Erlent

Fyrsta sýnishornið úr The Hobbit opinberað

Tolkien aðdáendur víða um fagna því fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni The Hobbit hefur verið opinberað. Kvikmyndinni er beðið með mikilli eftirvæntingu enda naut Hringadrottinssaga gríðarlega vinsælda.

Leikstjórinn Peter Jackson snýr aftur í söguheim Tolkiens en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir þriðju og síðustu kvikmyndina í þríleiknum um Hringadrottinssögu.

Í The Hobbit segir frá Bilbo Baggins og ævintýralegri ferð hans til dvergaríkisins Erebor. Það kemur síðan í hlut Bilbo og föruneytis hans að frelsa ríkið undan drekanum Smaug.

Framleiðsla kvikmyndarinnar hefur gengið afar illa og hefur Jackson oft á tíðum þurft að takast á við mikinn mótbyr.

The Hobbit verður frumsýnd 14. desember á næsta ári og er vitanlega í þrívídd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×