Erlent

Fuglaflensa aftur komin upp í Hong Kong

Fuglaflensan H5N1 hefur aftur skotið upp kollinum í Hong Kong. Dauður kjúklingur reyndist smitaður af flensunni og í framhaldinu verður um 17.000 kjúklingum slátrað í borginni í dag.

Þar að auki hafa borgaryfirvöld bannað allan innflutning á kjúklingum frá Kína næstu þrjár vikurnar. Það er þó ekki vitað hvort hinn dauði kjúklingur hafi komið frá Kína.

Núverandi afbrigði af H5N1 er mjög skeinuhætt en 60% manna sem fá þessa flensu deyja af völdum hennar.

Ekki hefur borið á fuglaflensu í Hong Kong á síðustu þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×