Er lítill lyfjamarkaður á Íslandi ástæða lítils lyfjaframboðs? Jakob Falur Garðarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í síðasta mánuði kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Helsta niðurstaða hennar er sú að þrátt fyrir smæð íslenska lyfjamarkaðarins sé lyfjaverð hérlendis bæði sambærilegt við lyfjaverð í þeim löndum sem við berum okkur jafnan saman við og í mörgum tilfellum sé lyfjaverð meira að segja lægra en í þessum löndum. Þetta verður efni næstu greinar í blaðinu þar sem ég mun bera saman verðlag á lyfjum og skoða það með tilliti til verðs í öðrum löndum. Í skýrslunni benti Ríkisendurskoðun jafnframt á smæð íslenska markaðarins sem ríka ástæðu fyrir minna framboði hér en á hinum Norðurlöndunum. Þótt önnur atriði geti hér einnig skipt máli er þetta vissulega rétt hjá Ríkisendurskoðun. Lyfjaframboð íslenska markaðsins samanborið við NorðurlöndinÍ skýrslu Ríkisendurskoðunar segir „að einungis séu um 3.300 lyfjavörunúmer til sölu á Íslandi meðan samsvarandi fjöldi annars staðar á Norðurlöndum er á bilinu 8.000 til 10.700“. Hér er vert að hafa í huga að Ríkisendurskoðun ber saman fjölda vörunúmera þar sem hver stærðarpakkning fær eigið vörunúmer. Hér á íslenskum markaði standa okkur ekki endilega til boða eins margar stærðir af pakkningum af sama lyfi samanborið við nágranna okkar á Norðurlöndum og það skýrir að hluta til þann mun sem Ríkisendurskoðun bendir á. Fréttaflutningur vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar gaf aftur á móti til kynna að hér væri bókstaflega skortur á lyfjum á íslenskum lyfjamarkaði þótt það sé alls ekki tilfellið. Hækkun gjaldskrár og meiri álögur hamla auknu lyfjaframboðiLíkt og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa 4.327 lyf gilt markaðsleyfi á Íslandi þótt aðeins 2.237 séu markaðsfærð hérlendis. Rökrétta skýringin á því ætti að liggja í smæð íslenska markaðarins sem framboðið tekur mið af. En fleira hangir á spýtunni. Ríkisendurskoðun bendir á að framboð á samheitalyfjum sé minna hér en í samanburðarlöndunum. Líkt og ég gat um í upphafi er lyfjaverð hérlendis sambærilegt við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum og í sumum tilvikum lægra. Þennan árangur má þakka samstilltu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Við bendum þó á að ástæðan fyrir minna framboði á samheitalyfjum hér, samanborið við önnur lönd, geti meðal annars orsakast af aðgerðum stjórnvalda. Undanfarið hafa stjórnvöld staðið fyrir breytingum á umgjörð lyfjamarkaðarins í heild, til dæmis með breyttri tilhögun á greiðsluþátttöku lyfja. Á sama tíma hafa neytendur fundið fyrir hækkunum á gjaldskrám, aukinni gjaldtöku auk þess sem kostnaður hefur almennt aukist. Allt þetta hamlar mjög gegn auknu framboði lyfja á íslenska markaðnum. Því hafa frumlyfjaframleiðendur ítrekað gert stjórnvöldum grein fyrir því að hugsanlegar afleiðingar aðgerða þeirra geti haft í för með sér að lyf verði afskráð, tekin af markaði og að aðgerðirnar í heild geti til lengri tíma litið grafið undan lyfjamarkaðnum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar gefur því tilefni til að endurmeta hvort þau markmið sem stjórnvöld ásettu sér, þ.e. að tryggja gott lyfjaframboð á íslenskum lyfjamarkaði, hafi í raun náðst. Því miður bendir ýmislegt til að aðgerðir stjórnvalda hafi haft þveröfug áhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Helsta niðurstaða hennar er sú að þrátt fyrir smæð íslenska lyfjamarkaðarins sé lyfjaverð hérlendis bæði sambærilegt við lyfjaverð í þeim löndum sem við berum okkur jafnan saman við og í mörgum tilfellum sé lyfjaverð meira að segja lægra en í þessum löndum. Þetta verður efni næstu greinar í blaðinu þar sem ég mun bera saman verðlag á lyfjum og skoða það með tilliti til verðs í öðrum löndum. Í skýrslunni benti Ríkisendurskoðun jafnframt á smæð íslenska markaðarins sem ríka ástæðu fyrir minna framboði hér en á hinum Norðurlöndunum. Þótt önnur atriði geti hér einnig skipt máli er þetta vissulega rétt hjá Ríkisendurskoðun. Lyfjaframboð íslenska markaðsins samanborið við NorðurlöndinÍ skýrslu Ríkisendurskoðunar segir „að einungis séu um 3.300 lyfjavörunúmer til sölu á Íslandi meðan samsvarandi fjöldi annars staðar á Norðurlöndum er á bilinu 8.000 til 10.700“. Hér er vert að hafa í huga að Ríkisendurskoðun ber saman fjölda vörunúmera þar sem hver stærðarpakkning fær eigið vörunúmer. Hér á íslenskum markaði standa okkur ekki endilega til boða eins margar stærðir af pakkningum af sama lyfi samanborið við nágranna okkar á Norðurlöndum og það skýrir að hluta til þann mun sem Ríkisendurskoðun bendir á. Fréttaflutningur vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar gaf aftur á móti til kynna að hér væri bókstaflega skortur á lyfjum á íslenskum lyfjamarkaði þótt það sé alls ekki tilfellið. Hækkun gjaldskrár og meiri álögur hamla auknu lyfjaframboðiLíkt og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa 4.327 lyf gilt markaðsleyfi á Íslandi þótt aðeins 2.237 séu markaðsfærð hérlendis. Rökrétta skýringin á því ætti að liggja í smæð íslenska markaðarins sem framboðið tekur mið af. En fleira hangir á spýtunni. Ríkisendurskoðun bendir á að framboð á samheitalyfjum sé minna hér en í samanburðarlöndunum. Líkt og ég gat um í upphafi er lyfjaverð hérlendis sambærilegt við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum og í sumum tilvikum lægra. Þennan árangur má þakka samstilltu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Við bendum þó á að ástæðan fyrir minna framboði á samheitalyfjum hér, samanborið við önnur lönd, geti meðal annars orsakast af aðgerðum stjórnvalda. Undanfarið hafa stjórnvöld staðið fyrir breytingum á umgjörð lyfjamarkaðarins í heild, til dæmis með breyttri tilhögun á greiðsluþátttöku lyfja. Á sama tíma hafa neytendur fundið fyrir hækkunum á gjaldskrám, aukinni gjaldtöku auk þess sem kostnaður hefur almennt aukist. Allt þetta hamlar mjög gegn auknu framboði lyfja á íslenska markaðnum. Því hafa frumlyfjaframleiðendur ítrekað gert stjórnvöldum grein fyrir því að hugsanlegar afleiðingar aðgerða þeirra geti haft í för með sér að lyf verði afskráð, tekin af markaði og að aðgerðirnar í heild geti til lengri tíma litið grafið undan lyfjamarkaðnum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar gefur því tilefni til að endurmeta hvort þau markmið sem stjórnvöld ásettu sér, þ.e. að tryggja gott lyfjaframboð á íslenskum lyfjamarkaði, hafi í raun náðst. Því miður bendir ýmislegt til að aðgerðir stjórnvalda hafi haft þveröfug áhrif.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun