Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, fékk hvíld frá æfingu í gær til að jafna sig á smávægilegum meiðslum á öxl.
Wade fór í aðgerð á öxl árið 2008 og hefur síðan verið í töluverðum erfileikum með að ná sér 100% heilum.
Miami Heat mættir Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA meistaratitilinn en það hefst á þriðjudagskvöld.
Erik Spoelstra, þjálfari Miami, sagði að leikmaðurinn sé langt frá því að vera meiddur en hann þurfi á smá hvíld að halda eftir tvö erfið einvígi gegn Boston Celtics og Chicago Bulls.
„Ég gaf honum hvíld frá æfingu í gær en hann þurfti á því að halda bæði andlega og líkamlega,“ sagði Spoelstra.
Udonis Haslem, leikmaður Heat, tók því einnig mjög rólega á æfingu, en hann hefur lítið sem ekkert leikið á þessari leiktíð sökum erfiðra meiðsla.
Dwyane Wade fékk frí frá æfingu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti


Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

