. mynd/AFP
Íbúar á hamfarasvæðunum í Filippseyjum hófu í dag að endurreisa heimili sín og innviði samfélags síns eftir að hitabeltisstormurinn Washi reið yfir landið um helgina. Tala látinna er nú kominn yfir 1.000 manns og enn er margra saknað.

Stjórnvöld hafa komið líkamsleifum þeirra sem fórust í storminum fyrir í fjöldagröfum. Erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á líkin en þau rotna afar hratt eftir að hafa legið í aur. Út frá heilbrigðissjónarmiðum er því nauðsynlegt að ganga frá líkunum áður smit- og sjúkdómahætta skapast.

Talsmaður yfirvalda sagði meirihluta fólksins hafa látist í aurskriðum og skyndiflóðum sem fylgdu í kjölfarið á storminum.

Í gær lýsti Beningo Aquino, forsætisráðherra Filippseyja, yfir neyðarástandi landinu. Hann fyrirskipaði einnig að rannsókn yrði framkvæmd á því hvernig svo margir hefðu látist. Hann mun leita til Alþjóðabankans til að fjármagna endurbyggingu hamfarasvæðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×