Læknar ákveða hvort Perez fær að keppa 6. júní 2011 14:41 Sergio Perez ekur með Sauber. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu keppti ekki í Mónakó á dögunum, eftir að hann hlaut heilahristing eftir óhapp í tímatökum. Læknar FIA, alþjóða bílasambandsins munu ákveða í vikunni eftir læknisskoðun hvort Perez fær leyfi til að keppa. Liðsfélagi Perez, Kamui Kobayashi varð í fimmta sæti í mótinu í Mónakó. „Mér líður mjög vel og er hraustur. Auðvitað vill ég keppa í Montreal, en veit að læknar FIA munu taka ákvörðun um slíkt", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez fer í læknisskoðun hjá læknum FIA fyrir mótshelgina. Perez átti að fara í ökuhermi hjá Ferrari til að kynnast brautinni í Montreal, en Sauber liðið notar Ferrari vél. Vegna óhappsins gafst Perez ekki færi á slíkri prófun. „Þetta er ekki í fyrsta brautin sem ég þekki ekki, en það hafa aldrei verið vandræði fyrir mig að aðlagast. Það var mjög erfitt að horfa bara á mótið í Mónakó í sjónvarpinu og ég get ekki beðið eftir því að keppa á ný", sagði Perez. Kobayashi segir að lið sitt hafi átt í vandræðum með bílinn í fyrra í Montreal, en hann telur bíl þessa árs mun betri. Hann var um tíma í fjórða sæti í mótinu í Mónakó á dögunum, en Mark Webber komst framúr honum á lokasprettinum. Kobayashi kann vel við sig í Montreal, bæði mótssvæðið og borgina. „Ég gerði stór mistök í fyrsta hring í fyrra, eftir að hafa farið framúr nokkrum bílum. En ég rakst síðan á bíl og hef séð eftir því í langan tíma", sagði Kobayashi. „Ég hef trú á því að með nýjum búnaði á þessu ári þá verði fleiri tækifæri til framúraksturs. Yfirlag brautarinnar er sérstakt og sleipt og vonandi finnum við grip. Það er mikilvægt að bremsukerfið virki vel, því átökin eru mikil. Ég vona að Sergio verði í bílnunm á ný og að við náum báðir í stig", sagði Kobayashi. Þegar grunnurinn að liðinu sem Peter Sauber stýrir í dag hét BMW Sauber árið 2008 vann liðið sigur í Montreal með hjálp Robert Kubica og Nick Heidfeld varð í öðru sæti. Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu keppti ekki í Mónakó á dögunum, eftir að hann hlaut heilahristing eftir óhapp í tímatökum. Læknar FIA, alþjóða bílasambandsins munu ákveða í vikunni eftir læknisskoðun hvort Perez fær leyfi til að keppa. Liðsfélagi Perez, Kamui Kobayashi varð í fimmta sæti í mótinu í Mónakó. „Mér líður mjög vel og er hraustur. Auðvitað vill ég keppa í Montreal, en veit að læknar FIA munu taka ákvörðun um slíkt", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez fer í læknisskoðun hjá læknum FIA fyrir mótshelgina. Perez átti að fara í ökuhermi hjá Ferrari til að kynnast brautinni í Montreal, en Sauber liðið notar Ferrari vél. Vegna óhappsins gafst Perez ekki færi á slíkri prófun. „Þetta er ekki í fyrsta brautin sem ég þekki ekki, en það hafa aldrei verið vandræði fyrir mig að aðlagast. Það var mjög erfitt að horfa bara á mótið í Mónakó í sjónvarpinu og ég get ekki beðið eftir því að keppa á ný", sagði Perez. Kobayashi segir að lið sitt hafi átt í vandræðum með bílinn í fyrra í Montreal, en hann telur bíl þessa árs mun betri. Hann var um tíma í fjórða sæti í mótinu í Mónakó á dögunum, en Mark Webber komst framúr honum á lokasprettinum. Kobayashi kann vel við sig í Montreal, bæði mótssvæðið og borgina. „Ég gerði stór mistök í fyrsta hring í fyrra, eftir að hafa farið framúr nokkrum bílum. En ég rakst síðan á bíl og hef séð eftir því í langan tíma", sagði Kobayashi. „Ég hef trú á því að með nýjum búnaði á þessu ári þá verði fleiri tækifæri til framúraksturs. Yfirlag brautarinnar er sérstakt og sleipt og vonandi finnum við grip. Það er mikilvægt að bremsukerfið virki vel, því átökin eru mikil. Ég vona að Sergio verði í bílnunm á ný og að við náum báðir í stig", sagði Kobayashi. Þegar grunnurinn að liðinu sem Peter Sauber stýrir í dag hét BMW Sauber árið 2008 vann liðið sigur í Montreal með hjálp Robert Kubica og Nick Heidfeld varð í öðru sæti.
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira