Enski boltinn

Park fær nýjan samning hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, greindi frá því í gær að Man. Utd væri búið að bjóða Kóreumanninum Ji-Sung Park nýjan tveggja ára samning.

"Ég á ekki von á öðru en að hann skrifi undir samninginn. Hann hefur átt frábæran feril hjá okkur og er atvinnumaður fram í fingurgóma. Ég geri því ekki ráð fyrir öðru en að hann verði hjá okkur áfram," sagði Ferguson.

Park er orðinn þrítugur og hefur lagt landsliðsskóna á hilluna í von um að geta spilað lengur. Moldríkt kínverskt félag var til í að tvöfalda laun leikmannsins sem unir hag sínum þó best í Manchester.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×