Skattahækkanir í Reykjavík voru óþarfar Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 19. maí 2011 09:00 Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2010, sem lagður var fram í borgarstjórn á þriðjudag, staðfestir þann mikla árangur sem náðist með nýjum vinnubrögðum og góðri sátt á síðasta kjörtímabili. Með samstilltu átaki allrar borgarstjórnar og borgarstarfsmanna tókst þrjú ár í röð, þrátt fyrir kreppu, að skila rekstri borgarinnar með góðum afgangi og það án nokkurra skatta- eða gjaldskrárhækkana. Sú niðurstaða er enn ein staðfesting þess að opinberir aðilar geta hagrætt og sparað þannig í eigin kerfi að hægt sé að standa með íbúum, kjörum þeirra og hag. Á þessa staðreynd höfum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað bent núverandi meirihluta og einnig að ekki væri þörf á þeim miklu gjaldskrár- og skattahækkunum sem nú hafa verið þvingaðar fram í Reykjavík. Það er mjög óábyrgt og vanhugsað að varpa slíkum byrðum yfir á borgarbúa. Fyrir barnafjölskyldur í borginni kalla þessar hækkanir meirihlutans að meðaltali á um 150.000 króna útgjaldaauka á hverju ári. Þessi háa tala bætist ofan á skattahækkanir ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt nýlegri rannsókn OECD hefur skattbyrðin þyngst mest milli ára á Íslandi af öllum OECD-ríkjunum. Kjörnir fulltrúar þessa lands hafa þannig að undanförnu farið offari í að láta almenning bera byrðarnar og því miður hefur meirihluti borgarstjórnar ákveðið að fara sömu leið og auka álögur á borgarbúa, í stað þess að byggja á árangri og reynslu liðinna ára. Ársreikningurinn 2010 staðfestir að sú leið meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar er ekki aðeins röng og ósanngjörn, heldur með öllu óþörf. Ég árétta því eina ferðina enn hvatningu mína til meirihlutans um að endurskoða þessar ákvarðanir og láta íbúa en ekki kerfið njóta þess fjárhagslega ávinnings og afgangs sem þessi síðasti ársreikningur fyrri meirihluta skilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2010, sem lagður var fram í borgarstjórn á þriðjudag, staðfestir þann mikla árangur sem náðist með nýjum vinnubrögðum og góðri sátt á síðasta kjörtímabili. Með samstilltu átaki allrar borgarstjórnar og borgarstarfsmanna tókst þrjú ár í röð, þrátt fyrir kreppu, að skila rekstri borgarinnar með góðum afgangi og það án nokkurra skatta- eða gjaldskrárhækkana. Sú niðurstaða er enn ein staðfesting þess að opinberir aðilar geta hagrætt og sparað þannig í eigin kerfi að hægt sé að standa með íbúum, kjörum þeirra og hag. Á þessa staðreynd höfum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað bent núverandi meirihluta og einnig að ekki væri þörf á þeim miklu gjaldskrár- og skattahækkunum sem nú hafa verið þvingaðar fram í Reykjavík. Það er mjög óábyrgt og vanhugsað að varpa slíkum byrðum yfir á borgarbúa. Fyrir barnafjölskyldur í borginni kalla þessar hækkanir meirihlutans að meðaltali á um 150.000 króna útgjaldaauka á hverju ári. Þessi háa tala bætist ofan á skattahækkanir ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt nýlegri rannsókn OECD hefur skattbyrðin þyngst mest milli ára á Íslandi af öllum OECD-ríkjunum. Kjörnir fulltrúar þessa lands hafa þannig að undanförnu farið offari í að láta almenning bera byrðarnar og því miður hefur meirihluti borgarstjórnar ákveðið að fara sömu leið og auka álögur á borgarbúa, í stað þess að byggja á árangri og reynslu liðinna ára. Ársreikningurinn 2010 staðfestir að sú leið meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar er ekki aðeins röng og ósanngjörn, heldur með öllu óþörf. Ég árétta því eina ferðina enn hvatningu mína til meirihlutans um að endurskoða þessar ákvarðanir og láta íbúa en ekki kerfið njóta þess fjárhagslega ávinnings og afgangs sem þessi síðasti ársreikningur fyrri meirihluta skilar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun