Enski boltinn

Leyton Orient leikmennirnir unnu sér inn ferð til Las Vegas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leyton Orient leikmennirnir fagna sigurmarki Jonathan Téhoué.
Leyton Orient leikmennirnir fagna sigurmarki Jonathan Téhoué. Mynd/AP
Leikmenn Leyton Orient fögnuðu jafnteflinu á móti Arsenal í ensku bikarkeppninni í gær eins og þeir hefðu verið að tryggja sér sæti í næstu umferð. Stjórnarformaðurinn var líka nánast ánægðari með jafntefli en hann hefði verið með sigur því Leyton Orient bíður annar leikur á móti Arsenal á Emirates sem mun redda öllum fjárhagsvandræðum félagsins í ár.

Varamaðurinn Jonathan Téhoué tryggði Leyton Orient 1-1 jafntefli en það þóttu vera fréttir í ensku miðlunum að landi hans Arsene Wenger, hafði aldrei heyrt á hann minnst áður. Wenger ætti að kannast við kappann eftir þetta mark sem mun auka enn frekar leikjaálagið á hans mönnum.

Barry Hearn, stjórnarformaður Leyton Orient, var svo ánægður með leikmennina sína að hann bauð þeim í ferð til Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann hafði lofað þeim því fyrir leikinn og ætlar að standa við það. Það var því ekkert skrítið að leikmenn liðsins hafði fagnað jafnteflinu í gær jafn vel og raun bar vitni.

„Strákarnir voru að spila Elvis Presley lög á fullu þegar ég kom inn í búningsklefann eftir leikinn og þeir munu allir syngja Viva Las Vegas þegar þeir fara til Las vegas," sagði Viva Barry Hearn kátur.

Fjárhagsvandræði Leyton Orient voru þannig að þetta jafntefli kom sér afar vel enda fær félagið mikið pening í tengslum við seinni leikinn á Emirates-leikvanginum. Komist Leyton Orient áfram bíður þeirra leikur á móti Manchester United á Old Trafford en ekki er enn vitað hvað þær munu fá komist þeir svo langt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×