Akademísk aðskilnaðarstefna Kristinn Már Ársælsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Greinin birtist áður 9. júlí en er nú endurbirt með grafinu. Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem „akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda. Ástæða þess að félags- og hugvísindamenn upplifa stöðu sína gagnvart raun- og læknavísindum sem óréttláta byggir á ójafnri stöðu greinanna innan skólans. Hlutfall nemenda á fastráðna kennara er einn þeirra mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði háskóla víða um heim. Mælikvarðinn metur hversu mikið ráðrúm hver kennari hefur fyrir nemendur sína og sömuleiðis í rannsóknir. Vísindamaður sem ber ábyrgð á níu nemendum getur betur sinnt þeim og sínum eigin rannsóknum en sá sem ber ábyrgð á rúmlega fjörutíu nemendum. Þeir skólar sem stæra sig af góðum gæðum hvað þetta hlutfall varðar eru með tíu nemendur eða færri á hvern fastráðinn kennara. Meðaltalshlutfallið fyrir HÍ er nú rúmlega tvisvar sinnum það, eða 23 nemendur á hvern kennara. Hlutfallið var fjórtán nemendur á kennara árið 1994 og hefur snarversnað síðan þá. Meðaltalið segir hins vegar ekki alla söguna því talsverður breytileiki er milli vísindagreina innan HÍ hvað þetta varðar eins og sjá má á línuritinu. Nemendum á kennara hefur fjölgað í hugvísindum en þó sérstaklega félagsvísindum frá árinu 1994 á sama tíma og hlutfallið hefur staðið í stað í raun- og læknavísindum. Á þessu tímabili fjölgaði nemendum en þó í samræmi við væntingar sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar í gegnum söguna og þróunar í öðrum löndum. Þessari aukningu nemenda var augljóslega ekki mætt með fjármagni til þess að viðhalda þeim gæðum sem voru árið 1994 og félags- og hugvísindi tóku á sig fall í gæðum til að þeim mætti viðhalda í raun- og læknavísindum. Nemendur á kennara í félagsvísindum eru nú yfir 50 en hafa haldist í kringum tíu í raun- og læknavísindum.Stundum er því haldið fram af raunvísindafólki að kennsla í félags- og hugvísindum byggist á öðrum forsendum en í þeirra eigin greinum. Það vill þannig til að þekking á kennslu og þekkingarmiðlun er mest innan félagsvísinda, nánar tiltekið kennslufræða, og samkvæmt þeim eru forsendur góðrar kennslu áþekkar milli greina. Og þetta vita allir góðir kennarar og vísindamenn. Vísindin læra menn með því að framkvæma vísindi í frjóu og metnaðarfullu akademísku umhverfi og síðast en ekki síst með því að eiga í samræðu við aðra vísindamenn. Verklegir tímar eru nauðsynlegir í öllum vísindagreinum. Ástæðan fyrir því að félags- og hugvísindi fá ekki nema brot af því fjármagni sem rennur til raun- og læknavísinda er sú að þau njóta ekki réttmætrar virðingar, þau hafa ekki sama akademíska vald og raun- og læknavísindin. Félags- og hugvísindi eru ekki annars flokks og þessa mismunun þarf að leiðrétta án tafar. Réttast væri að greidd væri sama fjárhæð til kennslu með öllum háskólanemum en sérstaklega fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf öllum nemendum samsvarandi gæði kennslu. Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að tryggja hug- og félagsvísindum ásættanlegar aðstæður til jafns við aðrar vísindagreinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Greinin birtist áður 9. júlí en er nú endurbirt með grafinu. Staða félags- og hugvísinda innan Háskóla Íslands er ekki góð. Raunar er staðan að mörgu leyti svo slæm að furðu sætir. Í meistararannsókn minni á valddreifingu og formgerð hins akademíska vettvangs kom m.a. í ljós að félags- og hugvísindamenn upplifa sig sem undirmálshóp innan akademíunnar. Hugvísindamönnum þótti sem þeir væru undir óeðlilegum kröfum raunvísindamanna um að stunda vísindi á ensku. Það er að stunda vísindi á forsendum raunvísindanna. Félagsvísindamönnum þótti sem þeir væru ekki metnir að verðleikum sem vísindamenn og sumir lýstu ástandinu jafnvel sem „akademískri aðskilnaðarstefnu milli félagsvísinda og raunvísinda. Ástæða þess að félags- og hugvísindamenn upplifa stöðu sína gagnvart raun- og læknavísindum sem óréttláta byggir á ójafnri stöðu greinanna innan skólans. Hlutfall nemenda á fastráðna kennara er einn þeirra mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði háskóla víða um heim. Mælikvarðinn metur hversu mikið ráðrúm hver kennari hefur fyrir nemendur sína og sömuleiðis í rannsóknir. Vísindamaður sem ber ábyrgð á níu nemendum getur betur sinnt þeim og sínum eigin rannsóknum en sá sem ber ábyrgð á rúmlega fjörutíu nemendum. Þeir skólar sem stæra sig af góðum gæðum hvað þetta hlutfall varðar eru með tíu nemendur eða færri á hvern fastráðinn kennara. Meðaltalshlutfallið fyrir HÍ er nú rúmlega tvisvar sinnum það, eða 23 nemendur á hvern kennara. Hlutfallið var fjórtán nemendur á kennara árið 1994 og hefur snarversnað síðan þá. Meðaltalið segir hins vegar ekki alla söguna því talsverður breytileiki er milli vísindagreina innan HÍ hvað þetta varðar eins og sjá má á línuritinu. Nemendum á kennara hefur fjölgað í hugvísindum en þó sérstaklega félagsvísindum frá árinu 1994 á sama tíma og hlutfallið hefur staðið í stað í raun- og læknavísindum. Á þessu tímabili fjölgaði nemendum en þó í samræmi við væntingar sé litið til hlutfallslegrar fjölgunar í gegnum söguna og þróunar í öðrum löndum. Þessari aukningu nemenda var augljóslega ekki mætt með fjármagni til þess að viðhalda þeim gæðum sem voru árið 1994 og félags- og hugvísindi tóku á sig fall í gæðum til að þeim mætti viðhalda í raun- og læknavísindum. Nemendur á kennara í félagsvísindum eru nú yfir 50 en hafa haldist í kringum tíu í raun- og læknavísindum.Stundum er því haldið fram af raunvísindafólki að kennsla í félags- og hugvísindum byggist á öðrum forsendum en í þeirra eigin greinum. Það vill þannig til að þekking á kennslu og þekkingarmiðlun er mest innan félagsvísinda, nánar tiltekið kennslufræða, og samkvæmt þeim eru forsendur góðrar kennslu áþekkar milli greina. Og þetta vita allir góðir kennarar og vísindamenn. Vísindin læra menn með því að framkvæma vísindi í frjóu og metnaðarfullu akademísku umhverfi og síðast en ekki síst með því að eiga í samræðu við aðra vísindamenn. Verklegir tímar eru nauðsynlegir í öllum vísindagreinum. Ástæðan fyrir því að félags- og hugvísindi fá ekki nema brot af því fjármagni sem rennur til raun- og læknavísinda er sú að þau njóta ekki réttmætrar virðingar, þau hafa ekki sama akademíska vald og raun- og læknavísindin. Félags- og hugvísindi eru ekki annars flokks og þessa mismunun þarf að leiðrétta án tafar. Réttast væri að greidd væri sama fjárhæð til kennslu með öllum háskólanemum en sérstaklega fyrir tækjabúnað. Tryggja þarf öllum nemendum samsvarandi gæði kennslu. Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra bera ábyrgð á því að tryggja hug- og félagsvísindum ásættanlegar aðstæður til jafns við aðrar vísindagreinar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar