Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 24. nóvember 2011 14:27 Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og gerðu fyrstu fimm mörk leiksins. Framarar skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins og útlitið virkilega dökkt í byrjun. Þegar leið á leikinn komust Framarar meira í takt við leikinn og söxuðu vel á forskot Hauka. Staðan var síðan 13-13 í hálfleik og virkilega spennandi síðari hálfleikur framundan. Í síðari hálfleik var jafn á öllum tölum og mikil spenna allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu en það voru Haukar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu frábæran tveggja marka sigur. Gylfi Gylfason var frábær fyrir Hauka og gerði átta mörk en Róbert Aron Hostert gerði sjö fyrir Fram.Aron: Förum langt á þessari liðsheild„Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur í kvöld, en Framarar eru með frábært lið og góðan heimavöll. Við höfum staðist þau próf sem hafa verið lögð fyrir okkur í vetur og erum að spila virkilega vel“. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og sýndum flottan sóknarleik alveg frá fyrstu mínútu. Framarar ná síðan að vinna sig til baka inn í leikinn og úr verður mjög svo spennandi síðari hálfleikur“. „Birkir Ívar kemur síðan með fína innkomu í markið í síðari hálfleik og það gerði í raun útslagið. Við erum með frábæra liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni. Það hefur verið gott að vinna með þessum strákum og það er mikill metnaður í þessum klúbb, þá getur maður náð fínum árangri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.Einar: Þeir voru klókari í lokin„Það er ömurlegt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið í kvöld. „Þetta gat svosem dottið báðu megin í kvöld en við vorum ekki nægilega skynsamir í lokin. Haukarnir voru klókari en við í restina og náðu inn markinu sem gerði útslagið“. „Við erum að spila á margan hátt vel í kvöld, en auðvita eru einnig þættir sem við þurfum að skoða. Við byrjum leikinn vægast sagt illa. Jóhann (Gunnar Einarsson) meiðist eftir nokkrar sekúndur og við verðum fyrir einhverskonar áfalli“. „Liðið sýndi flottan karakter og kom sér aftur inn í leikinn, en það var ekki nóg í kvöld“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.Heimir Óli: Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður„Mér fannst við alltaf verið með leikinn alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við komum örlítið kærulausir til leiks í síðari hálfleiknum, en síðan small vörnin hjá okkur. Við erum með frábært lið, kannski ekki bestu einstaklingana en ég vill meina að við séum með besta liðið á Íslandi“. „Liðsheildin er frábær hjá okkur í Haukum og mórallinn er einnig flottur. Við þjöppuðum okkur vel saman í sumar og æfðum eins og vitleysingar, en það er að skila sér núna“. Heimir Óli átti frábæran leik í sókn Hauka en hann gerði sex mörk úr sex skotum. „Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður eftir skelfilegan leik að minni hálfu fyrir viku“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og gerðu fyrstu fimm mörk leiksins. Framarar skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins og útlitið virkilega dökkt í byrjun. Þegar leið á leikinn komust Framarar meira í takt við leikinn og söxuðu vel á forskot Hauka. Staðan var síðan 13-13 í hálfleik og virkilega spennandi síðari hálfleikur framundan. Í síðari hálfleik var jafn á öllum tölum og mikil spenna allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu en það voru Haukar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu frábæran tveggja marka sigur. Gylfi Gylfason var frábær fyrir Hauka og gerði átta mörk en Róbert Aron Hostert gerði sjö fyrir Fram.Aron: Förum langt á þessari liðsheild„Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur í kvöld, en Framarar eru með frábært lið og góðan heimavöll. Við höfum staðist þau próf sem hafa verið lögð fyrir okkur í vetur og erum að spila virkilega vel“. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og sýndum flottan sóknarleik alveg frá fyrstu mínútu. Framarar ná síðan að vinna sig til baka inn í leikinn og úr verður mjög svo spennandi síðari hálfleikur“. „Birkir Ívar kemur síðan með fína innkomu í markið í síðari hálfleik og það gerði í raun útslagið. Við erum með frábæra liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni. Það hefur verið gott að vinna með þessum strákum og það er mikill metnaður í þessum klúbb, þá getur maður náð fínum árangri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.Einar: Þeir voru klókari í lokin„Það er ömurlegt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið í kvöld. „Þetta gat svosem dottið báðu megin í kvöld en við vorum ekki nægilega skynsamir í lokin. Haukarnir voru klókari en við í restina og náðu inn markinu sem gerði útslagið“. „Við erum að spila á margan hátt vel í kvöld, en auðvita eru einnig þættir sem við þurfum að skoða. Við byrjum leikinn vægast sagt illa. Jóhann (Gunnar Einarsson) meiðist eftir nokkrar sekúndur og við verðum fyrir einhverskonar áfalli“. „Liðið sýndi flottan karakter og kom sér aftur inn í leikinn, en það var ekki nóg í kvöld“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.Heimir Óli: Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður„Mér fannst við alltaf verið með leikinn alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við komum örlítið kærulausir til leiks í síðari hálfleiknum, en síðan small vörnin hjá okkur. Við erum með frábært lið, kannski ekki bestu einstaklingana en ég vill meina að við séum með besta liðið á Íslandi“. „Liðsheildin er frábær hjá okkur í Haukum og mórallinn er einnig flottur. Við þjöppuðum okkur vel saman í sumar og æfðum eins og vitleysingar, en það er að skila sér núna“. Heimir Óli átti frábæran leik í sókn Hauka en hann gerði sex mörk úr sex skotum. „Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður eftir skelfilegan leik að minni hálfu fyrir viku“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita