Erlent

Ætlar að giftast nauðgara sínum

Konan mun sitja inni næstu tólf árin ef hún neitar að giftast manninum.
Konan mun sitja inni næstu tólf árin ef hún neitar að giftast manninum. mynd/CNN
Afgönsk kona fær frelsi ef hún giftist manninum sem nauðgaði henni. Hún situr nú í fangelsi vegna nauðgunarinnar.

Konan mun sitja inni næstu tólf árin ef hún neitar að giftast manninum. Hún var 19 ára þegar nauðgunin átti sér stað.

Það var eiginmaður frænku hennar sem lokaði hana inni og fékk vilja sínum framgengt. Hún eignaðist barn nauðgara síns níu mánuðum seinna.

Hún segist ætla að ganga að tilboðinu. Hún hafi barnið til að hugsa um enda sé það saklaust og hún sér enga ástæðu til að aftra barninu frá því að lifa hamingjusömu lífi.

Margar afganskar konur í svipaðri stöðu hafa verið drepnar enda liggur sökin hjá fórnarlömbunum í málum eins og þessu. Talið er að konurnar smáni fjölskyldu sína með því verða fyrir barðinu á nauðgara.

Hægt er að sjá umfjöllun CNN um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×