Mismunun fóstra Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 19. júlí 2011 07:00 Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs–heilkenni. Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs-heilkenni. Það er rétt sem fram hefur komið, að það er mjög umdeilt að fóstur með Downs séu leituð uppi og foreldrum svo boðið upp á „val" um það hvort það eigi að eyða fóstrinu. Haft er eftir yfirlækni Landsspítala að ríkið sé ekki að leita að neinu, það séu einstaklingarnir/parið sem á von á barni sem eigi val um fóstureyðingu. Heilbrigðisstarfsfólk veiti aðeins upplýsingar til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort það vilji greiningu eða ekki. Hin „upplýsta ákvörðun" sem mönnum er svo mikilvæg að sé tekin þegar fóstur er talið með Downs er svo upplýst að það heyrir til algjörrar undantekningar að niðurstaðan sé önnur en sú að láta eyða fóstrinu. Ef samfélagið telur það yfir höfuð siðferðislega rétt að flokka fóstur og í raun draga eina „tegund" einstaklinga út og segja við verðandi foreldra þitt barn verður öðruvísi en önnur börn, þitt barn er í aukinni hættu á að fá hitt og þetta og þitt barn verður svona og svona. Ef þetta þykir rétt, sem það náttúrulega er alls ekki, er þá ekki rétt að hluti af hinu upplýsta vali sé að hitta einstakling með Downs og foreldra einstaklings með Downs? Margir foreldrar Downs-barna eru tilbúnir í slíkt samtal. Verðandi foreldrar nýta sér oft þann valkost að fá að vita hvort fóstur er drengur eða stúlka. Ef öll fóstur eru „jöfn" að verðleikum, því eru þá ekki t.d. verðandi foreldrar stúlkna upplýstir um allar þær mögulegu hættur sem stúlkur eru í, að þær séu í meiri hættu en t.d. drengir á að fá hina og þessa sjúkdóma. Svo má auðvitað nefna að við lifum í karlasamfélagi og að möguleikar stúlkna eru mun minni en drengja, að fleiri konur séu yfirleitt á atvinnuleysisskrá, að það séu verulegar líkur á að stúlka verði fyrir kynferðislegri misbeitingu og áfram má telja. Að sjálfsögðu hafa foreldrarnir val, það var aðeins verið að veita upplýsingar! Hversu margir foreldrar stúlkubarna myndu fara í fóstureyðingu og bara „reyna aftur"? Það má því miður segja að það sé ekki til neinn hópur einstaklinga sem býr við jafn mikla fordóma og einstaklingar með Downs. Það er allavega ekki til neinn annar hópur sem leitað er að í móðurkviði með það raunverulega markmið að honum sé eytt. Hvað segja tölurnar? Í Danmörku er 99% fóstra með Downs eytt. Í Englandi var 482 fóstrum með Downs eytt árið 2010, þar af voru 10 þar sem móðir var gengin yfir 6 mánuði. Á Íslandi er það þannig að það eru nánast allir sem láta eyða fóstri sé talið að fóstrið sé með Downs. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir hérlendis, allavega ekki fyrir almenning. Vandamálið er ekki einstaklingar með Downs, vandamálið eru fordómar og siðferði sem ekki á að vera samboðið þroskaðri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs–heilkenni. Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs-heilkenni. Það er rétt sem fram hefur komið, að það er mjög umdeilt að fóstur með Downs séu leituð uppi og foreldrum svo boðið upp á „val" um það hvort það eigi að eyða fóstrinu. Haft er eftir yfirlækni Landsspítala að ríkið sé ekki að leita að neinu, það séu einstaklingarnir/parið sem á von á barni sem eigi val um fóstureyðingu. Heilbrigðisstarfsfólk veiti aðeins upplýsingar til að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort það vilji greiningu eða ekki. Hin „upplýsta ákvörðun" sem mönnum er svo mikilvæg að sé tekin þegar fóstur er talið með Downs er svo upplýst að það heyrir til algjörrar undantekningar að niðurstaðan sé önnur en sú að láta eyða fóstrinu. Ef samfélagið telur það yfir höfuð siðferðislega rétt að flokka fóstur og í raun draga eina „tegund" einstaklinga út og segja við verðandi foreldra þitt barn verður öðruvísi en önnur börn, þitt barn er í aukinni hættu á að fá hitt og þetta og þitt barn verður svona og svona. Ef þetta þykir rétt, sem það náttúrulega er alls ekki, er þá ekki rétt að hluti af hinu upplýsta vali sé að hitta einstakling með Downs og foreldra einstaklings með Downs? Margir foreldrar Downs-barna eru tilbúnir í slíkt samtal. Verðandi foreldrar nýta sér oft þann valkost að fá að vita hvort fóstur er drengur eða stúlka. Ef öll fóstur eru „jöfn" að verðleikum, því eru þá ekki t.d. verðandi foreldrar stúlkna upplýstir um allar þær mögulegu hættur sem stúlkur eru í, að þær séu í meiri hættu en t.d. drengir á að fá hina og þessa sjúkdóma. Svo má auðvitað nefna að við lifum í karlasamfélagi og að möguleikar stúlkna eru mun minni en drengja, að fleiri konur séu yfirleitt á atvinnuleysisskrá, að það séu verulegar líkur á að stúlka verði fyrir kynferðislegri misbeitingu og áfram má telja. Að sjálfsögðu hafa foreldrarnir val, það var aðeins verið að veita upplýsingar! Hversu margir foreldrar stúlkubarna myndu fara í fóstureyðingu og bara „reyna aftur"? Það má því miður segja að það sé ekki til neinn hópur einstaklinga sem býr við jafn mikla fordóma og einstaklingar með Downs. Það er allavega ekki til neinn annar hópur sem leitað er að í móðurkviði með það raunverulega markmið að honum sé eytt. Hvað segja tölurnar? Í Danmörku er 99% fóstra með Downs eytt. Í Englandi var 482 fóstrum með Downs eytt árið 2010, þar af voru 10 þar sem móðir var gengin yfir 6 mánuði. Á Íslandi er það þannig að það eru nánast allir sem láta eyða fóstri sé talið að fóstrið sé með Downs. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir hérlendis, allavega ekki fyrir almenning. Vandamálið er ekki einstaklingar með Downs, vandamálið eru fordómar og siðferði sem ekki á að vera samboðið þroskaðri þjóð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar