Erlent

Fundu plánetur sem eru jafnstórar og jörðin

Vísindamenn við NASA, geimferðamiðstöð Bandaríkjanna, hafa tilkynnt að þeir hafi fundið tvær plánetur sem eru nær nákvæmlega jafnstórar og jörðin.

Þessar plánetur hafa hlotið nöfnin Kepler 20E og 20F en þær fundust með Kepler sjónaukanum sem er á braut um jörðu.

Vísindamennirnir segja að þetta sé í fyrsta sinn sem mannkynið hefur fundið plánetur sem eru jafnstórar og jörðin. Báðar pláneturnar eru of nálægt sólu sinni til að líf geti þrifist á þeim. Vísindamennirnir telja hinsvegar að vatn hafi verið til staðar á Kepler 20F í fortíðinni og að sú pláneta hafi þá verið byggileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×