Að meta víðerni Árni Páll Árnason skrifar 16. september 2011 06:00 Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á. Einn angi þessa máls hefur lítið verið ræddur. Hann er sá að með kauptilboðinu hefur myndast vísir að verði á þeim víðernum sem Ísland hefur að geyma. Hingað til hefur verð á bújörðum að mestu endurspeglað afrakstursgetu jarðanna í þágu landbúnaðar. Verð jarða á svæðum í námunda við höfuðborgina hefur þó spennst upp á undanförnum árum vegna áhuga betur stæðra einstaklinga – innlendra og erlendra – á að eiga jarðnæði sér til hugarhægðar og skemmtunar. Verð á ósnortnum víðernum hefur hins vegar í engu breyst og er lítið sem ekkert. Fyrir vikið hefur verðmæti náttúrunnar – heiða, hrauns og sanda – verið skipulega vanmetið. Vegagerðin hefur litlar áhyggjur þurft að hafa af því að spilla ósnortnu landi undir vegstæði, því verðmæti þess hefur verið lítið þegar komið hefur til eignarnáms. Í mati á umhverfisáhrifum stórframkvæmda hefur verðmæti víðerna, útsýnis og landslagsheilda verið vanmetið, á meðan efnahagslegur ávinningur af framkvæmd í þágu orkusölu hefur verið augljós og óumdeildur. Fyrir vikið hallar alltaf á náttúruna í mati á því hvort stórframkvæmdir sem kalla á miklar fórnir ósnortinna víðerna séu réttlætanlegar. Vilji Huangs Nobu til að kaupa gagnslítil víðerni háu verði er því sérstakt ánægjuefni fyrir þau okkar sem höfum viljað að menn tækju tillit til mikilvægis auðnanna og víðernanna við mat á arðsemi stórframkvæmda og mun, ef af samningum verður, draga úr ágengni framkvæmdaaðila gagnvart víðernum í framtíðinni. Og kannski er það eftir öðru að það þyrfti útlending til að hjálpa Íslendingum að meta til sannvirðis víðerni í náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á. Einn angi þessa máls hefur lítið verið ræddur. Hann er sá að með kauptilboðinu hefur myndast vísir að verði á þeim víðernum sem Ísland hefur að geyma. Hingað til hefur verð á bújörðum að mestu endurspeglað afrakstursgetu jarðanna í þágu landbúnaðar. Verð jarða á svæðum í námunda við höfuðborgina hefur þó spennst upp á undanförnum árum vegna áhuga betur stæðra einstaklinga – innlendra og erlendra – á að eiga jarðnæði sér til hugarhægðar og skemmtunar. Verð á ósnortnum víðernum hefur hins vegar í engu breyst og er lítið sem ekkert. Fyrir vikið hefur verðmæti náttúrunnar – heiða, hrauns og sanda – verið skipulega vanmetið. Vegagerðin hefur litlar áhyggjur þurft að hafa af því að spilla ósnortnu landi undir vegstæði, því verðmæti þess hefur verið lítið þegar komið hefur til eignarnáms. Í mati á umhverfisáhrifum stórframkvæmda hefur verðmæti víðerna, útsýnis og landslagsheilda verið vanmetið, á meðan efnahagslegur ávinningur af framkvæmd í þágu orkusölu hefur verið augljós og óumdeildur. Fyrir vikið hallar alltaf á náttúruna í mati á því hvort stórframkvæmdir sem kalla á miklar fórnir ósnortinna víðerna séu réttlætanlegar. Vilji Huangs Nobu til að kaupa gagnslítil víðerni háu verði er því sérstakt ánægjuefni fyrir þau okkar sem höfum viljað að menn tækju tillit til mikilvægis auðnanna og víðernanna við mat á arðsemi stórframkvæmda og mun, ef af samningum verður, draga úr ágengni framkvæmdaaðila gagnvart víðernum í framtíðinni. Og kannski er það eftir öðru að það þyrfti útlending til að hjálpa Íslendingum að meta til sannvirðis víðerni í náttúru Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun