Erlent

Óbreyttir borgarar létust í sprengjuárás NATO

Á fyrstu sex mánuðum ársins féllu 1.462 óbreyttir borgarar í átökum í landinu.
Á fyrstu sex mánuðum ársins féllu 1.462 óbreyttir borgarar í átökum í landinu. mynd/AFP
Sjö óbreyttir borgarar létust í loftárás NATO í suðurhluta Afganistan í dag.

Samkvæmt ríkisstjóra Kandahar, Niaz Mohammad, voru uppreisnarmenn á svæðinu að koma fyrir sprengjum í vegkanti þegar árásin átti sér stað.

Forseti Afganistan, Hamid Karzai, hefur fordæmt árásina.

Talsmaður NATO, Christopher DeWitt, hefur staðfest að átök hafi komið upp milli Talibana og herafla Atlantshafsbandalagsins. Hann sagði að óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum og að málið verði rannsakað.

DeWitt vildi ekkert segja um hvort að loftárás hefði átt sér stað.

Á fyrstu sex mánuðum ársins féllu 1.462 óbreyttir borgarar í átökum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×