Gallaðar forsendur Daggar Harðardóttur Egill Óskarsson skrifar 22. júní 2011 15:30 Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Röksemdafærsla Daggar er í fljótu bragði á þessa leið: 1) Borgarráð verður að styðjast við vísindalegar rannsóknir til þess að geta rökstutt ákvörðun sína í málinu faglega. 2) Rannsóknir sýna að trúuðu fólki vegni betur í lífinu en trúlausum. 3) Reykjavíkurborg ætti því að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að það sem barni sé fyrir bestu eigi að hafa forgang þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Útkoman þegar þessar fjórar forsendur eru teknar saman sé sú að borgarráð verði að hafna tillögum mannréttindaráðs samkvæmt Dögg. Vandamálið er bara að forsendurnar eru ekki nógu sterkar hjá henni og sumar þeirra eru beinlínis gallaðar. Hér verður farið yfir þær lið fyrir lið. 1) Vissulega væri þetta betra. En stjórnvöld taka iðulega ákvarðanir í hinum og þessum málum án þess að byggja fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna. 2) Dögg á að vita að svona málflutningur gengur ekki upp. Hvaða rannsóknir er Dögg að vísa í? Hvar er þær að finna? Hver framkvæmdi þær? Hvenær? Á hvaða forsendum var komist að þessum niðurstöðum? Eru samfélögin þar sem þær voru gerðar lík Íslandi eða ólík? Kemur fram í rannsóknunum að nauðsynlegt sé að taka þátt í starfi trúfélaga eða er nóg að vera trúaður? Og kemur fram að nauðsynlegt sé að trúfélög hafi aðgang að opinberum skólum? Það að vísa almennt í leitarvélar eins og Dögg gerir þykir ekki boðlegt þegar fólk reynir að eigna vísindum skoðanir sínar. 3) Hér er Dögg komin á hálan ís. Hún er ískyggilega nálægt því að leggja til að borgarráð hafni ekki bara tillögunum heldur að trú verði haldið að öllum börnum, óháð trúar- og lífsskoðun barnanna. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er líka ansi skýr þegar kemur að rétti barna til trúar- og lífsskoðana. Fyrstu tvö ákvæði fjórtándu greinar hans hljóða svona: „1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. 2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Eins og staðan er í dag er ljóst að margir íslenskir skóla brjóta þessi réttindi barna og foreldra. Það gerist þegar þeim er gert að velja á milli þess að sitja undir trúarstarfi trúfélags sem þau tilheyra ekki eða að hverfa úr hópi samnemenda sinna á meðan slíkt starf fer fram. Tillögur mannréttindaráðs munu verða til þess að slík brot muni vonandi ekki eiga sér stað framar í Reykjavík. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju borgina sér til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsfulltrúi skrifar litla grein í Fréttablaðið í dag (21. júní). Þar setur hún fram ákveðna röksemdafærslu fyrir því að borgarráð Reykjavíkur eigi að hafna tillögum mannréttindaráðs borgarinnar um samstarf skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga. Röksemdafærsla Daggar er í fljótu bragði á þessa leið: 1) Borgarráð verður að styðjast við vísindalegar rannsóknir til þess að geta rökstutt ákvörðun sína í málinu faglega. 2) Rannsóknir sýna að trúuðu fólki vegni betur í lífinu en trúlausum. 3) Reykjavíkurborg ætti því að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að það sem barni sé fyrir bestu eigi að hafa forgang þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Útkoman þegar þessar fjórar forsendur eru teknar saman sé sú að borgarráð verði að hafna tillögum mannréttindaráðs samkvæmt Dögg. Vandamálið er bara að forsendurnar eru ekki nógu sterkar hjá henni og sumar þeirra eru beinlínis gallaðar. Hér verður farið yfir þær lið fyrir lið. 1) Vissulega væri þetta betra. En stjórnvöld taka iðulega ákvarðanir í hinum og þessum málum án þess að byggja fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna. 2) Dögg á að vita að svona málflutningur gengur ekki upp. Hvaða rannsóknir er Dögg að vísa í? Hvar er þær að finna? Hver framkvæmdi þær? Hvenær? Á hvaða forsendum var komist að þessum niðurstöðum? Eru samfélögin þar sem þær voru gerðar lík Íslandi eða ólík? Kemur fram í rannsóknunum að nauðsynlegt sé að taka þátt í starfi trúfélaga eða er nóg að vera trúaður? Og kemur fram að nauðsynlegt sé að trúfélög hafi aðgang að opinberum skólum? Það að vísa almennt í leitarvélar eins og Dögg gerir þykir ekki boðlegt þegar fólk reynir að eigna vísindum skoðanir sínar. 3) Hér er Dögg komin á hálan ís. Hún er ískyggilega nálægt því að leggja til að borgarráð hafni ekki bara tillögunum heldur að trú verði haldið að öllum börnum, óháð trúar- og lífsskoðun barnanna. 4) Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er líka ansi skýr þegar kemur að rétti barna til trúar- og lífsskoðana. Fyrstu tvö ákvæði fjórtándu greinar hans hljóða svona: „1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. 2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.“ Eins og staðan er í dag er ljóst að margir íslenskir skóla brjóta þessi réttindi barna og foreldra. Það gerist þegar þeim er gert að velja á milli þess að sitja undir trúarstarfi trúfélags sem þau tilheyra ekki eða að hverfa úr hópi samnemenda sinna á meðan slíkt starf fer fram. Tillögur mannréttindaráðs munu verða til þess að slík brot muni vonandi ekki eiga sér stað framar í Reykjavík. Það væri óskandi að fleiri sveitarfélög tækju borgina sér til fyrirmyndar.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun