Að vera jafnaðarmaður Magnús Orri Schram skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlindir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hófsemi og sanngirni. Undanfarin ár höfum við leitt ríkisstjórn sem hefur unnið þrekvirki við endurreisn ríkissjóðs. Um 140 milljarða viðsnúningur hefur orðið rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. Við þessa aðlögun að veruleikanum höfum við gætt að áherslum jafnaðarmanna. Breytingar á tekjuskatti einstaklinga sýna vel hvernig við höfum létt undir með þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Frá hruni hefur tekjuskattur lækkað hjá 60-70% einstaklinga. Alls eru 85 þúsund manns að greiða lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig vinna jafnaðarmenn. Rannsóknir sýna að samfélög þar sem fjárhagslegur ójöfnuður er meiri, eigi við erfiðari félagsleg vandamál að etja en samfélög jöfnuðar. Svo virðist að nær öll heilsufarsleg og félagsleg vandamál, sem oftast eru algengari meðal fátækra í sérhverju samfélagi, eru mun algengari í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Á hinn bóginn njóta íbúar samfélaga, þar sem meiri jöfnuður ríkir betri heilsu og lífslíkur þeirra eru lengri, færri glíma við eiturlyfjavanda, ofbeldi er minna, minna er um barneignir táningsstúlkna, börnum líður betur, offita er minni, geðrænir sjúkdómar sjaldgæfari og félagslegur hreyfanleiki er meiri. Þýðingarmikið atriði varðandi öll þessi vandamál er að samheldni og samstaða tapast í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Rannsóknir virðast sýna ítrekað, að þar sem tekjumunur milli ríkra og fátækra er minni, eru íbúar vinsamlegri og samheldni meiri; samskipti og virkni í nærsamfélögum er meiri, fólk treystir öðru fólki betur, og skólabörn eru síður lögð í einelti. Svo virðist sem óöryggi og ójöfnuður innan samfélagsins ýti undir það viðhorf að mikilvægt sé að eiga mikla peninga og því vinnur fólk í samfélögum ójafnaðar meira en í þeim sem einkennast af jöfnuði. Ójöfnuður eykur því álag á fjölskyldur og foreldra. Ísland virðist smátt og smátt vera á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur er vel yfir meðallagi innan Evrópu og atvinnuleysi er á undanhaldi. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut; fjölga atvinnutækifærum og styrkja hag velferðar í landinu. En gleymum því samt ekki að hamingja þjóðarinnar felst í að efla samheldni og traust. Því er mikilvægt að auka samstöðu innan samfélagins og styðja þá sem minnst mega sín. Þannig aukum við hamingju borgaranna en það er sú hagvaxtarmæling sem mestu skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við jafnaðarmenn viljum ganga fram af hófsemi fram í skattlagningu en viljum vernda öflugt mennta- og velferðarkerfi. Við viljum bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja með afnámi tolla og lægri vöxtum en við viljum líka að fyrirtækin sem nýti auðlindir, greiði auðlindaskatt. Þannig mótum við stefnu okkar að hófsemi og sanngirni. Undanfarin ár höfum við leitt ríkisstjórn sem hefur unnið þrekvirki við endurreisn ríkissjóðs. Um 140 milljarða viðsnúningur hefur orðið rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. Við þessa aðlögun að veruleikanum höfum við gætt að áherslum jafnaðarmanna. Breytingar á tekjuskatti einstaklinga sýna vel hvernig við höfum létt undir með þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Frá hruni hefur tekjuskattur lækkað hjá 60-70% einstaklinga. Alls eru 85 þúsund manns að greiða lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Þannig vinna jafnaðarmenn. Rannsóknir sýna að samfélög þar sem fjárhagslegur ójöfnuður er meiri, eigi við erfiðari félagsleg vandamál að etja en samfélög jöfnuðar. Svo virðist að nær öll heilsufarsleg og félagsleg vandamál, sem oftast eru algengari meðal fátækra í sérhverju samfélagi, eru mun algengari í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Á hinn bóginn njóta íbúar samfélaga, þar sem meiri jöfnuður ríkir betri heilsu og lífslíkur þeirra eru lengri, færri glíma við eiturlyfjavanda, ofbeldi er minna, minna er um barneignir táningsstúlkna, börnum líður betur, offita er minni, geðrænir sjúkdómar sjaldgæfari og félagslegur hreyfanleiki er meiri. Þýðingarmikið atriði varðandi öll þessi vandamál er að samheldni og samstaða tapast í samfélögum sem einkennast af ójöfnuði. Rannsóknir virðast sýna ítrekað, að þar sem tekjumunur milli ríkra og fátækra er minni, eru íbúar vinsamlegri og samheldni meiri; samskipti og virkni í nærsamfélögum er meiri, fólk treystir öðru fólki betur, og skólabörn eru síður lögð í einelti. Svo virðist sem óöryggi og ójöfnuður innan samfélagsins ýti undir það viðhorf að mikilvægt sé að eiga mikla peninga og því vinnur fólk í samfélögum ójafnaðar meira en í þeim sem einkennast af jöfnuði. Ójöfnuður eykur því álag á fjölskyldur og foreldra. Ísland virðist smátt og smátt vera á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur er vel yfir meðallagi innan Evrópu og atvinnuleysi er á undanhaldi. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut; fjölga atvinnutækifærum og styrkja hag velferðar í landinu. En gleymum því samt ekki að hamingja þjóðarinnar felst í að efla samheldni og traust. Því er mikilvægt að auka samstöðu innan samfélagins og styðja þá sem minnst mega sín. Þannig aukum við hamingju borgaranna en það er sú hagvaxtarmæling sem mestu skiptir.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun