Vettl framlengdi samning við Red Bull til loka ársins 2014 14. mars 2011 12:34 Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel og Helmut Marko, sérlegur ráðgafji Red Bull í akstursíþróttum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þýski Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Formúlu 1 lið Red Bull til loka ársins 2014. Red Bull sendi frá sér staðfestingu um málið í dag. Í frétt á autosport.com í dag segir Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull í akstursíþróttum að það hafi legið beint við að framlengja samningin á milli aðilanna tveggja. "Þetta var sameiginleg ákvörðun að framlengja samning Sebastians til 2014. Báðir aðilar vildu halda áfram samstarfinu, þannig að þetta var ekkert mál", sagði Marko. Fyrri samningur Vettels við Red Bull var til loka þess árs, með klásúlu um möguleika á framlengingu á næsta ári, en nú er ljóst að hann verður mun lengur hjá Red Bull. Auk þess að framlengja samning sinn við Vettel, þá er Red Bull liðið búið að tryggja sér áframhaldandi samstarf við aðal tæknimennina, þeirra á meðal hönnuðinn Adrian Newey. Marko sagði að Red Bull væri búið að tryggja áframhaldandi störf 50 mikilvægustu starfsmanna liðisns í stjórnunarstöðum til loka 2014, til að tryggja áframhaldandi velgengni liðsins. Á wilkipedia.com kemur fram að Vettel varð yngsti heimsmeistari sögunnar í fyrra með Red Bull, 23 ára gamall, en hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 móti árið 2008 með Torro Rosso. Þá varð Vettel yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 mót, hann var þá 21 árs og 74 daga gamall. Vettel hefur unnið 10 Formúlu 1 mót á ferlinum og 19 sinnum komist á verðlaunapall og 15 sinnum náð besta tíma í tímatökum. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þýski Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Formúlu 1 lið Red Bull til loka ársins 2014. Red Bull sendi frá sér staðfestingu um málið í dag. Í frétt á autosport.com í dag segir Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull í akstursíþróttum að það hafi legið beint við að framlengja samningin á milli aðilanna tveggja. "Þetta var sameiginleg ákvörðun að framlengja samning Sebastians til 2014. Báðir aðilar vildu halda áfram samstarfinu, þannig að þetta var ekkert mál", sagði Marko. Fyrri samningur Vettels við Red Bull var til loka þess árs, með klásúlu um möguleika á framlengingu á næsta ári, en nú er ljóst að hann verður mun lengur hjá Red Bull. Auk þess að framlengja samning sinn við Vettel, þá er Red Bull liðið búið að tryggja sér áframhaldandi samstarf við aðal tæknimennina, þeirra á meðal hönnuðinn Adrian Newey. Marko sagði að Red Bull væri búið að tryggja áframhaldandi störf 50 mikilvægustu starfsmanna liðisns í stjórnunarstöðum til loka 2014, til að tryggja áframhaldandi velgengni liðsins. Á wilkipedia.com kemur fram að Vettel varð yngsti heimsmeistari sögunnar í fyrra með Red Bull, 23 ára gamall, en hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 móti árið 2008 með Torro Rosso. Þá varð Vettel yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 mót, hann var þá 21 árs og 74 daga gamall. Vettel hefur unnið 10 Formúlu 1 mót á ferlinum og 19 sinnum komist á verðlaunapall og 15 sinnum náð besta tíma í tímatökum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira