Fimm Formúlu 1 heimsmeistarar verða á ráslínunni í Ástralíu 21. mars 2011 17:00 Sebastian Vettel, heimsmeistari ökumanna 2010 og Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins sem varð heimsmeistari í bílasmiða mteð titlanna tvo frá FIA Mynd: Getty Images/FIA Fimm heimsmeistarar ökumanna í Formúlu 1 verða á ráslínunni í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi. Það fer fram á Albert Park götubrautunni í Melbourne. Kapparnir sem geta státað sig að því vera Formúlu 1 meistarar eru Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem varð meistari í fyrra með Red Bull. Hann varð yngsti meistari sögunnar 23 ára gamall og sló met Lewis Hamilton. Þá varð Red Bull lið Vettels meistari bílasmiða í fyrsta skipti. Michael Schumacher hefur orðið sjöfaldur heimsmeistari, og ekur með Mercedes. Schumacher varð meistari 1994 og 1995 með Benetton, og svo með Ferrari 2000 2001, 2002, 2003 og 2004. Þá varð Fernando Alonso tvisvar meistari með Renault, fyrst árið 2005 og svo 2006. McLaren ökumennirnir hafa báðið orðið meistarar. Jenson Button vann titilinn 2009 með Brawn liðinu og Lewis Hamilton árið 2008 með McLaren. Auk þessa Formúlu 1 meistara verður nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams á ráslínunni í fyrsta skipti, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra og annar nýliði, Skotinn Paul di Resta hjá Force India varð meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Tveir aðrir nýliðar keppa um helgina. Sergio Perez frá Mexíkó hjá Sauber og Jéróme D'Ambrosio frá Belgíu ekur með Virgin liðinu. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fimm heimsmeistarar ökumanna í Formúlu 1 verða á ráslínunni í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi. Það fer fram á Albert Park götubrautunni í Melbourne. Kapparnir sem geta státað sig að því vera Formúlu 1 meistarar eru Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem varð meistari í fyrra með Red Bull. Hann varð yngsti meistari sögunnar 23 ára gamall og sló met Lewis Hamilton. Þá varð Red Bull lið Vettels meistari bílasmiða í fyrsta skipti. Michael Schumacher hefur orðið sjöfaldur heimsmeistari, og ekur með Mercedes. Schumacher varð meistari 1994 og 1995 með Benetton, og svo með Ferrari 2000 2001, 2002, 2003 og 2004. Þá varð Fernando Alonso tvisvar meistari með Renault, fyrst árið 2005 og svo 2006. McLaren ökumennirnir hafa báðið orðið meistarar. Jenson Button vann titilinn 2009 með Brawn liðinu og Lewis Hamilton árið 2008 með McLaren. Auk þessa Formúlu 1 meistara verður nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams á ráslínunni í fyrsta skipti, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra og annar nýliði, Skotinn Paul di Resta hjá Force India varð meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Tveir aðrir nýliðar keppa um helgina. Sergio Perez frá Mexíkó hjá Sauber og Jéróme D'Ambrosio frá Belgíu ekur með Virgin liðinu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira