Húsnæði óskast 24. nóvember 2011 06:00 Það er húsnæðisekla á höfuðborgarsvæðinu, það vita allir en hversu slæm hafði ég sjálf varla gert mér grein fyrir. Nokkrum vikum fyrir efnahagshrunið flutti ég til landsins eftir sjö ára námsdvöl erlendis og hef verið spurð æ síðan hvernig það leggist í mig, hvort flutningurinn hafi ekki verið mistök. Því hef ég ávallt svarað neitandi vegna þess að í raun höfðu lífsgæði mín ekkert minnkað, eins og margra annarra, ég lærði að lifa spart á námsárunum og missti af lífsgæðakapphlaupinu í heimalandi mínu. En í dag er þetta breytt, það hvarflar að mér að ég hafi gert mistök, að ég hefði ekki átt að flytja. Ég eignaðist son fyrir tæpum tveimur árum og ég er þakklát fyrir það að hann sé í nánu sambandi við ættingja sína en á sama tíma get ég ekki boðið honum upp á fasta búsetu. Barnsfaðir minn og ég höfum ekki getað fest kaup á íbúðarhúsnæði og höfum því þurft að leigja og höfum verið heppin, hingað til. Við leigðum á sanngjörnu verði en fyrir þremur mánuðum seldist húsnæðið og við þurftum að flytja út. Og leitin að nýjum stað fyrir heimili okkar hefur ekki borið neinn árangur, fyrir lok mánaðarins fluttum við til tengdamóður minnar. Við erum heppin að geta það, við erum heppin að hún á stóran bílskúr sem rúmar búslóðina okkar og að hún var tilbúin að lána okkur svefnherbergið sitt. Það eru tveir möguleikar í stöðunni hjá okkur, að halda leitinni áfram að leiguhúsnæði og greiða hundrað og fimmtíu til sjötíu þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð, svo ég tali nú ekki um það að sonur minn þurfi að skipta um leikskóla ef við þurfum að flytja á milli bæjarfélaga. Og hinn möguleikinn er að yfirtaka skuldir einhvers sem er kominn í þrot, einhverrar fjölskyldu sem er að missa húsnæðið sitt vegna þess að lánin hafa vaxið yfir verðmæti íbúðarinnar. Það myndi þýða að við hefðum fasta búsetu, þangað til við myndum missa tökin, þar til lánin hækkuðu enn meir. Leigumarkaðurinn á Íslandi er mjög ólíkur því sem gerist í nágrannalöndunum, hann er óskipulagður og leigusalar eru flestir einstaklingar með eina til tvær íbúðir á sínum snærum. Þetta leiðir til þess að búseta í leiguhúsnæði er ekki trygg, hún er háð duttlungum og högum annarra einstaklinga. Leigjendum er boðið upp á slæmar aðstæður, alltof hátt verð og óöryggi. Um daginn sendum við fyrirspurn (á leigumiðlun) um þriggja herbergja íbúð sem var auglýst til leigu á hundrað og fjörutíu þúsund og fengum við þær upplýsingar að það væri sveppur í íbúðinni og fyrri leigjandi hefði flutt út, að hann teldi að hann hefði fengið astma sökum þess. Okkur bauðst að leigja íbúðina á þessu verði en hefðum þurft að sjá um þrif á húsnæðinu. Í ofanálag þá var leigan vísitölutengd sem þýðir það að eftir áramót gætum við verið að greiða hundrað og fimmtíu þúsund, allt háð byggingarvísitölu. Á meðan við og fjölmargar aðrar fjölskyldur og einstaklingar leita að íbúðum, flytja inn á ættingja og vini, sofa með börnin sín á sófum, þá á bankinn minn (og aðrir bankar) talsvert af íbúðarhúsnæði sem stendur autt og öllum veðböndum hefur verið aflétt. Íbúðalánasjóður á 130 íbúðir sem eiga að koma á markað en enn gerist ekkert í þeim efnum, engin íbúð hefur verið leigð út. Okkur gagnast ekkert að velferðarráð, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi út viljayfirlýsingar um uppbyggingu á langtímaleigumarkaði, við þurfum að fá að flytja inn, ekki á morgun heldur í dag, áður en við, fólk og fjölskyldur úr öllum stigum þjóðfélagsins, menntað og ómenntað, flytjum úr landi sökum þess að við getum ekki boðið börnunum okkar upp á að ganga í sama leikskólann eða skólann í meira en eitt ár. Og það sem meira er, við getum ekki tekið þátt í nærsamfélagi og lagt okkar að mörkum í samfélagslegri uppbyggingu í hverfum, götum eða blokkum vegna þess að við erum bara gestir, sem verða að öllum líkindum farnir á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisekla á höfuðborgarsvæðinu, það vita allir en hversu slæm hafði ég sjálf varla gert mér grein fyrir. Nokkrum vikum fyrir efnahagshrunið flutti ég til landsins eftir sjö ára námsdvöl erlendis og hef verið spurð æ síðan hvernig það leggist í mig, hvort flutningurinn hafi ekki verið mistök. Því hef ég ávallt svarað neitandi vegna þess að í raun höfðu lífsgæði mín ekkert minnkað, eins og margra annarra, ég lærði að lifa spart á námsárunum og missti af lífsgæðakapphlaupinu í heimalandi mínu. En í dag er þetta breytt, það hvarflar að mér að ég hafi gert mistök, að ég hefði ekki átt að flytja. Ég eignaðist son fyrir tæpum tveimur árum og ég er þakklát fyrir það að hann sé í nánu sambandi við ættingja sína en á sama tíma get ég ekki boðið honum upp á fasta búsetu. Barnsfaðir minn og ég höfum ekki getað fest kaup á íbúðarhúsnæði og höfum því þurft að leigja og höfum verið heppin, hingað til. Við leigðum á sanngjörnu verði en fyrir þremur mánuðum seldist húsnæðið og við þurftum að flytja út. Og leitin að nýjum stað fyrir heimili okkar hefur ekki borið neinn árangur, fyrir lok mánaðarins fluttum við til tengdamóður minnar. Við erum heppin að geta það, við erum heppin að hún á stóran bílskúr sem rúmar búslóðina okkar og að hún var tilbúin að lána okkur svefnherbergið sitt. Það eru tveir möguleikar í stöðunni hjá okkur, að halda leitinni áfram að leiguhúsnæði og greiða hundrað og fimmtíu til sjötíu þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð, svo ég tali nú ekki um það að sonur minn þurfi að skipta um leikskóla ef við þurfum að flytja á milli bæjarfélaga. Og hinn möguleikinn er að yfirtaka skuldir einhvers sem er kominn í þrot, einhverrar fjölskyldu sem er að missa húsnæðið sitt vegna þess að lánin hafa vaxið yfir verðmæti íbúðarinnar. Það myndi þýða að við hefðum fasta búsetu, þangað til við myndum missa tökin, þar til lánin hækkuðu enn meir. Leigumarkaðurinn á Íslandi er mjög ólíkur því sem gerist í nágrannalöndunum, hann er óskipulagður og leigusalar eru flestir einstaklingar með eina til tvær íbúðir á sínum snærum. Þetta leiðir til þess að búseta í leiguhúsnæði er ekki trygg, hún er háð duttlungum og högum annarra einstaklinga. Leigjendum er boðið upp á slæmar aðstæður, alltof hátt verð og óöryggi. Um daginn sendum við fyrirspurn (á leigumiðlun) um þriggja herbergja íbúð sem var auglýst til leigu á hundrað og fjörutíu þúsund og fengum við þær upplýsingar að það væri sveppur í íbúðinni og fyrri leigjandi hefði flutt út, að hann teldi að hann hefði fengið astma sökum þess. Okkur bauðst að leigja íbúðina á þessu verði en hefðum þurft að sjá um þrif á húsnæðinu. Í ofanálag þá var leigan vísitölutengd sem þýðir það að eftir áramót gætum við verið að greiða hundrað og fimmtíu þúsund, allt háð byggingarvísitölu. Á meðan við og fjölmargar aðrar fjölskyldur og einstaklingar leita að íbúðum, flytja inn á ættingja og vini, sofa með börnin sín á sófum, þá á bankinn minn (og aðrir bankar) talsvert af íbúðarhúsnæði sem stendur autt og öllum veðböndum hefur verið aflétt. Íbúðalánasjóður á 130 íbúðir sem eiga að koma á markað en enn gerist ekkert í þeim efnum, engin íbúð hefur verið leigð út. Okkur gagnast ekkert að velferðarráð, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi út viljayfirlýsingar um uppbyggingu á langtímaleigumarkaði, við þurfum að fá að flytja inn, ekki á morgun heldur í dag, áður en við, fólk og fjölskyldur úr öllum stigum þjóðfélagsins, menntað og ómenntað, flytjum úr landi sökum þess að við getum ekki boðið börnunum okkar upp á að ganga í sama leikskólann eða skólann í meira en eitt ár. Og það sem meira er, við getum ekki tekið þátt í nærsamfélagi og lagt okkar að mörkum í samfélagslegri uppbyggingu í hverfum, götum eða blokkum vegna þess að við erum bara gestir, sem verða að öllum líkindum farnir á morgun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun