"Gat ekki hugsað mér að standa í biðröð til að fá mat" Bjarni Gíslason skrifar 19. maí 2011 08:00 Það eru ófá símtölin sem við höfum fengið hjá Hjálpastarfi kirkjunnar eftir að við breyttum til varðandi mataraðstoðina. Frá 1. maí hættum við að útdeila mat í poka og tókum upp inneignarkort fyrir barnafjölskyldur. „Ég gat ekki hugsað mér að standa í biðröð til að fá mat í poka, samt er ástandið hjá mér mjög slæmt, nú langar mig aðathuga með þessi inneignarkort" sagði einstæð tveggja barna móðir sem hringdi. „Það er niðurlægjandi að fara í röð aftur og aftur til að fá mat í poka" eru orð konu sem var að leita sér aðstoðar. „Það fylgir þessu skömm. Þetta á alls ekki að vera svona en það er eitthvað með hvernig maður upplifir þetta" sagði önnur. Hluti af nýrri leið er einmitt að gera fólki kleift að leita sér aðstoðar með meiri virðingu. Kostir við inneignarkortin eru m.a. þeir að hver og einn sækir sér þær matvörur sem hann kýs, börn verða ekki vör við að aðföng heimilisins komi frá hjálparsamtökum og hægt er að leggja inn á kortin án þess að viðtakandi þurfi að fara sérferð til Hjálparstarfsins. Engin kort eru afhent fyrr en eftir að ítarlegum gögnum um tekjur og gjöld hefur verið skilað og viðtal við félagsráðgjafa þar sem farið er yfir stöðu hvers og eins. Í nýjum siðareglum Hjálparstarfs kirkjunnar segir: „Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga eins og mögulegt er, í öllu ferli aðstoðar." Ráðgjöf og hvati til sjálfshjálpar, samstarf, virkni og virðing eru grunnþættir í aðstoðinni. Sjálfshjálp og virkni sem skapar von um breyttar aðstæður, kraft og aukið sjálfstraust til að taka lítil skref til betra lífs. Það eru líka lítil skref, framlag og stuðningur eftir getu hvers og eins, sem skapa samstöðu og hjálparafl sem þarf til að veita stuðning með meiri virðingu. Ert þú með? Að greiða valgreiðslu í heimabanka til stuðnings nýrri nálgun í mataraðstoð er lítið skref. Að setja sig í spor þeirra sem orðið hafa undir og fræðast um aðstæður þeirra er líka lítið skref. Tækifæri til þess gefst með því að horfa á þátt á Stöð 2 um fátækt á Íslandi 26. maí og um leið auka hjálparaflið í samfélaginu með þátttöku í söfnunarátaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Það eru ófá símtölin sem við höfum fengið hjá Hjálpastarfi kirkjunnar eftir að við breyttum til varðandi mataraðstoðina. Frá 1. maí hættum við að útdeila mat í poka og tókum upp inneignarkort fyrir barnafjölskyldur. „Ég gat ekki hugsað mér að standa í biðröð til að fá mat í poka, samt er ástandið hjá mér mjög slæmt, nú langar mig aðathuga með þessi inneignarkort" sagði einstæð tveggja barna móðir sem hringdi. „Það er niðurlægjandi að fara í röð aftur og aftur til að fá mat í poka" eru orð konu sem var að leita sér aðstoðar. „Það fylgir þessu skömm. Þetta á alls ekki að vera svona en það er eitthvað með hvernig maður upplifir þetta" sagði önnur. Hluti af nýrri leið er einmitt að gera fólki kleift að leita sér aðstoðar með meiri virðingu. Kostir við inneignarkortin eru m.a. þeir að hver og einn sækir sér þær matvörur sem hann kýs, börn verða ekki vör við að aðföng heimilisins komi frá hjálparsamtökum og hægt er að leggja inn á kortin án þess að viðtakandi þurfi að fara sérferð til Hjálparstarfsins. Engin kort eru afhent fyrr en eftir að ítarlegum gögnum um tekjur og gjöld hefur verið skilað og viðtal við félagsráðgjafa þar sem farið er yfir stöðu hvers og eins. Í nýjum siðareglum Hjálparstarfs kirkjunnar segir: „Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga eins og mögulegt er, í öllu ferli aðstoðar." Ráðgjöf og hvati til sjálfshjálpar, samstarf, virkni og virðing eru grunnþættir í aðstoðinni. Sjálfshjálp og virkni sem skapar von um breyttar aðstæður, kraft og aukið sjálfstraust til að taka lítil skref til betra lífs. Það eru líka lítil skref, framlag og stuðningur eftir getu hvers og eins, sem skapa samstöðu og hjálparafl sem þarf til að veita stuðning með meiri virðingu. Ert þú með? Að greiða valgreiðslu í heimabanka til stuðnings nýrri nálgun í mataraðstoð er lítið skref. Að setja sig í spor þeirra sem orðið hafa undir og fræðast um aðstæður þeirra er líka lítið skref. Tækifæri til þess gefst með því að horfa á þátt á Stöð 2 um fátækt á Íslandi 26. maí og um leið auka hjálparaflið í samfélaginu með þátttöku í söfnunarátaki.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar