Upphrópanir úr Ráðhúsinu 22. júlí 2011 06:00 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablað gærdagsins um fjárhagsstöðu borgarinnar og meint slæleg vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar. Greinin ber keim af þeim málflutningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft í vetur, upphrópanir og upphlaup til að skapa óþarfan óróa meðal borgarbúa. Kjartan Magnússon stærir sig af sterkri fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar sem hann segir hafa verið byggða upp á síðasta kjörtímabili. Þegar núverandi meirihluti tók við eftir kosningar blasti við grafalvarleg staða Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrri meirihluti heyktist á að taka föstum tökum. Í dag er staðan gjörbreytt og aðgerðir síðastliðins vetrar sem tengjast Orkuveitunni bera ábyrgri fjármálastjórn gott vitni. Annað það sem blasti við núverandi meirihluta var fimm milljarða króna gat hjá aðalsjóði borgarinnar. Til að mæta því var farin blönduð leið hagræðingar, hóflegra gjaldskrárhækkana og útsvarshækkunar. Bestu tíðindin fyrir borgarbúa voru þau að núverandi meirihluti stóð vörð um þjónustu borgarinnar í leikskólum, grunnskólum og í velferðarmálum. Hæst ber að staðinn var vörður um launakjör leikskólastarfsfólks, forgangsraðað var í þágu nýrra leikskólabarna en barnasprengjan í Reykjavík þýðir verulegan útgjaldaauka fyrir borgarsjóð, einnig var fjárhagsaðstoð hækkuð til handa fátækustu íbúum borgarinnar. Í þriðja lagi víkur Kjartan Magnússon að þriggja ára áætlun borgarinnar og meintum lélegum skilum á henni. Margoft hefur núverandi meirihluti bent á að afar erfitt er fyrir Reykjavíkurborg að gera raunhæfa þriggja ára áætlun á meðan fjármagn vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga er ennþá ófrágengið. Tafirnar eru vegna þess að innanríkisráðuneytið hefur ekki gengið frá fjármögnun verkefnisins til Reykjavíkurborgar að fullu. Fjármagnið er rúmlega fjórir milljarðar og það sér það hver sem sjá vill að áætlun án þess fjármagns yrði eingöngu til málamynda og ekki raunverulegt hagstjórnartæki. Þess ber að geta að þriggja ára áætlanir voru lagðar fram í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem einfaldur framreikningur frekar en raunhæfar áætlanir. Mikilvægast fyrir borgarbúa er þó að nú situr meirihluti sem forgangsraðar í þágu barnafólks og þeirra sem minnst mega sín í borginni og hefur hugrekki til að taka á risavöxnum verkefnum sem Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu standa frammi fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablað gærdagsins um fjárhagsstöðu borgarinnar og meint slæleg vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar. Greinin ber keim af þeim málflutningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft í vetur, upphrópanir og upphlaup til að skapa óþarfan óróa meðal borgarbúa. Kjartan Magnússon stærir sig af sterkri fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar sem hann segir hafa verið byggða upp á síðasta kjörtímabili. Þegar núverandi meirihluti tók við eftir kosningar blasti við grafalvarleg staða Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrri meirihluti heyktist á að taka föstum tökum. Í dag er staðan gjörbreytt og aðgerðir síðastliðins vetrar sem tengjast Orkuveitunni bera ábyrgri fjármálastjórn gott vitni. Annað það sem blasti við núverandi meirihluta var fimm milljarða króna gat hjá aðalsjóði borgarinnar. Til að mæta því var farin blönduð leið hagræðingar, hóflegra gjaldskrárhækkana og útsvarshækkunar. Bestu tíðindin fyrir borgarbúa voru þau að núverandi meirihluti stóð vörð um þjónustu borgarinnar í leikskólum, grunnskólum og í velferðarmálum. Hæst ber að staðinn var vörður um launakjör leikskólastarfsfólks, forgangsraðað var í þágu nýrra leikskólabarna en barnasprengjan í Reykjavík þýðir verulegan útgjaldaauka fyrir borgarsjóð, einnig var fjárhagsaðstoð hækkuð til handa fátækustu íbúum borgarinnar. Í þriðja lagi víkur Kjartan Magnússon að þriggja ára áætlun borgarinnar og meintum lélegum skilum á henni. Margoft hefur núverandi meirihluti bent á að afar erfitt er fyrir Reykjavíkurborg að gera raunhæfa þriggja ára áætlun á meðan fjármagn vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga er ennþá ófrágengið. Tafirnar eru vegna þess að innanríkisráðuneytið hefur ekki gengið frá fjármögnun verkefnisins til Reykjavíkurborgar að fullu. Fjármagnið er rúmlega fjórir milljarðar og það sér það hver sem sjá vill að áætlun án þess fjármagns yrði eingöngu til málamynda og ekki raunverulegt hagstjórnartæki. Þess ber að geta að þriggja ára áætlanir voru lagðar fram í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem einfaldur framreikningur frekar en raunhæfar áætlanir. Mikilvægast fyrir borgarbúa er þó að nú situr meirihluti sem forgangsraðar í þágu barnafólks og þeirra sem minnst mega sín í borginni og hefur hugrekki til að taka á risavöxnum verkefnum sem Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu standa frammi fyrir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar