Fótbolti

Verður refsað fyrir að taka vítaspyrnu með hælnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Awana Diab sést hér taka vítið með hælnum.
Awana Diab sést hér taka vítið með hælnum.
Awana Diab landsliðsmaður Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sló í gegn á YouTube, eftir að hann tók vítaspyrnu með hælnum en mótherjar og samherjar hans voru allt annað en hrifnir.  Awana tók vítið í 7-2 sigri Sameinuðu arabísku furstadæmanna í vináttulandsleik gegn Líbanon og það er hægt að sjá spyrnuna hér fyrir ofan.

Awana Diab virtist vera að taka vítið á "venjulegan" hátt þegar hann snéri sér skyndilega við og tók vítið með hægri hælnum. Awana skoraði og hljóp hlæjandi í burtu en margir leikmenn Líbanon létu í ljós óánægju sínu og álitu sem svo að þarna hafi verið um óvirðingu að ræða.

Esmaeel Rashed, stjóri knattspyrnusambands Sameinuðu arabísku furstadæmanna, var líka allt annað en sáttur með sinn mann og hefur boðað stjórnarfund þar sem farið verður yfir það hvort Awana fái sekt eða verði settur í bann.

Srecko Katanec, þjálfari liðsins, var líka ósáttur og tók Awana strax af velli. Awana Diab baðst seinna liðsfélaga sína afsökunar á framferði sínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×