Hönnun fangelsis Jóhannes Þórðarson skrifar 10. ágúst 2011 11:00 Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007. Innanríkisráðherra minnist í nýlegri blaðagrein á „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ þegar hann kýs að ræða um útfærslur við undirbúning fangelsisbyggingar á vegum ríkisins, án þess þó að tilgreina hverjir „sérfræðingarnir“ séu. Miðað við það hvað menningarstefnan leggur skýra áherslu á gæði og þróun byggingarlistar koma viðhorf „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ til stefnunnar á óvart. Það er því nauðsynlegt að benda ráðherra á markmið stefnunnar og ábyrgð þeirra sem eftir henni eiga að starfa. Stefnan snýst ekki bara um að nota reglugerðir, staðla, samningsform og hagsmunagæslu sem mælikvarða á gæðum. Hún snýr að því að virða fagmennsku og er skrifuð út frá grunngildum arkitektúrs um að hugmyndafræði og fagleg gæði fái að lifa og njóta sín til fulls. Stefnan leggur út frá grunngildum lista, tækni og notagildis þar sem áhersla er lögð á að nota tungumál forma og hlutfalla til að kalla fram tengingar í verðmætamati kynslóðanna hvort sem er í efni, formi, rými eða hughrifum. Þessu markmiði náum við ekki með fyrirbæri sem tröllríður kerfinu og nefnist alútboð. Arkitektúr og hönnun hafa það hlutverk að breyta til batnaðar. Sú aðferðafræði sem þar er beitt byggir jöfnum höndum á rannsókn, rökhugsun, afstöðu, fagurfræði, innsæi og ímyndunarafli. Sem sagt – gæði heildarupplifunar. Það er markmið stefnunnar að takast á við óvenjulegar aðstæður og kalla þannig fram lausnir sem gagnast heildinni og skipta samtímann og ekki síst framtíðina máli. Við búum við kjöraðstæður í samfélagi þjóðanna til að þróa góðar hugmyndir, til að efla umhverfisvernd, orkunýtingu og til að upphefja margbreytileikann – bæta manngert umhverfi. Besta og lýðræðislegasta leiðin í þeirri viðleitni er að setja sem flest verkefni í opnar samkeppnir. Þannig gætum við t.d. kallað fram nauðsynlega og áhugaverða umræðu um hvað fangelsi sé í raun og veru fyrir íslenskt samfélag (sumir hafa talað um geymslu!). Ólíkt alútboðsleiðinni þá tryggir opin samkeppni öllum tillögurétt. Það er einfaldlega meiri hætta á að alútboðsleiðin setji öllum þrengri skorður, og leiði til hugarleti. Alútboð getur aldrei komið í staðinn fyrir faglegt innsæi og alútboð tryggir ekki aðkomu yngri hönnuða. Það er ljóst að til að framfylgja menningarstefnunni þurfa þeir opinberu aðilar sem málið varðar að bera saman markmið stefnunnar og störf ríkisstofnana sem bera ábyrgð á útfærslunni. Vissulega gæti þurft að fara yfir ólík sjónarmið og freista þess að koma framkvæmdamálum ríkisins í farveg sem tekur mið af kjarngóðum og innihaldsríkum markmiðum um fagleg gæði. Ef opinberir aðilar eru ekki vissir um við hvað er átt, þá er um að gera að leita til fagaðila sem geta veitt skýra og greinargóða leiðsögn, með það að markmiði að við upphefjum fagleg vinnubrögð við mótun og útfærslu góðra hugmynda í arkitektúr á Íslandi. Það er mikilvægt að við snúum bökum saman og minnum alla á sem málið varðar að taka stefnuna alvarlega. Það er einfaldlega grátlegt að horfa upp á það, að stefnunni sé ekki haldið á lofti, og að henni sé ekki framfylgt. Það er of mikið í húfi! Okkur ber skylda til að bregðast við. Peningahyggjan verður að láta undan og vondar ákvarðanir um alútboð og einkaframkvæmdir á vegum hins opinbera eiga að heyra sögunni til. Það eru til miklu betri mælikvarðar á samfélagsleg og umhverfisleg gæði en peningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007. Innanríkisráðherra minnist í nýlegri blaðagrein á „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ þegar hann kýs að ræða um útfærslur við undirbúning fangelsisbyggingar á vegum ríkisins, án þess þó að tilgreina hverjir „sérfræðingarnir“ séu. Miðað við það hvað menningarstefnan leggur skýra áherslu á gæði og þróun byggingarlistar koma viðhorf „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ til stefnunnar á óvart. Það er því nauðsynlegt að benda ráðherra á markmið stefnunnar og ábyrgð þeirra sem eftir henni eiga að starfa. Stefnan snýst ekki bara um að nota reglugerðir, staðla, samningsform og hagsmunagæslu sem mælikvarða á gæðum. Hún snýr að því að virða fagmennsku og er skrifuð út frá grunngildum arkitektúrs um að hugmyndafræði og fagleg gæði fái að lifa og njóta sín til fulls. Stefnan leggur út frá grunngildum lista, tækni og notagildis þar sem áhersla er lögð á að nota tungumál forma og hlutfalla til að kalla fram tengingar í verðmætamati kynslóðanna hvort sem er í efni, formi, rými eða hughrifum. Þessu markmiði náum við ekki með fyrirbæri sem tröllríður kerfinu og nefnist alútboð. Arkitektúr og hönnun hafa það hlutverk að breyta til batnaðar. Sú aðferðafræði sem þar er beitt byggir jöfnum höndum á rannsókn, rökhugsun, afstöðu, fagurfræði, innsæi og ímyndunarafli. Sem sagt – gæði heildarupplifunar. Það er markmið stefnunnar að takast á við óvenjulegar aðstæður og kalla þannig fram lausnir sem gagnast heildinni og skipta samtímann og ekki síst framtíðina máli. Við búum við kjöraðstæður í samfélagi þjóðanna til að þróa góðar hugmyndir, til að efla umhverfisvernd, orkunýtingu og til að upphefja margbreytileikann – bæta manngert umhverfi. Besta og lýðræðislegasta leiðin í þeirri viðleitni er að setja sem flest verkefni í opnar samkeppnir. Þannig gætum við t.d. kallað fram nauðsynlega og áhugaverða umræðu um hvað fangelsi sé í raun og veru fyrir íslenskt samfélag (sumir hafa talað um geymslu!). Ólíkt alútboðsleiðinni þá tryggir opin samkeppni öllum tillögurétt. Það er einfaldlega meiri hætta á að alútboðsleiðin setji öllum þrengri skorður, og leiði til hugarleti. Alútboð getur aldrei komið í staðinn fyrir faglegt innsæi og alútboð tryggir ekki aðkomu yngri hönnuða. Það er ljóst að til að framfylgja menningarstefnunni þurfa þeir opinberu aðilar sem málið varðar að bera saman markmið stefnunnar og störf ríkisstofnana sem bera ábyrgð á útfærslunni. Vissulega gæti þurft að fara yfir ólík sjónarmið og freista þess að koma framkvæmdamálum ríkisins í farveg sem tekur mið af kjarngóðum og innihaldsríkum markmiðum um fagleg gæði. Ef opinberir aðilar eru ekki vissir um við hvað er átt, þá er um að gera að leita til fagaðila sem geta veitt skýra og greinargóða leiðsögn, með það að markmiði að við upphefjum fagleg vinnubrögð við mótun og útfærslu góðra hugmynda í arkitektúr á Íslandi. Það er mikilvægt að við snúum bökum saman og minnum alla á sem málið varðar að taka stefnuna alvarlega. Það er einfaldlega grátlegt að horfa upp á það, að stefnunni sé ekki haldið á lofti, og að henni sé ekki framfylgt. Það er of mikið í húfi! Okkur ber skylda til að bregðast við. Peningahyggjan verður að láta undan og vondar ákvarðanir um alútboð og einkaframkvæmdir á vegum hins opinbera eiga að heyra sögunni til. Það eru til miklu betri mælikvarðar á samfélagsleg og umhverfisleg gæði en peningar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun