Erlent

Kvennabúr Kim Jong-il taldi um 2.000 ungar stúlkur

Meðal þess sem kvisast hefur út um líf Kim Jong-il fyrrum einræðisherra Norður Kóreu er að hann hafði aðgang að viðamiklu kvennabúri sem einnig þjónaði þörfum æðstu embættismanna landsins.

Kvennabúr þetta eða Gippeumjo eins og það kallast í Norður Kóreu samanstendur af um 2.000 stúlkum á aldrinum 18 til 25 ára. Stúlkurnar skiptast í þrjá hópa. Einn hópurinn eru stúlkur sem eru sérfræðingar í öllum afbrigðum kynlífs og þjálfaðar sem slíkar í tuttugu mánuði áður en þær eru teknar inn í kvennabúrið. Annar hópurinn er nuddkonur og þriðji hópurinn eru léttklæddir dansarar.

Mannréttindasamtökin A Womans Voice segja að kvennabúr þetta hafi verið stofnað árið 1978, það er á valdatíma Kim Il-sung og fékk Kim Jong-il það í arf frá föður sínum árið 1994 þegar hann tók við völdum.

Fyrrum greinandi hjá CIA segir í samtali við CNN að Kim Jong-il hafi valið stúlkurnar í kvennabúrið úr unglingaskólum kommúnistaflokksins. Kim Jong-il hafi einkum nýtt sér þjónustu kvennabúrsins þegar hann dvaldi í höfuðstöðvum sínum. Jafnframt hafi aðrir æðstu embættismenn Norður Kóreu haft afnot af kvennabúrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×