Sjálfboðaliðar efla samfélagið 16. september 2011 06:00 Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. Sjálfboðið starf er mikilvægt í samfélaginu og hreyfingar og stofnanir njóta þess með margvíslegum hætti. Kirkjur, félagsmiðstöðvar, skólar, leikskólar, hjúkrunarheimili, sjúkrastofnanir og íþróttafélög eru meðal þeirra sem njóta velvilja íbúa og félagasamtaka. Á Álftanesi er fjöldi fólks sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Margir láta sig varða hvernig nágrannarnir hafa það, hvernig barna- og æskulýðsstarfi er sinnt, hvernig hlúð er að eldra fólki og hvernig gengið er um náttúruna svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur stuðningur Kvenfélagsins, Lionsklúbbsins og Rauða krossins verið ómetanlegur. Starf slíkra félagasamtaka er borið uppi af fólki sem vill gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. Kirkjan um land allt hefur líka notið þess ríkulega hversu margir vilja taka þátt og bjóða fram krafta sína. Þess vegna getur kirkjan staðið fyrir öllu því blómlega starfi sem raun ber vitni. Árið 2011 er ár sjálfboðaliðans í Evrópu og sunnudagurinn 18. september er dagur kærleiksþjónustunnar á Íslandi. Þá munum við í Bessastaðasókn taka á móti viðurkenningu frá Evrópusamtökum um kærleiksþjónustu Eurodiaconia fyrir eflingu sjálfboðins starfs. Þetta er í raun viðurkenning til samfélagsins í heild og óskum við íbúum Álftaness til hamingju. Í slíku samfélagi felast hin raunverulegu gæði.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar