Viðskipti innlent

Gríðarleg sókn í leiguhúsnæði

Það er mikil sókn í leiguhúsnæði og fátt sem bendir til þess að fólk sé að flytja í eigin húsnæði.
Það er mikil sókn í leiguhúsnæði og fátt sem bendir til þess að fólk sé að flytja í eigin húsnæði.

Samtals voru gerðir 10.407 samningar um leiguhúsnæði á nýliðnu ári 2010 samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Þetta eru litlu færri samningar en árið 2009 þegar samningarnir voru samtals 10.522 sem sýnir að enn er mikil sókn í leiguhúsnæði.

Eins og kunnugt er hefur sóknin í leiguhúsnæði verið gríðarleg allt frá bankahruni og hefur fjöldi leigusamninga tvöfaldast síðan fyrir hrun. Þannig var á tímabilinu 2005 -2008 innan við 5.000 leigusamningum þinglýst á ári hverju að jafnaði.

Þessi aukna sókn í leiguhúsnæði er auðskilin þegar hafðar eru í huga þær aðstæður sem ríkt hafa á íbúðamarkaði undanfarin misseri. Hugsanlegir íbúðakaupendur hafa haldið að sér höndum og leitað út á leigumarkaðinn í stað þess að festa kaup á eigin íbúð.

Þrátt fyrir að vextir hafi nú lækkað og allar vísbendingar bendi til þess að lát hafi orðið á verðlækkunum íbúðarhúsnæði sjást enn ekki skýr merki þess að leigjendur séu nú í auknum mæli að flytja sig frá leigumarkaðinum yfir í eigið húsnæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×