Pólitískar skopparakringlur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. maí 2011 06:00 Nýleg skýrsla svonefndar Verðtryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að væntingar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvarandi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitthvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á pólitíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtaprósenta sé á við 20% lækkun höfuðstóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþegunum að borga. Ellilífeyrir,sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerðinguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillögunum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Nýleg skýrsla svonefndar Verðtryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að væntingar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvarandi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitthvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á pólitíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtaprósenta sé á við 20% lækkun höfuðstóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþegunum að borga. Ellilífeyrir,sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerðinguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillögunum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar