Að vera jafnaðarmaður Magnús Orri Schram skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlindir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hófsemi og sanngirni. Undanfarin ár höfum við leitt ríkisstjórn sem hefur unnið þrekvirki við endurreisn ríkissjóðs. Um 140 milljarða viðsnúningur hefur orðið rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. Við þessa aðlögun að veruleikanum höfum við gætt að áherslum jafnaðarmanna. Breytingar á tekjuskatti einstaklinga sýna vel hvernig við höfum létt undir með þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Frá hruni hefur tekjuskattur lækkað hjá 60-70% einstaklinga. Alls eru 85 þúsund manns að greiða lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig vinna jafnaðarmenn. Rannsóknir sýna að samfélög þar sem fjárhagslegur ójöfnuður er meiri, eigi við erfiðari félagsleg vandamál að etja en samfélög jöfnuðar. Svo virðist að nær öll heilsufarsleg og félagsleg vandamál, sem oftast eru algengari meðal fátækra í sérhverju samfélagi, eru mun algengari í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Á hinn bóginn njóta íbúar samfélaga, þar sem meiri jöfnuður ríkir betri heilsu og lífslíkur þeirra eru lengri, færri glíma við eiturlyfjavanda, ofbeldi er minna, minna er um barneignir táningsstúlkna, börnum líður betur, offita er minni, geðrænir sjúkdómar sjaldgæfari og félagslegur hreyfanleiki er meiri. Þýðingarmikið atriði varðandi öll þessi vandamál er að samheldni og samstaða tapast í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Rannsóknir virðast sýna ítrekað, að þar sem tekjumunur milli ríkra og fátækra er minni, eru íbúar vinsamlegri og samheldni meiri; samskipti og virkni í nærsamfélögum er meiri, fólk treystir öðru fólki betur, og skólabörn eru síður lögð í einelti. Svo virðist sem óöryggi og ójöfnuður innan samfélagsins ýti undir það viðhorf að mikilvægt sé að eiga mikla peninga og því vinnur fólk í samfélögum ójafnaðar meira en í þeim sem einkennast af jöfnuði. Ójöfnuður eykur því álag á fjölskyldur og foreldra. Ísland virðist smátt og smátt vera á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur er vel yfir meðallagi innan Evrópu og atvinnuleysi er á undanhaldi. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut; fjölga atvinnutækifærum og styrkja hag velferðar í landinu. En gleymum því samt ekki að hamingja þjóðarinnar felst í að efla samheldni og traust. Því er mikilvægt að auka samstöðu innan samfélagins og styðja þá sem minnst mega sín. Þannig aukum við hamingju borgaranna en það er sú hagvaxtarmæling sem mestu skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlindir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hófsemi og sanngirni. Undanfarin ár höfum við leitt ríkisstjórn sem hefur unnið þrekvirki við endurreisn ríkissjóðs. Um 140 milljarða viðsnúningur hefur orðið rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. Við þessa aðlögun að veruleikanum höfum við gætt að áherslum jafnaðarmanna. Breytingar á tekjuskatti einstaklinga sýna vel hvernig við höfum létt undir með þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Frá hruni hefur tekjuskattur lækkað hjá 60-70% einstaklinga. Alls eru 85 þúsund manns að greiða lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig vinna jafnaðarmenn. Rannsóknir sýna að samfélög þar sem fjárhagslegur ójöfnuður er meiri, eigi við erfiðari félagsleg vandamál að etja en samfélög jöfnuðar. Svo virðist að nær öll heilsufarsleg og félagsleg vandamál, sem oftast eru algengari meðal fátækra í sérhverju samfélagi, eru mun algengari í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Á hinn bóginn njóta íbúar samfélaga, þar sem meiri jöfnuður ríkir betri heilsu og lífslíkur þeirra eru lengri, færri glíma við eiturlyfjavanda, ofbeldi er minna, minna er um barneignir táningsstúlkna, börnum líður betur, offita er minni, geðrænir sjúkdómar sjaldgæfari og félagslegur hreyfanleiki er meiri. Þýðingarmikið atriði varðandi öll þessi vandamál er að samheldni og samstaða tapast í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Rannsóknir virðast sýna ítrekað, að þar sem tekjumunur milli ríkra og fátækra er minni, eru íbúar vinsamlegri og samheldni meiri; samskipti og virkni í nærsamfélögum er meiri, fólk treystir öðru fólki betur, og skólabörn eru síður lögð í einelti. Svo virðist sem óöryggi og ójöfnuður innan samfélagsins ýti undir það viðhorf að mikilvægt sé að eiga mikla peninga og því vinnur fólk í samfélögum ójafnaðar meira en í þeim sem einkennast af jöfnuði. Ójöfnuður eykur því álag á fjölskyldur og foreldra. Ísland virðist smátt og smátt vera á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur er vel yfir meðallagi innan Evrópu og atvinnuleysi er á undanhaldi. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut; fjölga atvinnutækifærum og styrkja hag velferðar í landinu. En gleymum því samt ekki að hamingja þjóðarinnar felst í að efla samheldni og traust. Því er mikilvægt að auka samstöðu innan samfélagins og styðja þá sem minnst mega sín. Þannig aukum við hamingju borgaranna en það er sú hagvaxtarmæling sem mestu skiptir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar