Misskilningur skjalaþýðandans Magnús Magnússon skrifar 17. september 2011 06:00 Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar