Erlent

Ekkert dregur úr heiðursmorðum á konum í Pakistan

Að minnsta kosti 675 stúlkur og konur í Pakistan hafa orðið fórnarlömb svokallaðra heiðursmorða á þessu ári. Margar þeirra voru undir 18 ára að aldri þegar þær voru myrtar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Human Rights Commission um málið. Þar segir að ekkert dragi úr heiðursmorðum í Pakistan þar sem yfirvöld þar í landi séu of veikburða til að verja stúlkur og konur gegn þeim.

Af fjöldanum voru um 450 kvennanna myrtar vegna þess að þær áttu í "ólöglegum" ástarsamböndum að mati fjölskyldu sinnar og 129 kvennanna voru myrtar þar sem þær höfðu gift sig án samþykkis fjölskyldunnar. Rúmlega 70 þeirra voru yngri en 18 ára þegar þær voru myrtar.

Minnst 19 kvennanna voru myrtar af sonum sínum, 49 voru myrtar af föður sínum og 169 voru myrtar af eiginmanni sínum. Mörgum þessara fórnarlamba var nauðgað, jafnvel hópnauðgað, áður en þær voru myrtar.

Fá ef nokkur dæmi eru um að viðkomandi karlmenn hafi verið kærðir fyrir þessi heiðursmorð sem þykja mikill smánarblettur á samfélagi múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×