Einn Íslendingur fellur í valinn á hverjum degi Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifar 19. júlí 2011 06:00 Reykingar eru ein mesta ógn nútímans við heilbrigði fólks. Tóbaksnotkun veldur ýmsum sjúkdómum sem skerða lífsgæði einstaklinga verulega, leiða til fötlunar og ótímabærs dauða. Notkun tóbaks er jafnframt ein af aðaldánarorsökum á heimsvísu. Fyrir rúmum 50 árum var fyrst sýnt fram á skaðsemi reykinga í langtímarannsókn. Síðan þá hafa margar rannsóknir sýnt fram á skaðsemi reykinga, bæði fyrir reykingamanninn sjálfan og þá sem eru í óbeinum reykingum. Hóprannsóknir Hjartaverndar hafa einnig sýnt fram á að karlar sem reykja einn pakka eða meira af sígarettum á dag, stytta meðalævi sína um 13 ár, en konur um 10 ár. Á árunum 1995-2004 voru að meðaltali 22% dauðsfalla Íslendinga vegna reykinga og voru konur með 3% hærri dánartíðni en karlar sökum þess. Þetta gerir að u.þ.b. einn Íslendingur deyr á hverjum degi vegna reykinga. Árlega deyr því fleira fólk á Íslandi vegna reykinga, heldur en af völdum ólöglegra fíkniefna, áfengis, sjálfsmorða, morða, umferðarslysa, eldsvoða og alnæmis samanlagt. Þrátt fyrir þetta er fjármunum til tóbaksforvarna verulega ábótavant og þyrfti að auka starfsemi tóbaksvarnar verulega til að takast á við þessa ógn við heilbrigði fólks. Finnsk stjórnvöld hafa sett sér markmið að Finnland verði tóbakslaust árið 2040 og mættu íslensk stjórnvöld taka sér Finnana til fyrirmyndar. Ísland hefur alla burði til að verða tóbakslaust árið 2033 samkvæmt kanadískum sérfræðingum og þá jafnvel fyrst Norðurlandaþjóða. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa, en mikilvægt er að byrja á rótinni, þ.e. fyrirbyggja að börn og unglingar hefji tóbaksnotkun. Sýnt hefur verið fram á að 80% reykingamanna byrjuðu að nota tóbak fyrir 18 ára aldurinn og því þarf að gera allt til að börn og unglingar byrji ekki fyrir þann aldur að fikta við tóbak. Tóbaksvarnir í skólum eru því mjög mikilvægur hlekkur og má ekki vanmeta. Tóbaksvarnirnar þurfa alltaf að vera í gangi og upp í gegnum alla skólagönguna, en ekki bara í einstaka árgöngum og einungis sum ár. Tóbaksvarnir eru einnig ekkert einkamál eða verkefni ákveðinna aðila. Tóbaksvarnir eiga að vera sameiginlegar og eiga margir að koma að þeim, eins og skólasamfélagið, heilsugæslan, Landlæknir, foreldrar og ýmis félagasamtök. Allir þurfa að leggjast á eitt. Nýleg skýrsla landlæknis Bandaríkjanna sýnir að skaðsemi óbeinna reykinga er mun meiri en fólk hafði áður gert sér grein fyrir. Í tóbaksreyk eru 7.000 efni og eru 70 af þeim beint krabbameinsvaldandi og mörg hinna verulega skaðleg. Öll þessi efni fara út í tóbaksreykinn og valda skaða hjá þeim sem anda honum að sér. Tóbaksreykurinn er því langt frá því að vera skaðlaus. Verum vakandi og verndum sérstaklega börnin fyrir óbeinum reykingum, en þau eru mun viðkvæmari en þeir sem eldri eru og tóbaksreykurinn hefur veruleg áhrif á vöxt og þroska barnanna. Helstu sjúkdómar og heilsufarsleg vandamál hjá börnum vegna óbeinna reykinga eru astmi, sjúkdómar í miðeyra, vöggudauði, ýmsir öndunarfærasjúkdómar og hvítblæði. Ónæmiskerfi barna sem eru í óbeinum reykingum er því veiklað og fá þau frekar umgangspestir. Hjá fullorðnum sem eru í óbeinum reykingum eru helstu sjúkdómar lungnakrabbamein, heilablóðfall, ýmsir öndunarfæra- og lungnasjúkdómar, kransæðasjúkdómar, brjóstakrabbamein og ýmis vandamál tengd þungun kvenna. Margt hefur verið gert til að vernda fólk í vinnu sinni svo það þurfi ekki að vera í óbeinum reykingum og var reykingabannið á veitinga-, skemmti- og gististöðum landsins eitt stærsta átakið í rétta átt hvað það varðaði, en það tók gildi í júlí árið 2007. Börn eru hins vegar ennþá útsett fyrir tóbaksreyk á heimilum