Sport

Dalglish: Maxi er snjall leikmaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maxi er hér fagnað í kvöld.
Maxi er hér fagnað í kvöld.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var að vonum hæstánægður með Argentínumanninn Maxi Rodriguez sem skoraði þrjú mörk fyrir Liverpool gegn Fulham í kvöld. Maxi er þar með búinn að skora sjö mörk í síðustu þremur leikjum Liverpool.

"Hann er mjög snjall leikmaður. Boltarnir hafa verið að falla fyrir hann í teignum en það þarf að koma sér á staðinn og klára færin. Það er hann að gera," sagði Dalglish.

"Hann fór aðeins á bekkinn en hefur komið sterkur til baka. Ég er himinlifandi fyrir hans hönd."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×