Ritstjóri í glerhúsi Ragnar Halldór Hall skrifar 21. mars 2011 06:15 Athygli mín hefur verið vakin á forystugrein í Morgunblaðinu sl. föstudag, þar sem hinn hógværi og hlutlausi ritstjóri blaðsins sendir mér og fleiri lögmönnum tóninn fyrir að segja hug okkar í blaðagrein um það hvort ráðlegt sé að samþykkja lögin um Icesave-samningana eða hafna þeim. Augljóst er að skoðanir sem við létum í ljós hafa raskað jafnvægi ritstjórans. Ritstjórinn lætur sér sæma að tileinka skoðanir okkar þeim sem við höfum sum hver unnið fyrir og eiga í samkeppni við Morgunblaðið. Lágkúra í blaðamennsku er ekkert nýmæli, en hún virðist hafa heltekið ritstjóra Morgunblaðsins í umfjöllun þess um þetta þýðingarmikla mál. Án þess að ég hafi kannað það sérstaklega tel ég mig geta fullyrt að skoðanir eru mjög skiptar meðal viðskiptamanna þeirra átta lögmanna sem birtu grein um þetta mál í vikunni varðandi það hvort greiða skuli atkvæði með eða á móti samningnum. Ég kalla þessa blaðamennsku lágkúru ekki síst vegna þess, að þetta sama dagblað lofaði umfjöllun mína um málið talsvert á fyrri stigum, þ. e. þegar ég lýsti mig andvígan fyrri samningum um málið. En nú - þegar fyrir liggur nýr samningur sem ég tel ráðlegt að samþykkja - þá leyfir leiðarahöfundur sér að halda því fram að með því sé ég sem lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og nánustu klíku hans að hvetja þjóðina til að axla enn eina afleiðinguna af umsvifum hans. Þessi skrif ritstjórans eru ekkert annað en fáránlegur samsetningur manns sem sjálfur var knúinn til þess nauðugur að víkja úr embætti seðlabankastjóra eftir að hafa látið ríkissjóð Íslands taka á sig 300 milljarða tap af óstjórn hans á bankanum. Þó að Jón Ásgeir og fyrirtæki á hans vegum hafi fengið mikið fé að láni hjá Landsbanka Íslands á sínum tíma var það ekki hann sem stofnaði til Icesave-reikninganna. Það gerðu þeir sem ritstjórinn sjálfur hafði nánast gefið bankann meðan hann var í aðstöðu til þess sem valdamesti stjórnmálamaður landsins. Þeir menn settu svo bankann kyrfilega á hausinn með sínum eigin fjárfestingum, hjálparlaust. Að mínu áliti færi betur á því að ritstjórinn hefði ekki mjög hátt um afleiðingar af gerðum manna sem þjóðin sýpur nú seyðið af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Athygli mín hefur verið vakin á forystugrein í Morgunblaðinu sl. föstudag, þar sem hinn hógværi og hlutlausi ritstjóri blaðsins sendir mér og fleiri lögmönnum tóninn fyrir að segja hug okkar í blaðagrein um það hvort ráðlegt sé að samþykkja lögin um Icesave-samningana eða hafna þeim. Augljóst er að skoðanir sem við létum í ljós hafa raskað jafnvægi ritstjórans. Ritstjórinn lætur sér sæma að tileinka skoðanir okkar þeim sem við höfum sum hver unnið fyrir og eiga í samkeppni við Morgunblaðið. Lágkúra í blaðamennsku er ekkert nýmæli, en hún virðist hafa heltekið ritstjóra Morgunblaðsins í umfjöllun þess um þetta þýðingarmikla mál. Án þess að ég hafi kannað það sérstaklega tel ég mig geta fullyrt að skoðanir eru mjög skiptar meðal viðskiptamanna þeirra átta lögmanna sem birtu grein um þetta mál í vikunni varðandi það hvort greiða skuli atkvæði með eða á móti samningnum. Ég kalla þessa blaðamennsku lágkúru ekki síst vegna þess, að þetta sama dagblað lofaði umfjöllun mína um málið talsvert á fyrri stigum, þ. e. þegar ég lýsti mig andvígan fyrri samningum um málið. En nú - þegar fyrir liggur nýr samningur sem ég tel ráðlegt að samþykkja - þá leyfir leiðarahöfundur sér að halda því fram að með því sé ég sem lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og nánustu klíku hans að hvetja þjóðina til að axla enn eina afleiðinguna af umsvifum hans. Þessi skrif ritstjórans eru ekkert annað en fáránlegur samsetningur manns sem sjálfur var knúinn til þess nauðugur að víkja úr embætti seðlabankastjóra eftir að hafa látið ríkissjóð Íslands taka á sig 300 milljarða tap af óstjórn hans á bankanum. Þó að Jón Ásgeir og fyrirtæki á hans vegum hafi fengið mikið fé að láni hjá Landsbanka Íslands á sínum tíma var það ekki hann sem stofnaði til Icesave-reikninganna. Það gerðu þeir sem ritstjórinn sjálfur hafði nánast gefið bankann meðan hann var í aðstöðu til þess sem valdamesti stjórnmálamaður landsins. Þeir menn settu svo bankann kyrfilega á hausinn með sínum eigin fjárfestingum, hjálparlaust. Að mínu áliti færi betur á því að ritstjórinn hefði ekki mjög hátt um afleiðingar af gerðum manna sem þjóðin sýpur nú seyðið af.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar