Hótel Valhöll - frá berjatínslu til brúðkaupsnátta Vilborg Halldórsdóttir skrifar 10. ágúst 2011 10:15 Nú auglýsir Þingvallanefnd eftir hugmyndum landsmanna um það hvernig fólk vill sjá Þingvallasvæðið í framtíðinni. Ég hef starfað sem fararstjóri mörg undanfarin ár og kem því reglulega til Þingvalla með ferðamenn. Í Þingvallasveit hef ég einnig dvalið hvert sumar enda afi minn fæddur og uppalinn í sveitinni. Það eru aðallega tvö atriði sem ég tel skipta meginmáli í sambandi við framtíðaruppbyggingu á Þingvöllum: Að ekki verði byggt meir á svonefndu Haki sem er yfirleitt fyrsti viðkomustaður gesta á Þingvöllum. Vernda ber þessa aðkomu enda er hún einstök í veröldinni. Hvergi í heimi sjást flekaskilin betur og væri það til vansa ef þar yrði farið að hrúga niður upplýsingamiðstöðvum þótt lágreistar yrðu. Því vara ég sérstaklega við áformum um meiri uppbyggingu þar, því aðkoman þar er stórkostleg, ég leyfi mér að segja einstök. Fólk sem kemur þarna í fyrsta sinn grípur andann á lofti. Því hefi ég ótal sinnum orðið vitni að. „Vernda skal náttúrulega ásýnd svæðisins" segir í Aðalskipulagi fyrir svæðið. Þessi staður, Þingvellir, var upphaflega valinn til að vera samkomustaður þjóðarinnar og hjarta hennar. Þarna skyldu menn safnast saman, ráða sínum ráðum og dvöldu oftlega þar tvær vikur í senn. Enda vildi Jónas Hallgrímsson að þar yrði þingið endurreist og varð tíðrætt um anda Þingvalla. Þegar Hótel Valhöll brann í júlí 2009 var ekki lengur hægt að gista í þjóðgarðinum nema í tjaldi, engar giftingarveislur, fermingarveislur, stórafmæli eða skírnarveislur var lengur hægt að halda þar. Enginn samkomustaður var þarna lengur til að fagna stóru stundunum í lífinu á sjálfum samkomustað þjóðarinnar frá aldaöðli. Þegar hugað er að uppbyggingu þjónustu þarna, þarf að hafa í huga hvert menn vilja beina gestum. Fyrir Alþingishátíðina 1930 var gistiskálinn á Þingvöllum sem áður hafði verið staðsettur við sjálfa Þingvellina, fluttur undir hamarinn þar sem Hótel Valhöll stóð þar til það brann. Þetta var gert að undirlagi þáverandi húsameistara ríkisins, Guðjóns Samúelssonar. Skálinn sá hafði verið byggður af vanefnum og sífellt klastrað við. Þarna hafði aldrei verið byggt af reisn og vandað til verks. Í þau óteljandi skipti sem ég hef staðið á Hakinu svonefnda og sýnt ferðamönnum dýrðina sem við blasir; flekaskilin við Hrafnabjörg, Þingvellina, Lögberg, gamla Þingvallabæinn, vatnið… og svo þegar ég segi að hér sé líka gamalt hótel, þá bregst það ekki að hóparnir segja allir sem einn: Hvar!? Þar liggur snilld Guðjóns Samúelssonar. Hann velur þjónustuskálanum sem síðar varð að Hótel Valhöll þann stað hvar hann fellur best inn í umhverfið og tekur ekkert frá náttúrulegri ásýnd svæðisins. Eiginlega er ekki hægt að sjá hótelið fyrr en ekið er upp að því. Græn hallandi þökin féllu að lit landslagsins og burstirnar kölluðust á við burstir gamla bæjarins. Hvað ætla menn að gera ef gamli Þingvallabærinn brennur? Banna að endurbyggja – af því staðurinn er á heimsminjaskrá. Ég vek athygli á því að það eru 936 staðir í heiminum á heimsminjaskrá Unesco ( sjá „World Heritage List") og orðið þjóðgarður þýðir ekki að staðurinn eigi að vera eins og múmía í glerskáp á safni. Kynnið ykkur hvernig Skotar skilgreina sína þjóðgarða, sjá Cairngorms og The Trossachs og Loch Lomond National parks. Að sjálfsögðu vilja allir umgangast Þingvelli af virðingu og alúð. En staðurinn má ekki bara vera fyrir útlendinga sem dvelja þar í 45 mínútur af ævi sinni. Þetta er líka okkar staður og þar viljum við geta komið oft og í allskyns erindagjörðum, allt frá berjatínslu til brúðkaupsnáttar. Því legg ég til að Hótel Valhöll verði endurreist í látleysi sínu á sama stað og því var valinn staður árið 1930. Byggt skal í sama stíl en að þessu sinni vandað til verka eins og gert var á brunareitnum svonefnda á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Í hótelinu yrði safnaðstaða og öll sú menningartengda ferðaþjónusta sem menn telja að þurfi að vera til staðar á Þingvöllum, þar sem hjarta þjóðarinnar slær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú auglýsir Þingvallanefnd eftir hugmyndum landsmanna um það hvernig fólk vill sjá Þingvallasvæðið í framtíðinni. Ég hef starfað sem fararstjóri mörg undanfarin ár og kem því reglulega til Þingvalla með ferðamenn. Í Þingvallasveit hef ég einnig dvalið hvert sumar enda afi minn fæddur og uppalinn í sveitinni. Það eru aðallega tvö atriði sem ég tel skipta meginmáli í sambandi við framtíðaruppbyggingu á Þingvöllum: Að ekki verði byggt meir á svonefndu Haki sem er yfirleitt fyrsti viðkomustaður gesta á Þingvöllum. Vernda ber þessa aðkomu enda er hún einstök í veröldinni. Hvergi í heimi sjást flekaskilin betur og væri það til vansa ef þar yrði farið að hrúga niður upplýsingamiðstöðvum þótt lágreistar yrðu. Því vara ég sérstaklega við áformum um meiri uppbyggingu þar, því aðkoman þar er stórkostleg, ég leyfi mér að segja einstök. Fólk sem kemur þarna í fyrsta sinn grípur andann á lofti. Því hefi ég ótal sinnum orðið vitni að. „Vernda skal náttúrulega ásýnd svæðisins" segir í Aðalskipulagi fyrir svæðið. Þessi staður, Þingvellir, var upphaflega valinn til að vera samkomustaður þjóðarinnar og hjarta hennar. Þarna skyldu menn safnast saman, ráða sínum ráðum og dvöldu oftlega þar tvær vikur í senn. Enda vildi Jónas Hallgrímsson að þar yrði þingið endurreist og varð tíðrætt um anda Þingvalla. Þegar Hótel Valhöll brann í júlí 2009 var ekki lengur hægt að gista í þjóðgarðinum nema í tjaldi, engar giftingarveislur, fermingarveislur, stórafmæli eða skírnarveislur var lengur hægt að halda þar. Enginn samkomustaður var þarna lengur til að fagna stóru stundunum í lífinu á sjálfum samkomustað þjóðarinnar frá aldaöðli. Þegar hugað er að uppbyggingu þjónustu þarna, þarf að hafa í huga hvert menn vilja beina gestum. Fyrir Alþingishátíðina 1930 var gistiskálinn á Þingvöllum sem áður hafði verið staðsettur við sjálfa Þingvellina, fluttur undir hamarinn þar sem Hótel Valhöll stóð þar til það brann. Þetta var gert að undirlagi þáverandi húsameistara ríkisins, Guðjóns Samúelssonar. Skálinn sá hafði verið byggður af vanefnum og sífellt klastrað við. Þarna hafði aldrei verið byggt af reisn og vandað til verks. Í þau óteljandi skipti sem ég hef staðið á Hakinu svonefnda og sýnt ferðamönnum dýrðina sem við blasir; flekaskilin við Hrafnabjörg, Þingvellina, Lögberg, gamla Þingvallabæinn, vatnið… og svo þegar ég segi að hér sé líka gamalt hótel, þá bregst það ekki að hóparnir segja allir sem einn: Hvar!? Þar liggur snilld Guðjóns Samúelssonar. Hann velur þjónustuskálanum sem síðar varð að Hótel Valhöll þann stað hvar hann fellur best inn í umhverfið og tekur ekkert frá náttúrulegri ásýnd svæðisins. Eiginlega er ekki hægt að sjá hótelið fyrr en ekið er upp að því. Græn hallandi þökin féllu að lit landslagsins og burstirnar kölluðust á við burstir gamla bæjarins. Hvað ætla menn að gera ef gamli Þingvallabærinn brennur? Banna að endurbyggja – af því staðurinn er á heimsminjaskrá. Ég vek athygli á því að það eru 936 staðir í heiminum á heimsminjaskrá Unesco ( sjá „World Heritage List") og orðið þjóðgarður þýðir ekki að staðurinn eigi að vera eins og múmía í glerskáp á safni. Kynnið ykkur hvernig Skotar skilgreina sína þjóðgarða, sjá Cairngorms og The Trossachs og Loch Lomond National parks. Að sjálfsögðu vilja allir umgangast Þingvelli af virðingu og alúð. En staðurinn má ekki bara vera fyrir útlendinga sem dvelja þar í 45 mínútur af ævi sinni. Þetta er líka okkar staður og þar viljum við geta komið oft og í allskyns erindagjörðum, allt frá berjatínslu til brúðkaupsnáttar. Því legg ég til að Hótel Valhöll verði endurreist í látleysi sínu á sama stað og því var valinn staður árið 1930. Byggt skal í sama stíl en að þessu sinni vandað til verka eins og gert var á brunareitnum svonefnda á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Í hótelinu yrði safnaðstaða og öll sú menningartengda ferðaþjónusta sem menn telja að þurfi að vera til staðar á Þingvöllum, þar sem hjarta þjóðarinnar slær.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar