Að vera jafnaðarmaður Magnús Orri Schram skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlindir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hófsemi og sanngirni. Undanfarin ár höfum við leitt ríkisstjórn sem hefur unnið þrekvirki við endurreisn ríkissjóðs. Um 140 milljarða viðsnúningur hefur orðið rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. Við þessa aðlögun að veruleikanum höfum við gætt að áherslum jafnaðarmanna. Breytingar á tekjuskatti einstaklinga sýna vel hvernig við höfum létt undir með þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Frá hruni hefur tekjuskattur lækkað hjá 60-70% einstaklinga. Alls eru 85 þúsund manns að greiða lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig vinna jafnaðarmenn. Rannsóknir sýna að samfélög þar sem fjárhagslegur ójöfnuður er meiri, eigi við erfiðari félagsleg vandamál að etja en samfélög jöfnuðar. Svo virðist að nær öll heilsufarsleg og félagsleg vandamál, sem oftast eru algengari meðal fátækra í sérhverju samfélagi, eru mun algengari í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Á hinn bóginn njóta íbúar samfélaga, þar sem meiri jöfnuður ríkir betri heilsu og lífslíkur þeirra eru lengri, færri glíma við eiturlyfjavanda, ofbeldi er minna, minna er um barneignir táningsstúlkna, börnum líður betur, offita er minni, geðrænir sjúkdómar sjaldgæfari og félagslegur hreyfanleiki er meiri. Þýðingarmikið atriði varðandi öll þessi vandamál er að samheldni og samstaða tapast í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Rannsóknir virðast sýna ítrekað, að þar sem tekjumunur milli ríkra og fátækra er minni, eru íbúar vinsamlegri og samheldni meiri; samskipti og virkni í nærsamfélögum er meiri, fólk treystir öðru fólki betur, og skólabörn eru síður lögð í einelti. Svo virðist sem óöryggi og ójöfnuður innan samfélagsins ýti undir það viðhorf að mikilvægt sé að eiga mikla peninga og því vinnur fólk í samfélögum ójafnaðar meira en í þeim sem einkennast af jöfnuði. Ójöfnuður eykur því álag á fjölskyldur og foreldra. Ísland virðist smátt og smátt vera á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur er vel yfir meðallagi innan Evrópu og atvinnuleysi er á undanhaldi. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut; fjölga atvinnutækifærum og styrkja hag velferðar í landinu. En gleymum því samt ekki að hamingja þjóðarinnar felst í að efla samheldni og traust. Því er mikilvægt að auka samstöðu innan samfélagins og styðja þá sem minnst mega sín. Þannig aukum við hamingju borgaranna en það er sú hagvaxtarmæling sem mestu skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlindir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hófsemi og sanngirni. Undanfarin ár höfum við leitt ríkisstjórn sem hefur unnið þrekvirki við endurreisn ríkissjóðs. Um 140 milljarða viðsnúningur hefur orðið rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. Við þessa aðlögun að veruleikanum höfum við gætt að áherslum jafnaðarmanna. Breytingar á tekjuskatti einstaklinga sýna vel hvernig við höfum létt undir með þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Frá hruni hefur tekjuskattur lækkað hjá 60-70% einstaklinga. Alls eru 85 þúsund manns að greiða lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig vinna jafnaðarmenn. Rannsóknir sýna að samfélög þar sem fjárhagslegur ójöfnuður er meiri, eigi við erfiðari félagsleg vandamál að etja en samfélög jöfnuðar. Svo virðist að nær öll heilsufarsleg og félagsleg vandamál, sem oftast eru algengari meðal fátækra í sérhverju samfélagi, eru mun algengari í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Á hinn bóginn njóta íbúar samfélaga, þar sem meiri jöfnuður ríkir betri heilsu og lífslíkur þeirra eru lengri, færri glíma við eiturlyfjavanda, ofbeldi er minna, minna er um barneignir táningsstúlkna, börnum líður betur, offita er minni, geðrænir sjúkdómar sjaldgæfari og félagslegur hreyfanleiki er meiri. Þýðingarmikið atriði varðandi öll þessi vandamál er að samheldni og samstaða tapast í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Rannsóknir virðast sýna ítrekað, að þar sem tekjumunur milli ríkra og fátækra er minni, eru íbúar vinsamlegri og samheldni meiri; samskipti og virkni í nærsamfélögum er meiri, fólk treystir öðru fólki betur, og skólabörn eru síður lögð í einelti. Svo virðist sem óöryggi og ójöfnuður innan samfélagsins ýti undir það viðhorf að mikilvægt sé að eiga mikla peninga og því vinnur fólk í samfélögum ójafnaðar meira en í þeim sem einkennast af jöfnuði. Ójöfnuður eykur því álag á fjölskyldur og foreldra. Ísland virðist smátt og smátt vera á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur er vel yfir meðallagi innan Evrópu og atvinnuleysi er á undanhaldi. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut; fjölga atvinnutækifærum og styrkja hag velferðar í landinu. En gleymum því samt ekki að hamingja þjóðarinnar felst í að efla samheldni og traust. Því er mikilvægt að auka samstöðu innan samfélagins og styðja þá sem minnst mega sín. Þannig aukum við hamingju borgaranna en það er sú hagvaxtarmæling sem mestu skiptir.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar