Höldum áfram viðræðum um ESB-aðild Finnur Torfi Magnússon skrifar 5. desember 2011 06:00 Saga íslensku krónunnar er ekki löng og segja má að hrakfallasaga hennar hefjist strax í upphafi. Gjaldeyrishöft eru sett á 1931, þau hert árið 1947 og ekki losuð að fullu fyrr en árið 2001. Gengið er fellt um 18% árið 1939 og fellt aftur um tæp 43% árið 1950. Tekið var upp 55% yfirfærslugjald (tvöföld gengisskráning) árið 1956, gengið fellt um 57% 1960 og aftur um 35% árið 1967. Það sígur frekar á 9. áratug síðustu aldar auk gengisfellinga 1992 um 6,0% og 1993 um 7,5%. Þá féll krónan einnig mikið við fall bankanna. Miðað við dönsku krónuna eru um 0,5% eftir af upphaflegu verðmæti hennar. Segja má að krónan sé nú stúfar við hækjur í formi gjaldeyrishafta og slíkt gangverk er ekki gott til framtíðar. Líklegt er að notkun krónunnar muni kalla á áframhaldandi gjaldeyrishöft því verja verður hana, m.a. gegn vaxtamunaviðskiptum (e. carry trade). Á móti höfum við sveigjanleika til að fella gengið eftir þörfum (miðað við reynslu síðustu aldar eru frekar litlar líkur á styrkingu krónunnar). En er ekkert annað í stöðunni? 1. Komið hafa fram tillögur um að setja krónuna á gullfót, en í ljósi mikillar hækkunar á gulli síðasta áratug er það ekki fýsilegur kostur. 2. Rætt hefur verið um að taka einhliða upp aðra mynt. Í því myndi felast að bankarnir en ekki stjórnvöld stýra peningamagni í umferð og þar með einnig atvinnustigi. Benda má á Panama sem dæmi en þar hefur US$ verið gjaldmiðill frá 1913 og eru utanríkisviðskipti að mestu í þeim gjaldmiðli. Verðbólga hefur verið þar lág, yfirleitt á bilinu 1-3% að árinu 2008 undanskildu en þá fór verðbólga í 8,8%, sem er met. Atvinnuleysi þar síðasta áratug hefur sveiflast á milli 6% og 16%. Vaxtakostnaður myndi lækka verulega og fylgja þeirri mynt sem tekin yrði upp. 3. Upptaka evru virðist skynsamleg í ljósi utanríkisviðskipta okkar, en rúm 70% útflutnings fara til Evrópu og rúm 56% innflutnings koma þaðan. Kostir og gallar við einhliða upptöku færu eftir lið 2 hér á undan, en ESB hefur lýst sig andsnúið einhliða upptöku. Ef við göngum í Evrópusambandið gætum við haft möguleika á því að taka upp evru eftir ákveðinn tíma. Það yrði líklega betri kostur en einhliða upptaka. Það felast ákveðin tækifæri í upptöku annarrar myntar en einnig ógnanir. Er ekki ástæða til að skoða ýtarlega hvað í þessu felst eins og Benedikt Jóhannesson lagði til í grein í Fréttablaðinu hinn 17. nóvember sl. Vegna utanríkisviðskipta er upptaka evru augljósasti kosturinn sem myndi líklega einnig leiða til agaðri vinnubragða við efnahagsstjórnun og meiri stöðugleika. Með þetta í huga eru áframhaldandi viðræður við ESB skynsamlegar. Með framsýni, kjarki og áræðni ættum við að geta fundið tækifæri framtíðarinnar og nýtt þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Saga íslensku krónunnar er ekki löng og segja má að hrakfallasaga hennar hefjist strax í upphafi. Gjaldeyrishöft eru sett á 1931, þau hert árið 1947 og ekki losuð að fullu fyrr en árið 2001. Gengið er fellt um 18% árið 1939 og fellt aftur um tæp 43% árið 1950. Tekið var upp 55% yfirfærslugjald (tvöföld gengisskráning) árið 1956, gengið fellt um 57% 1960 og aftur um 35% árið 1967. Það sígur frekar á 9. áratug síðustu aldar auk gengisfellinga 1992 um 6,0% og 1993 um 7,5%. Þá féll krónan einnig mikið við fall bankanna. Miðað við dönsku krónuna eru um 0,5% eftir af upphaflegu verðmæti hennar. Segja má að krónan sé nú stúfar við hækjur í formi gjaldeyrishafta og slíkt gangverk er ekki gott til framtíðar. Líklegt er að notkun krónunnar muni kalla á áframhaldandi gjaldeyrishöft því verja verður hana, m.a. gegn vaxtamunaviðskiptum (e. carry trade). Á móti höfum við sveigjanleika til að fella gengið eftir þörfum (miðað við reynslu síðustu aldar eru frekar litlar líkur á styrkingu krónunnar). En er ekkert annað í stöðunni? 1. Komið hafa fram tillögur um að setja krónuna á gullfót, en í ljósi mikillar hækkunar á gulli síðasta áratug er það ekki fýsilegur kostur. 2. Rætt hefur verið um að taka einhliða upp aðra mynt. Í því myndi felast að bankarnir en ekki stjórnvöld stýra peningamagni í umferð og þar með einnig atvinnustigi. Benda má á Panama sem dæmi en þar hefur US$ verið gjaldmiðill frá 1913 og eru utanríkisviðskipti að mestu í þeim gjaldmiðli. Verðbólga hefur verið þar lág, yfirleitt á bilinu 1-3% að árinu 2008 undanskildu en þá fór verðbólga í 8,8%, sem er met. Atvinnuleysi þar síðasta áratug hefur sveiflast á milli 6% og 16%. Vaxtakostnaður myndi lækka verulega og fylgja þeirri mynt sem tekin yrði upp. 3. Upptaka evru virðist skynsamleg í ljósi utanríkisviðskipta okkar, en rúm 70% útflutnings fara til Evrópu og rúm 56% innflutnings koma þaðan. Kostir og gallar við einhliða upptöku færu eftir lið 2 hér á undan, en ESB hefur lýst sig andsnúið einhliða upptöku. Ef við göngum í Evrópusambandið gætum við haft möguleika á því að taka upp evru eftir ákveðinn tíma. Það yrði líklega betri kostur en einhliða upptaka. Það felast ákveðin tækifæri í upptöku annarrar myntar en einnig ógnanir. Er ekki ástæða til að skoða ýtarlega hvað í þessu felst eins og Benedikt Jóhannesson lagði til í grein í Fréttablaðinu hinn 17. nóvember sl. Vegna utanríkisviðskipta er upptaka evru augljósasti kosturinn sem myndi líklega einnig leiða til agaðri vinnubragða við efnahagsstjórnun og meiri stöðugleika. Með þetta í huga eru áframhaldandi viðræður við ESB skynsamlegar. Með framsýni, kjarki og áræðni ættum við að geta fundið tækifæri framtíðarinnar og nýtt þau.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar