Kjarasamningur kennara Bryndís Haralds skrifar 6. mars 2011 00:01 Það verður seint deilt um mikilvægi þess að börnin okkar fái góða menntun. Forsenda þess eru góðir kennarar sem eiga að fá góð laun. En eru íslenskir grunnskólakennarar vel launaðir? Byrjunarlaun íslenskra kennara eru 84% (2007) af meðallaunum kennara inna OECD ríkjanna. Af þessum tölum er auðvelt að draga þá ályktun að laun kennara séu ekki í samræmi við mikilvægi starfsins. Þegar kostnaður við grunnskólana er greindur er langstærsti hluti kostnaðarins laun. Heildarkostnaður 2007 við grunnskólastigið á Íslandi var 3.7% af vergri landsframleiðslu sem var 54% hærra en meðaltal OECD landa. Við verjum mun hærra hlutfalli af vergri landsframleiðslu til skólamála en OECD löndin, en samt fá kennarar hér lægri laun. Hver er ástæða þessa ? Kjarasamningur kennara er allt of flókinn og fer langt út fyrir hlutverk sitt. Þar eru langar klausur sem kveða á um hvað kennari á að kenna mikið, hversu langan undirbúningstíma hann hefur, hvað kennslumagnið minnki við lífaldur kennarar o.sfrv. Raunin er svo sú að skólastjóri hefur mjög takmarkað með það að gera hvernig kennarar verja tíma sínum, það er mikið til ákveðið í kjarasamningi. Að mínu mati eiga kjarasamningar að ákveða kaup og kjör en ekki ákveða með hvaða hætti eigi að reka viðkomandi stofnun eða fyrirtæki. Áður fyrr voru lög og reglugerðir um grunnskólann þannig úr garði gerð að lítið svigrúm var fyrir skóla að marka sér sérstöðu. Með grunnskólalögunum frá 2008 hefur þetta breyst og því ættu skólar nú að eiga auðveldara um vik með að móta sérstöðu og þróa sinn eigin skólabrag. En kjarasamningur kennara er hamlandi þegar kemur að þróun og nýsköpun í skólastarfi sökum þess hversu lítin sveigjanleika hann bíður upp á. Ég skora á samningsaðila í kjaraviðræðum kennara að láta kjarasamning kennara snúast eingöngu um kaup og kjör þessarar mikilvægu stéttar. Á árinu 2007 kostaði hver nemi á grunn- og miðstigi á Íslandi um 43% meira en meðalkostnaður pr nema innan OECD ríkjanna, Norðurlöndin raða sér reyndar á toppinn en Finnar sem við viljum nú oft miða okkur við þegar kemur að menntamálum reka greinilega mjög hagstætt skólakerfi en þar er kostnaður pr nemanda undir meðaltali OECD ríkjanna. Á sama tíma eru finnskir nemendur að skora mjög hátt í alþjóðlegum samanburði hvað kunnáttu varðar. Framlög til skólamála hafa aukist umtalsvert á síðustu árum og ég held ég geti líka fullyrt að gæði skólastarfsins hafa aukist. Það er samt óásættanlegt að okkar kerfi kosti mun meira en í löndunum sem við berum okkur saman við á sama tíma og kennarar hér hafa lægri laun en í þessum löndum. Við hljótum því að gera bætt kjör kennara án þess að skólakerfið þurfi að kosta okkur meira. Ég tel lausnina felast í kjarasamning kennara. Kjarasamningarnir þurfa að vera einfaldari og líkari því sem gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Það verður seint deilt um mikilvægi þess að börnin okkar fái góða menntun. Forsenda þess eru góðir kennarar sem eiga að fá góð laun. En eru íslenskir grunnskólakennarar vel launaðir? Byrjunarlaun íslenskra kennara eru 84% (2007) af meðallaunum kennara inna OECD ríkjanna. Af þessum tölum er auðvelt að draga þá ályktun að laun kennara séu ekki í samræmi við mikilvægi starfsins. Þegar kostnaður við grunnskólana er greindur er langstærsti hluti kostnaðarins laun. Heildarkostnaður 2007 við grunnskólastigið á Íslandi var 3.7% af vergri landsframleiðslu sem var 54% hærra en meðaltal OECD landa. Við verjum mun hærra hlutfalli af vergri landsframleiðslu til skólamála en OECD löndin, en samt fá kennarar hér lægri laun. Hver er ástæða þessa ? Kjarasamningur kennara er allt of flókinn og fer langt út fyrir hlutverk sitt. Þar eru langar klausur sem kveða á um hvað kennari á að kenna mikið, hversu langan undirbúningstíma hann hefur, hvað kennslumagnið minnki við lífaldur kennarar o.sfrv. Raunin er svo sú að skólastjóri hefur mjög takmarkað með það að gera hvernig kennarar verja tíma sínum, það er mikið til ákveðið í kjarasamningi. Að mínu mati eiga kjarasamningar að ákveða kaup og kjör en ekki ákveða með hvaða hætti eigi að reka viðkomandi stofnun eða fyrirtæki. Áður fyrr voru lög og reglugerðir um grunnskólann þannig úr garði gerð að lítið svigrúm var fyrir skóla að marka sér sérstöðu. Með grunnskólalögunum frá 2008 hefur þetta breyst og því ættu skólar nú að eiga auðveldara um vik með að móta sérstöðu og þróa sinn eigin skólabrag. En kjarasamningur kennara er hamlandi þegar kemur að þróun og nýsköpun í skólastarfi sökum þess hversu lítin sveigjanleika hann bíður upp á. Ég skora á samningsaðila í kjaraviðræðum kennara að láta kjarasamning kennara snúast eingöngu um kaup og kjör þessarar mikilvægu stéttar. Á árinu 2007 kostaði hver nemi á grunn- og miðstigi á Íslandi um 43% meira en meðalkostnaður pr nema innan OECD ríkjanna, Norðurlöndin raða sér reyndar á toppinn en Finnar sem við viljum nú oft miða okkur við þegar kemur að menntamálum reka greinilega mjög hagstætt skólakerfi en þar er kostnaður pr nemanda undir meðaltali OECD ríkjanna. Á sama tíma eru finnskir nemendur að skora mjög hátt í alþjóðlegum samanburði hvað kunnáttu varðar. Framlög til skólamála hafa aukist umtalsvert á síðustu árum og ég held ég geti líka fullyrt að gæði skólastarfsins hafa aukist. Það er samt óásættanlegt að okkar kerfi kosti mun meira en í löndunum sem við berum okkur saman við á sama tíma og kennarar hér hafa lægri laun en í þessum löndum. Við hljótum því að gera bætt kjör kennara án þess að skólakerfið þurfi að kosta okkur meira. Ég tel lausnina felast í kjarasamning kennara. Kjarasamningarnir þurfa að vera einfaldari og líkari því sem gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun