Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33 Kristinn Páll Teitsson í Mosfellsbæ skrifar 24. nóvember 2011 14:20 Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Eftir 9. mínútur var staðan 3-3 og var allt í járnum en þá hrökk Valur í gang. Hlynur Morthens, markmaður Vals fór að verja vel og virtist taugaveiklun grípa sig í leikmönnum Aftureldingar. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og á 12. mínútna kafla náðu Valsmenn að koma sér í 7 stiga forystu. Valsmenn héldu þeirri forystu og juku á hana fyrir hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-7 fyrir Valsmönnum. Heimamenn komu grimmari út í seinni hálfleik en náðu ekki að minnka muninn verulega og Valsmenn gengu aftur á lagið og juku muninn jafnt og þétt. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti en heimamenn náðu aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í 24-33. Anton Rúnarsson átti stórleik í liði Valsmanna með 14 mörk en fyrir heimamenn var Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk. Valsmenn hafa með þessu lyft sér upp fyrir Akureyri og náð ágætis fjarlægð á botnbaráttuna. Afturelding situr enn í 7. sæti með 4 stig eftir 9 leiki. Anton: Þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins„Mjög sterkur sigur og mjög mikilvægur leikur hérna í kvöld hjá okkur," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og við erum á ágætis skriði núna, búnir að vinna HK og Gróttu og þá þarf að halda áfram því formi, ég er því mjög ánægður að við náðum í stigin tvö hér í dag." „Við töpuðum fyrir Aftureldingu á Reykjarvíkurmótinu og þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins, við vorum ákveðnir hinsvegar og gáfum allt í þetta frá byrjun og það skilaði sér í stigunum." „við ætluðum að mæta grimmir til leiks og berja frá okkur, vörnin var góð og Bubbi var góður í markinu. Það skilar sér í hraðaupphlaupum sem gaf okkur ódýr mörk," sagði Anton Böðvar: Spiluðum hræðilega á köflum„Það gekk eiginlega ekkert hjá okkur hérna, í byrjun seinni hálfleiks náum við ágætis kafla sem við söxum á forskotið þeirra en við spiluðum á köflum hræðilega," sagði Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Við ætluðum okkur þessa tvo punkta og með því nálgast þessi lið fyrir ofan okkur en það gekk ekki hérna í kvöld." „Við opnuðum vörnina þeirra vel í byrjun en vorum ekki að nýta færin. Við það skapaðist einhver örvænting sem leiddi til þess að menn fóru að grýta boltanum meira. Það leiddi til fimm sókna í röð sem við köstum boltanum í hendurnar þeirra." „Það er erfitt að eiga við svoleiðis, það fer rosalega með sjálfstraustið á leikmönnunum í leiknum. Það er hinsvegar nóg eftir af þessu móti og ef við höfum hausinn rétt stilltann þá eigum við að geta unnið upp forskotin á þessi lið," sagði Böðvar. Óskar: Anton er sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar„Ég er mjög ánægður, ég er viss um að Afturelding á eftir að taka helling af stigum af öðrum liðum og því var gott að sigra hér í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var mjög mikilvægur leikur, við lögðum upp með fyrir mótið að vera í toppbaráttunni og við vissum að ef við töpuðum hér í kvöld værum við að fara í aðra keppni við afar sterkt lið Aftureldingar." „Þeir gerðu mörg mistök í fyrri og við hefðum getað nýtt okkur það betur. Hlynur lokaði hinsvegar markinu, vörnin fór að spila betur og við byrjuðum að skjóta ágætlega og náðum að komast í ágætis forskot." Anton Rúnarsson átti stórleik fyrir Valsara og skoraði 14 mörk. „Hann er búinn að vera frábær í vetur, ég hef alltaf vitað af hæfileikunum en í vetur hefur hann verið mjög stöðugur í sínum leik og sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er að stíga upp, þrátt fyrir að hann var dekkaður stíft hérna í kvöld náði hann að losa sig og spila vel," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Eftir 9. mínútur var staðan 3-3 og var allt í járnum en þá hrökk Valur í gang. Hlynur Morthens, markmaður Vals fór að verja vel og virtist taugaveiklun grípa sig í leikmönnum Aftureldingar. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og á 12. mínútna kafla náðu Valsmenn að koma sér í 7 stiga forystu. Valsmenn héldu þeirri forystu og juku á hana fyrir hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-7 fyrir Valsmönnum. Heimamenn komu grimmari út í seinni hálfleik en náðu ekki að minnka muninn verulega og Valsmenn gengu aftur á lagið og juku muninn jafnt og þétt. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti en heimamenn náðu aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í 24-33. Anton Rúnarsson átti stórleik í liði Valsmanna með 14 mörk en fyrir heimamenn var Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk. Valsmenn hafa með þessu lyft sér upp fyrir Akureyri og náð ágætis fjarlægð á botnbaráttuna. Afturelding situr enn í 7. sæti með 4 stig eftir 9 leiki. Anton: Þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins„Mjög sterkur sigur og mjög mikilvægur leikur hérna í kvöld hjá okkur," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og við erum á ágætis skriði núna, búnir að vinna HK og Gróttu og þá þarf að halda áfram því formi, ég er því mjög ánægður að við náðum í stigin tvö hér í dag." „Við töpuðum fyrir Aftureldingu á Reykjarvíkurmótinu og þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins, við vorum ákveðnir hinsvegar og gáfum allt í þetta frá byrjun og það skilaði sér í stigunum." „við ætluðum að mæta grimmir til leiks og berja frá okkur, vörnin var góð og Bubbi var góður í markinu. Það skilar sér í hraðaupphlaupum sem gaf okkur ódýr mörk," sagði Anton Böðvar: Spiluðum hræðilega á köflum„Það gekk eiginlega ekkert hjá okkur hérna, í byrjun seinni hálfleiks náum við ágætis kafla sem við söxum á forskotið þeirra en við spiluðum á köflum hræðilega," sagði Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Við ætluðum okkur þessa tvo punkta og með því nálgast þessi lið fyrir ofan okkur en það gekk ekki hérna í kvöld." „Við opnuðum vörnina þeirra vel í byrjun en vorum ekki að nýta færin. Við það skapaðist einhver örvænting sem leiddi til þess að menn fóru að grýta boltanum meira. Það leiddi til fimm sókna í röð sem við köstum boltanum í hendurnar þeirra." „Það er erfitt að eiga við svoleiðis, það fer rosalega með sjálfstraustið á leikmönnunum í leiknum. Það er hinsvegar nóg eftir af þessu móti og ef við höfum hausinn rétt stilltann þá eigum við að geta unnið upp forskotin á þessi lið," sagði Böðvar. Óskar: Anton er sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar„Ég er mjög ánægður, ég er viss um að Afturelding á eftir að taka helling af stigum af öðrum liðum og því var gott að sigra hér í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var mjög mikilvægur leikur, við lögðum upp með fyrir mótið að vera í toppbaráttunni og við vissum að ef við töpuðum hér í kvöld værum við að fara í aðra keppni við afar sterkt lið Aftureldingar." „Þeir gerðu mörg mistök í fyrri og við hefðum getað nýtt okkur það betur. Hlynur lokaði hinsvegar markinu, vörnin fór að spila betur og við byrjuðum að skjóta ágætlega og náðum að komast í ágætis forskot." Anton Rúnarsson átti stórleik fyrir Valsara og skoraði 14 mörk. „Hann er búinn að vera frábær í vetur, ég hef alltaf vitað af hæfileikunum en í vetur hefur hann verið mjög stöðugur í sínum leik og sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er að stíga upp, þrátt fyrir að hann var dekkaður stíft hérna í kvöld náði hann að losa sig og spila vel," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira