Kvikmyndagerð á krossgötum? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 2. september 2011 06:00 Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhagsvanda. Fyrir mér er kvikmyndaskólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagnsgeiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaðurinn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikilvægum gjaldeyri. Kvikmyndagerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarfið haldi áfram meðan framtíðarlausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar menntamála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undirrituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Samkomulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkisins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var framlagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkisins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður forvitnilegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu gagnvart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og samkomulagið frá 2006 endurnýjað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhagsvanda. Fyrir mér er kvikmyndaskólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagnsgeiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaðurinn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikilvægum gjaldeyri. Kvikmyndagerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarfið haldi áfram meðan framtíðarlausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar menntamála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undirrituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Samkomulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkisins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var framlagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkisins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður forvitnilegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu gagnvart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og samkomulagið frá 2006 endurnýjað.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun