Brotið á fötluðum börnum Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2011 09:36 Ný og breytt inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla útiloka stóran hóp þroskahamlaðra frá skólanum. Með því að meina börnum með þroskahömlun um skólavist í sérskóla brjóta fræðsluyfirvöld 17. grein grunnskólalaga frá 2008 þar sem segir: "Telji foreldrar barns, skólastjórar, kennarar eða aðrir sérfræðingar að það fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunnskóla geta foreldrar sótt um skólavist fyrir barnið í sérúrræði innan grunnskóla eða í sérskóla." Í reglugerð um nemendur með sérþarfir frá 2010, 2.grein, 3. málsgrein segir: "Með sérúrræði er átt við skólavist sem kallar á málsmeðferð skv. V og VI kafla, þ.e. í sérdeildum sem reknar eru innan tiltekinna grunnskóla, skólavist í sérskóla þar sem slíkt úrræði er til staðar og sjúkrakennslu. Almennur stuðningur við nemendur í kennslustundum telst ekki til sérúrræða í þessum skilningi." Það að foreldrar geti sótt um skólavist í sérúrræði eða sérskóla felur í sér að sérskóli eða sérdeild sé raunverulegur valkostur sem standi til boða. Í greininni stendur ekki: "geta reynt en það þýðir ekki neitt." Sveitarfélögum hlýtur að vera skylt að sjá til þess að þessi úrræði séu til staðar Ef ný og breytt inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla eiga að standa þarf að breyta lögunum þannig að fram komi að foreldrar sumra barna sem ekki fái notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunnskóla, geti sótt um skólavist fyrir barnið í sérskóla. Slíkt stríðir þó gegn stjórnarskrá lýðveldisins þar sem segir í annarri málsgrein 76.greinar: "Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi." Þótt í lögunum segi að foreldrar geti sótt um skólavist í sérúrræði eða sérdeild innan grunnskóla þá eru það orðin tóm fyrir foreldra þroskahamlaðra barna því slíkar deildir eru ekki starfræktar lengur. Ef fræðsluyfirvöld vilja fara að lögum og virða stjórnarskrá lýðveldisins verða þau að bjóða öllum börnum sem ekki fá notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunnskóla, uppá skólavist í sérskóla eða sérúrræði innan grunnskóla. Þá er rétt að minna fræðsluyfirvöld á þriðju grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að, en þar segir: "Það sem er börnum er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar er ákvarðanir sem þau varða." Ísland er einnig aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um fólk með fötlun en þar segir í sjöundu grein: "Í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu." Ég hvet fræðsluyfirvöld til að fara að lögum þegar teknar eru ákvarðanir sem varða þroskahömluð börn, setja í forgang það sem þeim er fyrir bestu og virða stjórnarskrá lýðveldisins. Ég hvet fræðsluyfirvöld til að færa inntökuskilyrði Öskjuhlíðarskóla til fyrra horfs þannig að skólinn standi öllum þroskaheftum börnum til boða en ekki bara sumum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ný og breytt inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla útiloka stóran hóp þroskahamlaðra frá skólanum. Með því að meina börnum með þroskahömlun um skólavist í sérskóla brjóta fræðsluyfirvöld 17. grein grunnskólalaga frá 2008 þar sem segir: "Telji foreldrar barns, skólastjórar, kennarar eða aðrir sérfræðingar að það fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunnskóla geta foreldrar sótt um skólavist fyrir barnið í sérúrræði innan grunnskóla eða í sérskóla." Í reglugerð um nemendur með sérþarfir frá 2010, 2.grein, 3. málsgrein segir: "Með sérúrræði er átt við skólavist sem kallar á málsmeðferð skv. V og VI kafla, þ.e. í sérdeildum sem reknar eru innan tiltekinna grunnskóla, skólavist í sérskóla þar sem slíkt úrræði er til staðar og sjúkrakennslu. Almennur stuðningur við nemendur í kennslustundum telst ekki til sérúrræða í þessum skilningi." Það að foreldrar geti sótt um skólavist í sérúrræði eða sérskóla felur í sér að sérskóli eða sérdeild sé raunverulegur valkostur sem standi til boða. Í greininni stendur ekki: "geta reynt en það þýðir ekki neitt." Sveitarfélögum hlýtur að vera skylt að sjá til þess að þessi úrræði séu til staðar Ef ný og breytt inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla eiga að standa þarf að breyta lögunum þannig að fram komi að foreldrar sumra barna sem ekki fái notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunnskóla, geti sótt um skólavist fyrir barnið í sérskóla. Slíkt stríðir þó gegn stjórnarskrá lýðveldisins þar sem segir í annarri málsgrein 76.greinar: "Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi." Þótt í lögunum segi að foreldrar geti sótt um skólavist í sérúrræði eða sérdeild innan grunnskóla þá eru það orðin tóm fyrir foreldra þroskahamlaðra barna því slíkar deildir eru ekki starfræktar lengur. Ef fræðsluyfirvöld vilja fara að lögum og virða stjórnarskrá lýðveldisins verða þau að bjóða öllum börnum sem ekki fá notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunnskóla, uppá skólavist í sérskóla eða sérúrræði innan grunnskóla. Þá er rétt að minna fræðsluyfirvöld á þriðju grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að, en þar segir: "Það sem er börnum er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar er ákvarðanir sem þau varða." Ísland er einnig aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um fólk með fötlun en þar segir í sjöundu grein: "Í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu." Ég hvet fræðsluyfirvöld til að fara að lögum þegar teknar eru ákvarðanir sem varða þroskahömluð börn, setja í forgang það sem þeim er fyrir bestu og virða stjórnarskrá lýðveldisins. Ég hvet fræðsluyfirvöld til að færa inntökuskilyrði Öskjuhlíðarskóla til fyrra horfs þannig að skólinn standi öllum þroskaheftum börnum til boða en ekki bara sumum.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun