Mosfellingar unnu Framara í Safamýri

Afturelding vann óvæntan sigur á Fram í Safamýri í N1 deild karla í kvöld. Mosfellingar höfðu tapað fyrstu þremur leikjum sínum eftir HM-frí en unnu sex marka sigur á Fram í kvöld, 32-26.
Þetta var þriðja tap Framara í röð og það er ljóst að tapið í undanúrslitum bikarsins hefur farið illa í Framara. Fram-liðið hefur steinlegið í síðustu tveimur heimaleikjum sínum á móti Haukum og Aftureldingu.
Afturelding náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik en var 15-14 yfir í hálfleik. Mosfellingar höfðu síðan örugga forystu í seinni hálfleiknum og tryggðu sér sinn þriðja sigur í vetur og þann fyrsta frá því í desember.
Fram-Afturelding 26-32 (14-15)
Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 5
Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Magnús Stefánsson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1
Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 8, Hilmar Stefánsson 7, Haukur Sigurvinsson 4, Arnar Theodórsson 3, Þrándur Gíslason 3, Jón Andri Helgason 2, Bjarni Aron Þórðarson 2, Sverrir hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.