sínum og í bifreiðum. Þó nokkur umræða hefur verið um að banna reykingar í einkabifreiðum til að vernda þá sem ekki reykja. Fyrir þá sem vilja hætta tóbaksnotkun hefur verið sýnt fram á það að það er aldrei of seint að hætta. Heilsufarslegur ávinningur er alltaf einhver þegar tóbaksnotkun er hætt, en vissulega getur tóbaksnotkun leitt til varanlegs skaða í líffærakerfi manna. Þrátt fyrir það aukast lífsgæði einstaklinga oft verulega þegar tóbaksnotkun er hætt, öndun verður léttari, betra blóðflæði, þol eykst, matur bragðast betur, lyktarskynið eykst, minni öndunarfæraeinkenni eins og hósti og slímframleiðsla, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt er sá sem hættir tóbaksnotkun góð fyrirmynd þeirra sem yngri eru og hvatning annarra tóbaksneytenda til að hætta einnig. Annar ávinningur er að ári eftir að reykingum er hætt hafa líkurnar á að fá hjartasjúkdóm minnkað um helming, fimm árum seinna er hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma svipuð og hjá þeim sem hafa aldrei reykt, tíu árum seinna hefur hættan á að fá lungnakrabbamein minnkað um helming og 15 árum seinna er hættan á að fá lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim sem hafa aldrei reykt. Ráðgjöf í reykbindindi (RíR) var stofnuð í janúar árið 2000 af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og hefur starfað óslitið síðan, eða í rúm 11 ár við að hjálpa fólki að hætta tóbaksnotkun og nikótínlyfjum. Ráðgjafar RíR munu standa fyrir gjörningi á hafnarsvæðinu á Húsavík dagana 17.- 24. júlí næstkomandi með því að setja niður einn kross á dag, þessa átta daga, til að minnast þeirra sem hafa látist vegna reykinga. Krossarnir verða settir niður kl. 13 alla dagana og munu ráðgjafar vera hluta úr degi við þá og spjalla við fólk um tóbak og tóbaksnotkun. Ráðgjafar eru jafnframt við símann alla virka daga frá kl. 17-20 í 800-6030. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Reykingar eru ein mesta ógn nútímans við heilbrigði fólks. Tóbaksnotkun veldur ýmsum sjúkdómum sem skerða lífsgæði einstaklinga verulega, leiða til fötlunar og ótímabærs dauða. Notkun tóbaks er jafnframt ein af aðaldánarorsökum á heimsvísu. Fyrir rúmum 50 árum var fyrst sýnt fram á skaðsemi reykinga í langtímarannsókn. Síðan þá hafa margar rannsóknir sýnt fram á skaðsemi reykinga, bæði fyrir reykingamanninn sjálfan og þá sem eru í óbeinum reykingum. Hóprannsóknir Hjartaverndar hafa einnig sýnt fram á að karlar sem reykja einn pakka eða meira af sígarettum á dag, stytta meðalævi sína um 13 ár, en konur um 10 ár. Á árunum 1995-2004 voru að meðaltali 22% dauðsfalla Íslendinga vegna reykinga og voru konur með 3% hærri dánartíðni en karlar sökum þess. Þetta gerir að u.þ.b. einn Íslendingur deyr á hverjum degi vegna reykinga. Árlega deyr því fleira fólk á Íslandi vegna reykinga, heldur en af völdum ólöglegra fíkniefna, áfengis, sjálfsmorða, morða, umferðarslysa, eldsvoða og alnæmis samanlagt. Þrátt fyrir þetta er fjármunum til tóbaksforvarna verulega ábótavant og þyrfti að auka starfsemi tóbaksvarnar verulega til að takast á við þessa ógn við heilbrigði fólks. Finnsk stjórnvöld hafa sett sér markmið að Finnland verði tóbakslaust árið 2040 og mættu íslensk stjórnvöld taka sér Finnana til fyrirmyndar. Ísland hefur alla burði til að verða tóbakslaust árið 2033 samkvæmt kanadískum sérfræðingum og þá jafnvel fyrst Norðurlandaþjóða. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa, en mikilvægt er að byrja á rótinni, þ.e. fyrirbyggja að börn og unglingar hefji tóbaksnotkun. Sýnt hefur verið fram á að 80% reykingamanna byrjuðu að nota tóbak fyrir 18 ára aldurinn og því þarf að gera allt til að börn og unglingar byrji ekki fyrir þann aldur að fikta við tóbak. Tóbaksvarnir í skólum eru því mjög mikilvægur hlekkur og má ekki vanmeta. Tóbaksvarnirnar þurfa alltaf að vera í gangi og upp í gegnum alla skólagönguna, en ekki bara í einstaka árgöngum og einungis sum ár. Tóbaksvarnir eru einnig ekkert einkamál eða verkefni ákveðinna aðila. Tóbaksvarnir eiga að vera sameiginlegar og eiga margir að koma að þeim, eins og skólasamfélagið, heilsugæslan, Landlæknir, foreldrar og ýmis félagasamtök. Allir þurfa að leggjast á eitt. Nýleg skýrsla landlæknis Bandaríkjanna sýnir að skaðsemi óbeinna reykinga er mun meiri en fólk hafði áður gert sér grein fyrir. Í tóbaksreyk eru 7.000 efni og eru 70 af þeim beint krabbameinsvaldandi og mörg hinna verulega skaðleg. Öll þessi efni fara út í tóbaksreykinn og valda skaða hjá þeim sem anda honum að sér. Tóbaksreykurinn er því langt frá því að vera skaðlaus. Verum vakandi og verndum sérstaklega börnin fyrir óbeinum reykingum, en þau eru mun viðkvæmari en þeir sem eldri eru og tóbaksreykurinn hefur veruleg áhrif á vöxt og þroska barnanna. Helstu sjúkdómar og heilsufarsleg vandamál hjá börnum vegna óbeinna reykinga eru astmi, sjúkdómar í miðeyra, vöggudauði, ýmsir öndunarfærasjúkdómar og hvítblæði. Ónæmiskerfi barna sem eru í óbeinum reykingum er því veiklað og fá þau frekar umgangspestir. Hjá fullorðnum sem eru í óbeinum reykingum eru helstu sjúkdómar lungnakrabbamein, heilablóðfall, ýmsir öndunarfæra- og lungnasjúkdómar, kransæðasjúkdómar, brjóstakrabbamein og ýmis vandamál tengd þungun kvenna. Margt hefur verið gert til að vernda fólk í vinnu sinni svo það þurfi ekki að vera í óbeinum reykingum og var reykingabannið á veitinga-, skemmti- og gististöðum landsins eitt stærsta átakið í rétta átt hvað það varðaði, en það tók gildi í júlí árið 2007. Börn eru hins vegar ennþá útsett fyrir tóbaksreyk á heimilum sínum og í bifreiðum. Þó nokkur umræða hefur verið um að banna reykingar í einkabifreiðum til að vernda þá sem ekki reykja. Fyrir þá sem vilja hætta tóbaksnotkun hefur verið sýnt fram á það að það er aldrei of seint að hætta. Heilsufarslegur ávinningur er alltaf einhver þegar tóbaksnotkun er hætt, en vissulega getur tóbaksnotkun leitt til varanlegs skaða í líffærakerfi manna. Þrátt fyrir það aukast lífsgæði einstaklinga oft verulega þegar tóbaksnotkun er hætt, öndun verður léttari, betra blóðflæði, þol eykst, matur bragðast betur, lyktarskynið eykst, minni öndunarfæraeinkenni eins og hósti og slímframleiðsla, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt er sá sem hættir tóbaksnotkun góð fyrirmynd þeirra sem yngri eru og hvatning annarra tóbaksneytenda til að hætta einnig. Annar ávinningur er að ári eftir að reykingum er hætt hafa líkurnar á að fá hjartasjúkdóm minnkað um helming, fimm árum seinna er hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma svipuð og hjá þeim sem hafa aldrei reykt, tíu árum seinna hefur hættan á að fá lungnakrabbamein minnkað um helming og 15 árum seinna er hættan á að fá lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim sem hafa aldrei reykt. Ráðgjöf í reykbindindi (RíR) var stofnuð í janúar árið 2000 af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og hefur starfað óslitið síðan, eða í rúm 11 ár við að hjálpa fólki að hætta tóbaksnotkun og nikótínlyfjum. Ráðgjafar RíR munu standa fyrir gjörningi á hafnarsvæðinu á Húsavík dagana 17.- 24. júlí næstkomandi með því að setja niður einn kross á dag, þessa átta daga, til að minnast þeirra sem hafa látist vegna reykinga. Krossarnir verða settir niður kl. 13 alla dagana og munu ráðgjafar vera hluta úr degi við þá og spjalla við fólk um tóbak og tóbaksnotkun. Ráðgjafar eru jafnframt við símann alla virka daga frá kl. 17-20 í 800-6030.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar