Hönnun fangelsis Jóhannes Þórðarson skrifar 10. ágúst 2011 11:00 Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007. Innanríkisráðherra minnist í nýlegri blaðagrein á „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ þegar hann kýs að ræða um útfærslur við undirbúning fangelsisbyggingar á vegum ríkisins, án þess þó að tilgreina hverjir „sérfræðingarnir“ séu. Miðað við það hvað menningarstefnan leggur skýra áherslu á gæði og þróun byggingarlistar koma viðhorf „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ til stefnunnar á óvart. Það er því nauðsynlegt að benda ráðherra á markmið stefnunnar og ábyrgð þeirra sem eftir henni eiga að starfa. Stefnan snýst ekki bara um að nota reglugerðir, staðla, samningsform og hagsmunagæslu sem mælikvarða á gæðum. Hún snýr að því að virða fagmennsku og er skrifuð út frá grunngildum arkitektúrs um að hugmyndafræði og fagleg gæði fái að lifa og njóta sín til fulls. Stefnan leggur út frá grunngildum lista, tækni og notagildis þar sem áhersla er lögð á að nota tungumál forma og hlutfalla til að kalla fram tengingar í verðmætamati kynslóðanna hvort sem er í efni, formi, rými eða hughrifum. Þessu markmiði náum við ekki með fyrirbæri sem tröllríður kerfinu og nefnist alútboð. Arkitektúr og hönnun hafa það hlutverk að breyta til batnaðar. Sú aðferðafræði sem þar er beitt byggir jöfnum höndum á rannsókn, rökhugsun, afstöðu, fagurfræði, innsæi og ímyndunarafli. Sem sagt – gæði heildarupplifunar. Það er markmið stefnunnar að takast á við óvenjulegar aðstæður og kalla þannig fram lausnir sem gagnast heildinni og skipta samtímann og ekki síst framtíðina máli. Við búum við kjöraðstæður í samfélagi þjóðanna til að þróa góðar hugmyndir, til að efla umhverfisvernd, orkunýtingu og til að upphefja margbreytileikann – bæta manngert umhverfi. Besta og lýðræðislegasta leiðin í þeirri viðleitni er að setja sem flest verkefni í opnar samkeppnir. Þannig gætum við t.d. kallað fram nauðsynlega og áhugaverða umræðu um hvað fangelsi sé í raun og veru fyrir íslenskt samfélag (sumir hafa talað um geymslu!). Ólíkt alútboðsleiðinni þá tryggir opin samkeppni öllum tillögurétt. Það er einfaldlega meiri hætta á að alútboðsleiðin setji öllum þrengri skorður, og leiði til hugarleti. Alútboð getur aldrei komið í staðinn fyrir faglegt innsæi og alútboð tryggir ekki aðkomu yngri hönnuða. Það er ljóst að til að framfylgja menningarstefnunni þurfa þeir opinberu aðilar sem málið varðar að bera saman markmið stefnunnar og störf ríkisstofnana sem bera ábyrgð á útfærslunni. Vissulega gæti þurft að fara yfir ólík sjónarmið og freista þess að koma framkvæmdamálum ríkisins í farveg sem tekur mið af kjarngóðum og innihaldsríkum markmiðum um fagleg gæði. Ef opinberir aðilar eru ekki vissir um við hvað er átt, þá er um að gera að leita til fagaðila sem geta veitt skýra og greinargóða leiðsögn, með það að markmiði að við upphefjum fagleg vinnubrögð við mótun og útfærslu góðra hugmynda í arkitektúr á Íslandi. Það er mikilvægt að við snúum bökum saman og minnum alla á sem málið varðar að taka stefnuna alvarlega. Það er einfaldlega grátlegt að horfa upp á það, að stefnunni sé ekki haldið á lofti, og að henni sé ekki framfylgt. Það er of mikið í húfi! Okkur ber skylda til að bregðast við. Peningahyggjan verður að láta undan og vondar ákvarðanir um alútboð og einkaframkvæmdir á vegum hins opinbera eiga að heyra sögunni til. Það eru til miklu betri mælikvarðar á samfélagsleg og umhverfisleg gæði en peningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sérstakt gleðiefni að vita til þess að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur kynnt sér menningarstefnu í mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist sem samþykkt var á vormánuðum 2007. Innanríkisráðherra minnist í nýlegri blaðagrein á „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ þegar hann kýs að ræða um útfærslur við undirbúning fangelsisbyggingar á vegum ríkisins, án þess þó að tilgreina hverjir „sérfræðingarnir“ séu. Miðað við það hvað menningarstefnan leggur skýra áherslu á gæði og þróun byggingarlistar koma viðhorf „sérfræðinga á vegum stjórnarráðsins“ til stefnunnar á óvart. Það er því nauðsynlegt að benda ráðherra á markmið stefnunnar og ábyrgð þeirra sem eftir henni eiga að starfa. Stefnan snýst ekki bara um að nota reglugerðir, staðla, samningsform og hagsmunagæslu sem mælikvarða á gæðum. Hún snýr að því að virða fagmennsku og er skrifuð út frá grunngildum arkitektúrs um að hugmyndafræði og fagleg gæði fái að lifa og njóta sín til fulls. Stefnan leggur út frá grunngildum lista, tækni og notagildis þar sem áhersla er lögð á að nota tungumál forma og hlutfalla til að kalla fram tengingar í verðmætamati kynslóðanna hvort sem er í efni, formi, rými eða hughrifum. Þessu markmiði náum við ekki með fyrirbæri sem tröllríður kerfinu og nefnist alútboð. Arkitektúr og hönnun hafa það hlutverk að breyta til batnaðar. Sú aðferðafræði sem þar er beitt byggir jöfnum höndum á rannsókn, rökhugsun, afstöðu, fagurfræði, innsæi og ímyndunarafli. Sem sagt – gæði heildarupplifunar. Það er markmið stefnunnar að takast á við óvenjulegar aðstæður og kalla þannig fram lausnir sem gagnast heildinni og skipta samtímann og ekki síst framtíðina máli. Við búum við kjöraðstæður í samfélagi þjóðanna til að þróa góðar hugmyndir, til að efla umhverfisvernd, orkunýtingu og til að upphefja margbreytileikann – bæta manngert umhverfi. Besta og lýðræðislegasta leiðin í þeirri viðleitni er að setja sem flest verkefni í opnar samkeppnir. Þannig gætum við t.d. kallað fram nauðsynlega og áhugaverða umræðu um hvað fangelsi sé í raun og veru fyrir íslenskt samfélag (sumir hafa talað um geymslu!). Ólíkt alútboðsleiðinni þá tryggir opin samkeppni öllum tillögurétt. Það er einfaldlega meiri hætta á að alútboðsleiðin setji öllum þrengri skorður, og leiði til hugarleti. Alútboð getur aldrei komið í staðinn fyrir faglegt innsæi og alútboð tryggir ekki aðkomu yngri hönnuða. Það er ljóst að til að framfylgja menningarstefnunni þurfa þeir opinberu aðilar sem málið varðar að bera saman markmið stefnunnar og störf ríkisstofnana sem bera ábyrgð á útfærslunni. Vissulega gæti þurft að fara yfir ólík sjónarmið og freista þess að koma framkvæmdamálum ríkisins í farveg sem tekur mið af kjarngóðum og innihaldsríkum markmiðum um fagleg gæði. Ef opinberir aðilar eru ekki vissir um við hvað er átt, þá er um að gera að leita til fagaðila sem geta veitt skýra og greinargóða leiðsögn, með það að markmiði að við upphefjum fagleg vinnubrögð við mótun og útfærslu góðra hugmynda í arkitektúr á Íslandi. Það er mikilvægt að við snúum bökum saman og minnum alla á sem málið varðar að taka stefnuna alvarlega. Það er einfaldlega grátlegt að horfa upp á það, að stefnunni sé ekki haldið á lofti, og að henni sé ekki framfylgt. Það er of mikið í húfi! Okkur ber skylda til að bregðast við. Peningahyggjan verður að láta undan og vondar ákvarðanir um alútboð og einkaframkvæmdir á vegum hins opinbera eiga að heyra sögunni til. Það eru til miklu betri mælikvarðar á samfélagsleg og umhverfisleg gæði en peningar.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun