Upphrópanir úr Ráðhúsinu 22. júlí 2011 06:00 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablað gærdagsins um fjárhagsstöðu borgarinnar og meint slæleg vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar. Greinin ber keim af þeim málflutningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft í vetur, upphrópanir og upphlaup til að skapa óþarfan óróa meðal borgarbúa. Kjartan Magnússon stærir sig af sterkri fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar sem hann segir hafa verið byggða upp á síðasta kjörtímabili. Þegar núverandi meirihluti tók við eftir kosningar blasti við grafalvarleg staða Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrri meirihluti heyktist á að taka föstum tökum. Í dag er staðan gjörbreytt og aðgerðir síðastliðins vetrar sem tengjast Orkuveitunni bera ábyrgri fjármálastjórn gott vitni. Annað það sem blasti við núverandi meirihluta var fimm milljarða króna gat hjá aðalsjóði borgarinnar. Til að mæta því var farin blönduð leið hagræðingar, hóflegra gjaldskrárhækkana og útsvarshækkunar. Bestu tíðindin fyrir borgarbúa voru þau að núverandi meirihluti stóð vörð um þjónustu borgarinnar í leikskólum, grunnskólum og í velferðarmálum. Hæst ber að staðinn var vörður um launakjör leikskólastarfsfólks, forgangsraðað var í þágu nýrra leikskólabarna en barnasprengjan í Reykjavík þýðir verulegan útgjaldaauka fyrir borgarsjóð, einnig var fjárhagsaðstoð hækkuð til handa fátækustu íbúum borgarinnar. Í þriðja lagi víkur Kjartan Magnússon að þriggja ára áætlun borgarinnar og meintum lélegum skilum á henni. Margoft hefur núverandi meirihluti bent á að afar erfitt er fyrir Reykjavíkurborg að gera raunhæfa þriggja ára áætlun á meðan fjármagn vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga er ennþá ófrágengið. Tafirnar eru vegna þess að innanríkisráðuneytið hefur ekki gengið frá fjármögnun verkefnisins til Reykjavíkurborgar að fullu. Fjármagnið er rúmlega fjórir milljarðar og það sér það hver sem sjá vill að áætlun án þess fjármagns yrði eingöngu til málamynda og ekki raunverulegt hagstjórnartæki. Þess ber að geta að þriggja ára áætlanir voru lagðar fram í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem einfaldur framreikningur frekar en raunhæfar áætlanir. Mikilvægast fyrir borgarbúa er þó að nú situr meirihluti sem forgangsraðar í þágu barnafólks og þeirra sem minnst mega sín í borginni og hefur hugrekki til að taka á risavöxnum verkefnum sem Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu standa frammi fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablað gærdagsins um fjárhagsstöðu borgarinnar og meint slæleg vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar. Greinin ber keim af þeim málflutningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft í vetur, upphrópanir og upphlaup til að skapa óþarfan óróa meðal borgarbúa. Kjartan Magnússon stærir sig af sterkri fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar sem hann segir hafa verið byggða upp á síðasta kjörtímabili. Þegar núverandi meirihluti tók við eftir kosningar blasti við grafalvarleg staða Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrri meirihluti heyktist á að taka föstum tökum. Í dag er staðan gjörbreytt og aðgerðir síðastliðins vetrar sem tengjast Orkuveitunni bera ábyrgri fjármálastjórn gott vitni. Annað það sem blasti við núverandi meirihluta var fimm milljarða króna gat hjá aðalsjóði borgarinnar. Til að mæta því var farin blönduð leið hagræðingar, hóflegra gjaldskrárhækkana og útsvarshækkunar. Bestu tíðindin fyrir borgarbúa voru þau að núverandi meirihluti stóð vörð um þjónustu borgarinnar í leikskólum, grunnskólum og í velferðarmálum. Hæst ber að staðinn var vörður um launakjör leikskólastarfsfólks, forgangsraðað var í þágu nýrra leikskólabarna en barnasprengjan í Reykjavík þýðir verulegan útgjaldaauka fyrir borgarsjóð, einnig var fjárhagsaðstoð hækkuð til handa fátækustu íbúum borgarinnar. Í þriðja lagi víkur Kjartan Magnússon að þriggja ára áætlun borgarinnar og meintum lélegum skilum á henni. Margoft hefur núverandi meirihluti bent á að afar erfitt er fyrir Reykjavíkurborg að gera raunhæfa þriggja ára áætlun á meðan fjármagn vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga er ennþá ófrágengið. Tafirnar eru vegna þess að innanríkisráðuneytið hefur ekki gengið frá fjármögnun verkefnisins til Reykjavíkurborgar að fullu. Fjármagnið er rúmlega fjórir milljarðar og það sér það hver sem sjá vill að áætlun án þess fjármagns yrði eingöngu til málamynda og ekki raunverulegt hagstjórnartæki. Þess ber að geta að þriggja ára áætlanir voru lagðar fram í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem einfaldur framreikningur frekar en raunhæfar áætlanir. Mikilvægast fyrir borgarbúa er þó að nú situr meirihluti sem forgangsraðar í þágu barnafólks og þeirra sem minnst mega sín í borginni og hefur hugrekki til að taka á risavöxnum verkefnum sem Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu standa frammi fyrir.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar