Viðskipti innlent

Íslandsbanki stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Íslandsbanki verður eigandi að 28% prósenta hlut í Íslenskum Verðbréfum, eignastýringafyrirtækis sem er með höfuðstöðvar á Akureyri, með yfirtöku á Byr sparisjóði. Byr var áður stærsti einstaki hluthafi ÍV, með 28% hlut, en hann er nú á leið í hendur Íslandsbanka eftir að bankinn keypti Byr fyrir um 6,6 milljarða króna.

Íslensk Verðbréf (ÍV) eru með um 116 milljarða króna í eignastýringu og hefur rekstur þess gengið vel undanfarin misseri. Einar Ingimundarson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita til þess að rekstur ÍV myndi taka breytingum þrátt fyrir að Íslandsbanki væri nú orðinn stærsti einstaki eigandi fyrirtækisins.

Starfsmenn ÍV eru nú um 20 talsins.

Eigendur ÍV eru nú Íslandsbanki með 28% hlut, Íslensk eignastýring ehf., félag í eigu Ásgeirs Ásgeirsson, forstöðumanns verðbréfamiðlunar, og Sævars Helgasonar, fyrrum framkvæmdastjóra, á 22% hlut, Stapi lífeyrissjóður 15%, Lífeyrissjóður vestfirðinga á 15% og aðrir hluthafar eiga minna.

Hluturinn sem Íslandsbanki heldur nú á var í eigu Sparisjóðs Norðlendinga, áður en Byr eignaðist hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×