Nei, þetta er ekki vonlaust! Stefán Ingi Stefánsson skrifar 19. maí 2011 10:00 Í ótal löndum um allan heim búa börn við nístandi fátækt. Þau skortir aðgengi að hreinu vatni, komast ekki undir læknishendur þegar þau veikjast og líða fyrir alvarlega vannæringu. Árlega látast milljónir barna af ástæðum sem eru vel fyrirbyggjanlegar. Er þetta þá allt vonlaust? Sem betur fer ekki. Mun færri börn deyja fyrir fimm ára aldur í dag en fyrir rúmum tuttugu árum. Raunar hefur tíðni barnadauða lækkað um þriðjung! Það eru gleðifréttir – og það sýnir að hægt er að breyta hlutum til hins betra. Árið 1990 létust á hverju ári nærri 12,5 milljónir barna undir fimm ára aldri en tuttugu árum síðar var talan komin niður í rúmar 8 milljónir. Þetta er mikill árangur, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma fjölgaði fólki í heiminum. Enn er tíðni barnadauða þó alltof há. Það er þyngra en tárum taki að á hverjum degi látist þúsundir barna af orsökum sem auðvelt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Þetta er óásættanlegt og þessu verður að breyta. Fréttir um lækkandi tíðni barnadauða sýna að það er hægt. Árangur hefur náðst í öllum heimshlutum – líka í sumum af fátækustu löndum í heimi. Eitt af þeim er Afríkuríkið Malaví. Þar eru íbúar á góðri leið með að ná þúsaldarmarkmiðinu svokallaða um að draga úr ungbarnadauða um 2/3 á tímabilinu 1990-2015. Moskítónet og bólusetningarHæsta tíðni barnadauða er þó enn í Afríku sunnan Sahara, þar sem eitt af hverjum átta börnum lætur lífið fyrir fimm ára aldur. Helmingur allra þeirra barna sem eru yngri en fimm ára og látast á hverju ári er hins vegar frá einungis fimm löndum: Indlandi, Nígeríu, Austur-Kongó, Pakistan og Kína. Þetta eru allt fjölmenn ríki. Lýðheilsusérfræðingar segja að lækkun barnadauða megi að stórum hluta þakka nokkrum lykilinngripum á borð við bólusetningar, A-vítamíngjöf og aukna dreifingu moskítóneta til að koma í veg fyrir malaríusmit. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mun áfram leggja sitt af mörkum til að draga úr barnadauða. Árið 2010 dreifði UNICEF 2,3 milljörðum skammta af bóluefnum í nærri 90 löndum. Einn milljarður barna var bólusettur gegn taugaveiki. Þúsundir Íslendinga aðstoðaUNICEF á Íslandi er stolt af því að vera hluti af stærstu barnahjálparsamtökum heims – samtökum sem breyta lífi milljóna barna á hverju ári. Þetta gætum við ekki án þeirra þúsunda Íslendinga sem styðja starf okkar mánaðarlega sem heimsforeldrar, allra þeirra fyrirtækja sem lagt hafa okkur lið og alls þess fólks sem stutt hefur starfið með einstaka framlögum. Heimsforeldrar UNICEF eru orðnir hátt í 17.000 talsins og fyrir það erum við ákaflega þakklát. Það er ekki einfalt mál að vinna bug á fátækt, bæta velferð barna í heiminum og draga úr barnadauða. Verkefnin framundan eru mörg og erfið – dæmin sýna hins vegar að þau eru langt í frá óyfirstíganleg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ótal löndum um allan heim búa börn við nístandi fátækt. Þau skortir aðgengi að hreinu vatni, komast ekki undir læknishendur þegar þau veikjast og líða fyrir alvarlega vannæringu. Árlega látast milljónir barna af ástæðum sem eru vel fyrirbyggjanlegar. Er þetta þá allt vonlaust? Sem betur fer ekki. Mun færri börn deyja fyrir fimm ára aldur í dag en fyrir rúmum tuttugu árum. Raunar hefur tíðni barnadauða lækkað um þriðjung! Það eru gleðifréttir – og það sýnir að hægt er að breyta hlutum til hins betra. Árið 1990 létust á hverju ári nærri 12,5 milljónir barna undir fimm ára aldri en tuttugu árum síðar var talan komin niður í rúmar 8 milljónir. Þetta er mikill árangur, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma fjölgaði fólki í heiminum. Enn er tíðni barnadauða þó alltof há. Það er þyngra en tárum taki að á hverjum degi látist þúsundir barna af orsökum sem auðvelt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Þetta er óásættanlegt og þessu verður að breyta. Fréttir um lækkandi tíðni barnadauða sýna að það er hægt. Árangur hefur náðst í öllum heimshlutum – líka í sumum af fátækustu löndum í heimi. Eitt af þeim er Afríkuríkið Malaví. Þar eru íbúar á góðri leið með að ná þúsaldarmarkmiðinu svokallaða um að draga úr ungbarnadauða um 2/3 á tímabilinu 1990-2015. Moskítónet og bólusetningarHæsta tíðni barnadauða er þó enn í Afríku sunnan Sahara, þar sem eitt af hverjum átta börnum lætur lífið fyrir fimm ára aldur. Helmingur allra þeirra barna sem eru yngri en fimm ára og látast á hverju ári er hins vegar frá einungis fimm löndum: Indlandi, Nígeríu, Austur-Kongó, Pakistan og Kína. Þetta eru allt fjölmenn ríki. Lýðheilsusérfræðingar segja að lækkun barnadauða megi að stórum hluta þakka nokkrum lykilinngripum á borð við bólusetningar, A-vítamíngjöf og aukna dreifingu moskítóneta til að koma í veg fyrir malaríusmit. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mun áfram leggja sitt af mörkum til að draga úr barnadauða. Árið 2010 dreifði UNICEF 2,3 milljörðum skammta af bóluefnum í nærri 90 löndum. Einn milljarður barna var bólusettur gegn taugaveiki. Þúsundir Íslendinga aðstoðaUNICEF á Íslandi er stolt af því að vera hluti af stærstu barnahjálparsamtökum heims – samtökum sem breyta lífi milljóna barna á hverju ári. Þetta gætum við ekki án þeirra þúsunda Íslendinga sem styðja starf okkar mánaðarlega sem heimsforeldrar, allra þeirra fyrirtækja sem lagt hafa okkur lið og alls þess fólks sem stutt hefur starfið með einstaka framlögum. Heimsforeldrar UNICEF eru orðnir hátt í 17.000 talsins og fyrir það erum við ákaflega þakklát. Það er ekki einfalt mál að vinna bug á fátækt, bæta velferð barna í heiminum og draga úr barnadauða. Verkefnin framundan eru mörg og erfið – dæmin sýna hins vegar að þau eru langt í frá óyfirstíganleg!
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun