Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 24. nóvember 2011 14:27 Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og gerðu fyrstu fimm mörk leiksins. Framarar skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins og útlitið virkilega dökkt í byrjun. Þegar leið á leikinn komust Framarar meira í takt við leikinn og söxuðu vel á forskot Hauka. Staðan var síðan 13-13 í hálfleik og virkilega spennandi síðari hálfleikur framundan. Í síðari hálfleik var jafn á öllum tölum og mikil spenna allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu en það voru Haukar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu frábæran tveggja marka sigur. Gylfi Gylfason var frábær fyrir Hauka og gerði átta mörk en Róbert Aron Hostert gerði sjö fyrir Fram.Aron: Förum langt á þessari liðsheild„Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur í kvöld, en Framarar eru með frábært lið og góðan heimavöll. Við höfum staðist þau próf sem hafa verið lögð fyrir okkur í vetur og erum að spila virkilega vel“. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og sýndum flottan sóknarleik alveg frá fyrstu mínútu. Framarar ná síðan að vinna sig til baka inn í leikinn og úr verður mjög svo spennandi síðari hálfleikur“. „Birkir Ívar kemur síðan með fína innkomu í markið í síðari hálfleik og það gerði í raun útslagið. Við erum með frábæra liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni. Það hefur verið gott að vinna með þessum strákum og það er mikill metnaður í þessum klúbb, þá getur maður náð fínum árangri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.Einar: Þeir voru klókari í lokin„Það er ömurlegt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið í kvöld. „Þetta gat svosem dottið báðu megin í kvöld en við vorum ekki nægilega skynsamir í lokin. Haukarnir voru klókari en við í restina og náðu inn markinu sem gerði útslagið“. „Við erum að spila á margan hátt vel í kvöld, en auðvita eru einnig þættir sem við þurfum að skoða. Við byrjum leikinn vægast sagt illa. Jóhann (Gunnar Einarsson) meiðist eftir nokkrar sekúndur og við verðum fyrir einhverskonar áfalli“. „Liðið sýndi flottan karakter og kom sér aftur inn í leikinn, en það var ekki nóg í kvöld“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.Heimir Óli: Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður„Mér fannst við alltaf verið með leikinn alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við komum örlítið kærulausir til leiks í síðari hálfleiknum, en síðan small vörnin hjá okkur. Við erum með frábært lið, kannski ekki bestu einstaklingana en ég vill meina að við séum með besta liðið á Íslandi“. „Liðsheildin er frábær hjá okkur í Haukum og mórallinn er einnig flottur. Við þjöppuðum okkur vel saman í sumar og æfðum eins og vitleysingar, en það er að skila sér núna“. Heimir Óli átti frábæran leik í sókn Hauka en hann gerði sex mörk úr sex skotum. „Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður eftir skelfilegan leik að minni hálfu fyrir viku“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og gerðu fyrstu fimm mörk leiksins. Framarar skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins og útlitið virkilega dökkt í byrjun. Þegar leið á leikinn komust Framarar meira í takt við leikinn og söxuðu vel á forskot Hauka. Staðan var síðan 13-13 í hálfleik og virkilega spennandi síðari hálfleikur framundan. Í síðari hálfleik var jafn á öllum tölum og mikil spenna allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu en það voru Haukar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu frábæran tveggja marka sigur. Gylfi Gylfason var frábær fyrir Hauka og gerði átta mörk en Róbert Aron Hostert gerði sjö fyrir Fram.Aron: Förum langt á þessari liðsheild„Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur í kvöld, en Framarar eru með frábært lið og góðan heimavöll. Við höfum staðist þau próf sem hafa verið lögð fyrir okkur í vetur og erum að spila virkilega vel“. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og sýndum flottan sóknarleik alveg frá fyrstu mínútu. Framarar ná síðan að vinna sig til baka inn í leikinn og úr verður mjög svo spennandi síðari hálfleikur“. „Birkir Ívar kemur síðan með fína innkomu í markið í síðari hálfleik og það gerði í raun útslagið. Við erum með frábæra liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni. Það hefur verið gott að vinna með þessum strákum og það er mikill metnaður í þessum klúbb, þá getur maður náð fínum árangri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.Einar: Þeir voru klókari í lokin„Það er ömurlegt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið í kvöld. „Þetta gat svosem dottið báðu megin í kvöld en við vorum ekki nægilega skynsamir í lokin. Haukarnir voru klókari en við í restina og náðu inn markinu sem gerði útslagið“. „Við erum að spila á margan hátt vel í kvöld, en auðvita eru einnig þættir sem við þurfum að skoða. Við byrjum leikinn vægast sagt illa. Jóhann (Gunnar Einarsson) meiðist eftir nokkrar sekúndur og við verðum fyrir einhverskonar áfalli“. „Liðið sýndi flottan karakter og kom sér aftur inn í leikinn, en það var ekki nóg í kvöld“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.Heimir Óli: Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður„Mér fannst við alltaf verið með leikinn alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við komum örlítið kærulausir til leiks í síðari hálfleiknum, en síðan small vörnin hjá okkur. Við erum með frábært lið, kannski ekki bestu einstaklingana en ég vill meina að við séum með besta liðið á Íslandi“. „Liðsheildin er frábær hjá okkur í Haukum og mórallinn er einnig flottur. Við þjöppuðum okkur vel saman í sumar og æfðum eins og vitleysingar, en það er að skila sér núna“. Heimir Óli átti frábæran leik í sókn Hauka en hann gerði sex mörk úr sex skotum. „Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður eftir skelfilegan leik að minni hálfu fyrir viku“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira