Sport

Wilshere spilar á EM í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuart Pearce, þjálfari enska U-21 árs landsliðsins, hefur valið miðjumann Arsenal, Jack Wilshere, í 23 manna hóp landsliðsins fyrir EM í sumar þvert á óskir Arsene Wenger, stjóra Arsenal.

Wenger óttast að álagið sé of mikið á Wilshere og hann muni ofkeyra sig með því að spila í Danmörku í sumar en Wilshere er einnig fastamaður í enska A-landsliðinu.

"Ég var að frétta að hann hefði verið valinn í hópinn. Við verðum að virða það og sætta okkur við þetta þó svo við teljum það vera rangt," sagði Wenger.

Wilshere vildi sjálfur ólmur spila í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×