Úti í móa Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. júlí 2011 08:00 Geir H. Haarde ber ekki ábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Hann braut ekki lög. Hann gerði sitt besta þegar í óefni var komið haustið 2008. En þar með er ekki sagt að hann eða aðrir ráðamenn hafi í öllu staðið sig vel fyrir hrun og þegar það dundi yfir. Í aðdragandanum var andvaraleysið of mikið og þegar holskeflan reið yfir var reynt að grípa til örþrifaráða sem dugðu einfaldlega ekki. Geir var ekki einn um að bregðast seint og illa við því sem er svo auðvelt að sjá eftir á. Árið 2005, þegar gríðarleg lántaka bankanna stóð sem hæst, dásamaði Halldór Ásgrímsson, forveri hans á stóli forsætisráðherra, „íslenska efnahagsundrið“. Árið 2007 svaraði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde, þeim sem vöruðu við ofhitnun í íslenskum efnahag með því að spyrja: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Mörg önnur dæmi mætti taka. „Sú einarða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinu okkar var rétt og frá henni verður hvergi hvikað,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í september 2008. Síðar í þeim mánuði reyndu Seðlabankinn og ríkisstjórnin að bjarga Glitni með því að eignast meirihluta í honum fyrir fúlgu fjár. Í byrjun október átti að bjarga Kaupþingi með risaláni. Um svipað leyti vonaði Geir H. Haarde, ef marka má orð hans í fjölmiðlum, að Landsbankinn stæði af sér fjármálastorminn, sem þá geisaði um allan heim, vegna þess að þar á bæ hefðu menn haft vit á að safna svo miklu af innlánum í útlöndum. Í blálokin hugleiddu stjórnvöld líka að láta lífeyrissjóðina koma bankakerfinu til bjargar. Vandinn var bara orðinn svo mikill að menn réðu ekki við hann. Í því felst lítil stjórnlist. Skaparar sögunnar ætla augljóslega að skrifa hana líka. Það er skiljanlegt, ekki síst ef menn þurfa að taka til varna í pólitískum réttarhöldum. Þar að auki er sumt af því sem eftiráspekingar halda fram svo ósanngjarnt að fólki hlýtur að svella móður. En ýmis orð að undanförnu um snilld íslenskra ráðamanna í hruninu eru samt líkust því að ökumaður, sem missti stjórn á bíl sínum þannig að hann valt ótal sinnum áður en hann stöðvaðist ónýtur úti í móa, segi sigri hrósandi: „Sjáiði bara, ég náði að láta hann lenda á hjólunum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Geir H. Haarde ber ekki ábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Hann braut ekki lög. Hann gerði sitt besta þegar í óefni var komið haustið 2008. En þar með er ekki sagt að hann eða aðrir ráðamenn hafi í öllu staðið sig vel fyrir hrun og þegar það dundi yfir. Í aðdragandanum var andvaraleysið of mikið og þegar holskeflan reið yfir var reynt að grípa til örþrifaráða sem dugðu einfaldlega ekki. Geir var ekki einn um að bregðast seint og illa við því sem er svo auðvelt að sjá eftir á. Árið 2005, þegar gríðarleg lántaka bankanna stóð sem hæst, dásamaði Halldór Ásgrímsson, forveri hans á stóli forsætisráðherra, „íslenska efnahagsundrið“. Árið 2007 svaraði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde, þeim sem vöruðu við ofhitnun í íslenskum efnahag með því að spyrja: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Mörg önnur dæmi mætti taka. „Sú einarða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinu okkar var rétt og frá henni verður hvergi hvikað,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í september 2008. Síðar í þeim mánuði reyndu Seðlabankinn og ríkisstjórnin að bjarga Glitni með því að eignast meirihluta í honum fyrir fúlgu fjár. Í byrjun október átti að bjarga Kaupþingi með risaláni. Um svipað leyti vonaði Geir H. Haarde, ef marka má orð hans í fjölmiðlum, að Landsbankinn stæði af sér fjármálastorminn, sem þá geisaði um allan heim, vegna þess að þar á bæ hefðu menn haft vit á að safna svo miklu af innlánum í útlöndum. Í blálokin hugleiddu stjórnvöld líka að láta lífeyrissjóðina koma bankakerfinu til bjargar. Vandinn var bara orðinn svo mikill að menn réðu ekki við hann. Í því felst lítil stjórnlist. Skaparar sögunnar ætla augljóslega að skrifa hana líka. Það er skiljanlegt, ekki síst ef menn þurfa að taka til varna í pólitískum réttarhöldum. Þar að auki er sumt af því sem eftiráspekingar halda fram svo ósanngjarnt að fólki hlýtur að svella móður. En ýmis orð að undanförnu um snilld íslenskra ráðamanna í hruninu eru samt líkust því að ökumaður, sem missti stjórn á bíl sínum þannig að hann valt ótal sinnum áður en hann stöðvaðist ónýtur úti í móa, segi sigri hrósandi: „Sjáiði bara, ég náði að láta hann lenda á hjólunum.“
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar